Þetta lagast kannski seinna Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 14. september 2009 06:00 Stutt saga Borgarahreyfingarinnar er sorgarsaga. Tilraun hennar til að bæta stjórnmálin mistókst gjörsamlega. Í framhaldi af landsfundi á laugardag íhuga þingmenn hreyfingarinnar að segja skilið við hana. Þeir segjast ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að ákveða sig í þeim efnum. Þeir hljóta samt að vita að þeir geta ekki tekið sér langan tíma til þess verks. Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari verða að ákveða sem fyrst hvort þau ætli að vera þingmenn Borgarahreyfingarinnar eða ekki. Innan við fimm mánuðir eru síðan kosið var til Alþingis og eitthvað aðeins lengra síðan Borgarahreyfingin varð til. Hún spratt upp úr ástandinu sem hér ríkti í kjölfar hrunsins og gaf sig út fyrir að vera andstæða gömlu flokkanna og hugmyndafræði þeirra. Boðið var fram undir vígorðinu Þjóðin á þing. Árangurinn í kosningum var góður; meira en þrettán þúsund atkvæði og fjórir menn á þing. Ólíklegt er að stjórnmálaflokki hafi áður tekist að eyða sjálfum sér á jafn skömmum tíma og Borgarahreyfingunni nú. Þetta er nefnilega búið spil. Engu breytir þó að þingmennirnir þrír kjósi að vera áfram í flokknum. Það eitt að þeir íhugi að yfirgefa hann gerir það að verkum að sem pólitískt afl hefur Borgarahreyfingin ekkert vægi umfram aðgang að ræðustól Alþingis og atkvæðin sín þrjú. Og hvers vegna er þetta sorgarsaga? Jú, vegna þess að stjórnmálunum veitti ekki af því endurnýjaða hugarfari sem Borgarahreyfingin boðaði. Það er ekki lögmál að pólitíkin eigi að vera stöðnuð og á köflum óskaplega vitlaus. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að í pólitík tíðkist vinnubrögð sem ekki eru talin boðleg annars staðar. Atvinnustjórnmálaflokkarnir breyta þessu ekki. Það sýnir sagan. Hástemmdar yfirlýsingar í stjórnarandstöðu reynast jafnan innistæðulausar þegar menn eru komnir í stjórn. Man fólk ekki eftir öllum ræðunum sem þingmenn Samfylkingarinnar og VG fluttu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um samráðsleysið, mannaráðningarnar, hrokann og ólýðræðislegu vinnubrögðin? Nú er þessu öfugt farið. Þingmenn síðarnefndu flokkanna syngja sama sönginn en Samfylkingin og VG yppta bara öxlum. Álit landsmanna á Alþingi er almennt lítið og traust þeirra á stofnuninni í lágmarki. Aðeins Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og bankakerfið mældust með minna traust en Alþingi síðast þegar Capacent spurði. Þó að þingmenn segist hafa af þessu áhyggjur aðhafast þeir fátt til að bæta úr. Það virðist heldur á hinn veginn. Þeir hljóta þó að skilja að traustið ræðst aðeins af framkomu og framgöngu þeirra sjálfra. Þó að tilraun fólksins sem stóð að Borgarahreyfingunni til að innleiða ný vinnubrögð og nýja siði í stjórnmálum hafi mistekist er óþarfi að slá af allar væntingar um að slíkt kunni að gerast í framtíðinni. Vonir um að það verði á þessu kjörtímabili eru hins vegar óþarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Stutt saga Borgarahreyfingarinnar er sorgarsaga. Tilraun hennar til að bæta stjórnmálin mistókst gjörsamlega. Í framhaldi af landsfundi á laugardag íhuga þingmenn hreyfingarinnar að segja skilið við hana. Þeir segjast ætla að taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að ákveða sig í þeim efnum. Þeir hljóta samt að vita að þeir geta ekki tekið sér langan tíma til þess verks. Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari verða að ákveða sem fyrst hvort þau ætli að vera þingmenn Borgarahreyfingarinnar eða ekki. Innan við fimm mánuðir eru síðan kosið var til Alþingis og eitthvað aðeins lengra síðan Borgarahreyfingin varð til. Hún spratt upp úr ástandinu sem hér ríkti í kjölfar hrunsins og gaf sig út fyrir að vera andstæða gömlu flokkanna og hugmyndafræði þeirra. Boðið var fram undir vígorðinu Þjóðin á þing. Árangurinn í kosningum var góður; meira en þrettán þúsund atkvæði og fjórir menn á þing. Ólíklegt er að stjórnmálaflokki hafi áður tekist að eyða sjálfum sér á jafn skömmum tíma og Borgarahreyfingunni nú. Þetta er nefnilega búið spil. Engu breytir þó að þingmennirnir þrír kjósi að vera áfram í flokknum. Það eitt að þeir íhugi að yfirgefa hann gerir það að verkum að sem pólitískt afl hefur Borgarahreyfingin ekkert vægi umfram aðgang að ræðustól Alþingis og atkvæðin sín þrjú. Og hvers vegna er þetta sorgarsaga? Jú, vegna þess að stjórnmálunum veitti ekki af því endurnýjaða hugarfari sem Borgarahreyfingin boðaði. Það er ekki lögmál að pólitíkin eigi að vera stöðnuð og á köflum óskaplega vitlaus. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að í pólitík tíðkist vinnubrögð sem ekki eru talin boðleg annars staðar. Atvinnustjórnmálaflokkarnir breyta þessu ekki. Það sýnir sagan. Hástemmdar yfirlýsingar í stjórnarandstöðu reynast jafnan innistæðulausar þegar menn eru komnir í stjórn. Man fólk ekki eftir öllum ræðunum sem þingmenn Samfylkingarinnar og VG fluttu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um samráðsleysið, mannaráðningarnar, hrokann og ólýðræðislegu vinnubrögðin? Nú er þessu öfugt farið. Þingmenn síðarnefndu flokkanna syngja sama sönginn en Samfylkingin og VG yppta bara öxlum. Álit landsmanna á Alþingi er almennt lítið og traust þeirra á stofnuninni í lágmarki. Aðeins Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og bankakerfið mældust með minna traust en Alþingi síðast þegar Capacent spurði. Þó að þingmenn segist hafa af þessu áhyggjur aðhafast þeir fátt til að bæta úr. Það virðist heldur á hinn veginn. Þeir hljóta þó að skilja að traustið ræðst aðeins af framkomu og framgöngu þeirra sjálfra. Þó að tilraun fólksins sem stóð að Borgarahreyfingunni til að innleiða ný vinnubrögð og nýja siði í stjórnmálum hafi mistekist er óþarfi að slá af allar væntingar um að slíkt kunni að gerast í framtíðinni. Vonir um að það verði á þessu kjörtímabili eru hins vegar óþarfar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun