Bandaríska gengishrunið sprengir netbólumúrinn 20. febrúar 2009 22:36 Tveir sem vart trúa sínum eigin augum. Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum eru lægri nú en þegar verst lét eftir netbóluna um síðustu aldamót og hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001. Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem lækkaði um 1,34 prósent í dag, stendur í 7.365 stigum og hefur ekki verið lægri síðan 30. maí fyrir tólf árum. Þegar verst lét eftir netbóluna fór vísitalan lægst í 7.701 stig 27. september 2002 áður en hún tók að rísa á ný. Þá stendur S&P 500-hlutabréfavísitalan í 770 stigum eftir 1,14 prósenta lækkun í dag. Hún fór lægst í 800 stig 4. október 2002. Hún hefur í dag ekki verið lægri síðan í enda apríl árið 1997. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af hátæknifyrirtækjum, er sú eina af þeim stóru þremur sem ekki er lægri nú en í netbóluhruninu. Hún lækkaði um 0,11 prósent í dag og endaði í 1.441 stigi. Þegar verst lét fór hún lægst í 1.199 stig 27. september 2002 áður en hún tók að hækka á ný. Lækki hún um sautján prósent til viðbótar rýfur hún netbóludýfuna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum eru lægri nú en þegar verst lét eftir netbóluna um síðustu aldamót og hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001. Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem lækkaði um 1,34 prósent í dag, stendur í 7.365 stigum og hefur ekki verið lægri síðan 30. maí fyrir tólf árum. Þegar verst lét eftir netbóluna fór vísitalan lægst í 7.701 stig 27. september 2002 áður en hún tók að rísa á ný. Þá stendur S&P 500-hlutabréfavísitalan í 770 stigum eftir 1,14 prósenta lækkun í dag. Hún fór lægst í 800 stig 4. október 2002. Hún hefur í dag ekki verið lægri síðan í enda apríl árið 1997. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af hátæknifyrirtækjum, er sú eina af þeim stóru þremur sem ekki er lægri nú en í netbóluhruninu. Hún lækkaði um 0,11 prósent í dag og endaði í 1.441 stigi. Þegar verst lét fór hún lægst í 1.199 stig 27. september 2002 áður en hún tók að hækka á ný. Lækki hún um sautján prósent til viðbótar rýfur hún netbóludýfuna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira