Miklar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson skrifar 2. janúar 2009 07:00 Að baki er árið þegar gjaldmiðill þjóðarinnar sökk og bankakerfið hrundi. Um langan tíma héðan í frá verður vitnað til atburða hvort þeir gerðust fyrir eða eftir hrun. Þessa árs bíða miklar ákvarðanir um framtíð landsins. Fjölda þeirra viðfangsefna má ugglaust jafna til hólanna í Vatnsdalnum. Nokkur atriði eru mikilvægari en önnur. Nefna má: Í fyrsta lagi:Traust. Í öðru lagi: Mannleg gildi. Í þriðja lagi: Gjaldmiðilinn. Í fjórða lagi: Nýtt bankakerfi. Í fimmta lagi: Stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Í sjötta lagi: Ríkisfjármálin. Umfram allt annað blasir við að endurvekja þarf traust fólksins í landinu á stofnunum samfélagsins. Það er vandasamt viðfangsefni sem ríkisstjórnin kemst ekki hjá að glíma við. Í umræðunni um gildi mannlegs samfélags má enginn skjóta sér hjá umhugsun. Kirkjan getur þar lagt lóð á vogarskálarnar. Sú umræða er nauðsynleg undirstaða mikilvægra ákvarðana. Seðlabankanum mistókst að halda krónunni fljótandi. Bankanum var um megn að rækja lögbundið hlutverk sitt. Að sumu leyti má rekja það til stjórnunarmistaka. Hlutirnir þurftu einfaldlega ekki að fara jafn illa og raun varð á. Eigi að síður verður að virða stjórnendum bankans það til betri vegar að með krónunni var ekki unnt að tryggja viðunandi fjármálastöðugleika. Afleiðingin er þverbrestur í undirstöðum hagkerfisins. Þeirri ákvörðun verður þar af leiðandi ekki slegið á frest að ákveða framtíðargjaldmiðil. Eigi vel að fara er þetta ár þeirrar miklu ákvörðunar hvert stefna ber í þeim efnum. Nýr gjaldmiðill tengist óhjákvæmilega mati á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Spurningin um aðild landsins að Evrópusambandinu hefur þannig tvær hliðar. Annars vegar snýr hún að lausn á brýnni þörf fyrir stöðuga mynt. Hins vegar veit hún að pólitískum álitaefnum í víðu samhengi. Aðild að Evrópusambandinu er ekki sjálfkrafa lausn úr þrengingum. Í sambandinu er fyrst og fremst fólgið stöðugra efnahagsumhverfi. Það auðveldar agaðri hagstjórn. Eftir sem áður verðum við okkar eigin gæfu smiðir. Jafnframt er Evrópusambandið pólitískur félagsskapur. Slíka alþjóðapólitíska kjölfestu hefur Ísland ekki haft í sama mæli og áður eftir að gildi Atlantshafsbandalagsins að því leyti breyttist við lok kaldastríðsins. Á þann veg er þessi ákvörðun léttari en ætla mætti að hún er rökrétt framhald þeirrar stefnu sem í öndverðu var mótuð um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Aðildarspurningin er stærsta viðfangsefni þessa árs. Ríkisstjórnin þarf að glíma við þann margslungna pólitíska veruleika og leggja línur um framhaldið. Allt kallar það á skýra forystu. Þjóðin þarf síðan í allsherjaratkvæðagreiðslu að glíma við þá kosti sem aðildarviðræður skila. Að því kemur síðar. Framtíð atvinnustarfsemi og verðmætasköpunar í landinu mun ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða á þessu ári um hvers kyns bankakerfi rís upp af rústum þess gamla. Traust bæði inn á við og út á við gagnvart öðrum þjóðum mun ráða miklu um árangur þeirrar endurreisnar. Loks er ljóst að hnýta þarf saman lausa enda í fjármálum ríkisins. Á því sviði bíða stærri ákvarðanir en við höfum áður kynnst. Að öllu þessu virtu má ljóst vera að í annan tíma hafa jafn stórar spurningar ekki beðið svars við byrjun nýs árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Að baki er árið þegar gjaldmiðill þjóðarinnar sökk og bankakerfið hrundi. Um langan tíma héðan í frá verður vitnað til atburða hvort þeir gerðust fyrir eða eftir hrun. Þessa árs bíða miklar ákvarðanir um framtíð landsins. Fjölda þeirra viðfangsefna má ugglaust jafna til hólanna í Vatnsdalnum. Nokkur atriði eru mikilvægari en önnur. Nefna má: Í fyrsta lagi:Traust. Í öðru lagi: Mannleg gildi. Í þriðja lagi: Gjaldmiðilinn. Í fjórða lagi: Nýtt bankakerfi. Í fimmta lagi: Stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Í sjötta lagi: Ríkisfjármálin. Umfram allt annað blasir við að endurvekja þarf traust fólksins í landinu á stofnunum samfélagsins. Það er vandasamt viðfangsefni sem ríkisstjórnin kemst ekki hjá að glíma við. Í umræðunni um gildi mannlegs samfélags má enginn skjóta sér hjá umhugsun. Kirkjan getur þar lagt lóð á vogarskálarnar. Sú umræða er nauðsynleg undirstaða mikilvægra ákvarðana. Seðlabankanum mistókst að halda krónunni fljótandi. Bankanum var um megn að rækja lögbundið hlutverk sitt. Að sumu leyti má rekja það til stjórnunarmistaka. Hlutirnir þurftu einfaldlega ekki að fara jafn illa og raun varð á. Eigi að síður verður að virða stjórnendum bankans það til betri vegar að með krónunni var ekki unnt að tryggja viðunandi fjármálastöðugleika. Afleiðingin er þverbrestur í undirstöðum hagkerfisins. Þeirri ákvörðun verður þar af leiðandi ekki slegið á frest að ákveða framtíðargjaldmiðil. Eigi vel að fara er þetta ár þeirrar miklu ákvörðunar hvert stefna ber í þeim efnum. Nýr gjaldmiðill tengist óhjákvæmilega mati á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Spurningin um aðild landsins að Evrópusambandinu hefur þannig tvær hliðar. Annars vegar snýr hún að lausn á brýnni þörf fyrir stöðuga mynt. Hins vegar veit hún að pólitískum álitaefnum í víðu samhengi. Aðild að Evrópusambandinu er ekki sjálfkrafa lausn úr þrengingum. Í sambandinu er fyrst og fremst fólgið stöðugra efnahagsumhverfi. Það auðveldar agaðri hagstjórn. Eftir sem áður verðum við okkar eigin gæfu smiðir. Jafnframt er Evrópusambandið pólitískur félagsskapur. Slíka alþjóðapólitíska kjölfestu hefur Ísland ekki haft í sama mæli og áður eftir að gildi Atlantshafsbandalagsins að því leyti breyttist við lok kaldastríðsins. Á þann veg er þessi ákvörðun léttari en ætla mætti að hún er rökrétt framhald þeirrar stefnu sem í öndverðu var mótuð um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Aðildarspurningin er stærsta viðfangsefni þessa árs. Ríkisstjórnin þarf að glíma við þann margslungna pólitíska veruleika og leggja línur um framhaldið. Allt kallar það á skýra forystu. Þjóðin þarf síðan í allsherjaratkvæðagreiðslu að glíma við þá kosti sem aðildarviðræður skila. Að því kemur síðar. Framtíð atvinnustarfsemi og verðmætasköpunar í landinu mun ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða á þessu ári um hvers kyns bankakerfi rís upp af rústum þess gamla. Traust bæði inn á við og út á við gagnvart öðrum þjóðum mun ráða miklu um árangur þeirrar endurreisnar. Loks er ljóst að hnýta þarf saman lausa enda í fjármálum ríkisins. Á því sviði bíða stærri ákvarðanir en við höfum áður kynnst. Að öllu þessu virtu má ljóst vera að í annan tíma hafa jafn stórar spurningar ekki beðið svars við byrjun nýs árs.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun