Efnahagsstjórn var ekki í takt Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2009 06:00 Vörn Seðlabankans hefur falist í því að hann fylgdi þeirri stefnu sem honum var sett, peningamálastefnunni. Þeirri stefnu sem nú hefur verið lýst gjaldþrota, án þessi þó að arftaki hennar sé skýr. Á meðan ekki lá fyrir önnur stefna heldur en að reyna að hefta verðbólguþróun með hækkun stýrivaxta, í stað þess að hafa sem helsta markmið stöðugt gengi krónunnar, fylgdi bankinn stefnu sinni vel. Spurningin sem eftir situr er hvort stefnan hafi verið rétt, eða hvort önnur mistök hafi verið gerð. Gallinn við peningamálastefnuna, eins og hún hefur verið rekin, er að ábyrgð á framkvæmd hennar hefur alfarið verið á hendi Seðlabankans, á meðan ríkisstjórnin, með sína efnahagsstefnu, hefur þóst hafa frítt spil og hagað sér eins og peningamálastefnan komi sér ekki við. Með slíkum hætti getur peningamálastefna aldrei þrifist. Með því er ekki verið að segja að peningamálastefnan hafi í öllu verið rétt, en hún fékk að minnsta kosti ekki kjöraðstæður. Það gekk ekki upp að á meðan Seðlabanki hafði áhyggjur af verðbólgu og íhugaði hækkun stýrivaxta, lækkaði ríkisstjórnin skatta, eða stóð fyrir verðbólguhvetjandi aðgerðum og stóð svo á hliðarlínunni og yppti öxlum yfir hækkandi verðbólgu. Við virka efnahagsstjórn verður að taka tillit til þeirrar peningamálastefnu sem er við lýði. Það hefur ekki verið gert frá árinu 2001. Afleiðingin af slíkri efnahagsstjórn er, eins og við höfum séð, vaxtamunaviðskipti, jöklabréf, efnahagsbóla og styrkari gjaldmiðill en innistæða er fyrir. Þetta er hin raunverulega arfleifð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef núverandi stjórn telur, líkt og fjölmargir innan hennar hafa sagt, að peningamálastefnan sé gjaldþrota, þarf að finna nýjar leiðir. Nú eru kannski ekki miklar áhyggjur uppi af þensluhvetjandi áhrifum eða skattalækkunum, en það þarf að huga til framtíðar. Peningamálastefnan er ekki hugsuð til einnar nætur og einhvern tímann verður risið upp úr efnahagslægðinni. Ekki væri gáfulegt að hverfa frá sjálfstæðum seðlabanka og í því efni væri íhugandi hvort rétt sé að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra, forfallist starfandi seðlabankastjóri. Seðlabankastjórinn verður að hafa skýrar leiðbeiningar um hvert eigi að stefna. Er það í átt að stöðugum gjaldmiðli eða lágri verðbólgu? Með krónuna að vopni og hættu á efnahagsstjórnun sem lítið tillit tekur til peningastefnunnar, virðist lítil von á að halda í hvort tveggja. Fyrsta spurningin sem verður að svara hlýtur að vera hvort halda eigi í íslensku krónuna. Allir virðast horfa út í heim eftir vænlegum lögeyri, en fáir standa eftir og lofa krónuna. Spurningin er því hvaða erlenda gjaldmiðli eigi að stefna að. Þeirri spurningu verður að svara áður en niðurstaða fæst um fastmótaða peningamálastefnu til framtíðar. Farsælast er að það verði stöðugur gjaldmiðill, þannig að hann sveiflist til dæmis ekki í takt við verðþróun einnar vöru, líkt og olíuverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Vörn Seðlabankans hefur falist í því að hann fylgdi þeirri stefnu sem honum var sett, peningamálastefnunni. Þeirri stefnu sem nú hefur verið lýst gjaldþrota, án þessi þó að arftaki hennar sé skýr. Á meðan ekki lá fyrir önnur stefna heldur en að reyna að hefta verðbólguþróun með hækkun stýrivaxta, í stað þess að hafa sem helsta markmið stöðugt gengi krónunnar, fylgdi bankinn stefnu sinni vel. Spurningin sem eftir situr er hvort stefnan hafi verið rétt, eða hvort önnur mistök hafi verið gerð. Gallinn við peningamálastefnuna, eins og hún hefur verið rekin, er að ábyrgð á framkvæmd hennar hefur alfarið verið á hendi Seðlabankans, á meðan ríkisstjórnin, með sína efnahagsstefnu, hefur þóst hafa frítt spil og hagað sér eins og peningamálastefnan komi sér ekki við. Með slíkum hætti getur peningamálastefna aldrei þrifist. Með því er ekki verið að segja að peningamálastefnan hafi í öllu verið rétt, en hún fékk að minnsta kosti ekki kjöraðstæður. Það gekk ekki upp að á meðan Seðlabanki hafði áhyggjur af verðbólgu og íhugaði hækkun stýrivaxta, lækkaði ríkisstjórnin skatta, eða stóð fyrir verðbólguhvetjandi aðgerðum og stóð svo á hliðarlínunni og yppti öxlum yfir hækkandi verðbólgu. Við virka efnahagsstjórn verður að taka tillit til þeirrar peningamálastefnu sem er við lýði. Það hefur ekki verið gert frá árinu 2001. Afleiðingin af slíkri efnahagsstjórn er, eins og við höfum séð, vaxtamunaviðskipti, jöklabréf, efnahagsbóla og styrkari gjaldmiðill en innistæða er fyrir. Þetta er hin raunverulega arfleifð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef núverandi stjórn telur, líkt og fjölmargir innan hennar hafa sagt, að peningamálastefnan sé gjaldþrota, þarf að finna nýjar leiðir. Nú eru kannski ekki miklar áhyggjur uppi af þensluhvetjandi áhrifum eða skattalækkunum, en það þarf að huga til framtíðar. Peningamálastefnan er ekki hugsuð til einnar nætur og einhvern tímann verður risið upp úr efnahagslægðinni. Ekki væri gáfulegt að hverfa frá sjálfstæðum seðlabanka og í því efni væri íhugandi hvort rétt sé að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra, forfallist starfandi seðlabankastjóri. Seðlabankastjórinn verður að hafa skýrar leiðbeiningar um hvert eigi að stefna. Er það í átt að stöðugum gjaldmiðli eða lágri verðbólgu? Með krónuna að vopni og hættu á efnahagsstjórnun sem lítið tillit tekur til peningastefnunnar, virðist lítil von á að halda í hvort tveggja. Fyrsta spurningin sem verður að svara hlýtur að vera hvort halda eigi í íslensku krónuna. Allir virðast horfa út í heim eftir vænlegum lögeyri, en fáir standa eftir og lofa krónuna. Spurningin er því hvaða erlenda gjaldmiðli eigi að stefna að. Þeirri spurningu verður að svara áður en niðurstaða fæst um fastmótaða peningamálastefnu til framtíðar. Farsælast er að það verði stöðugur gjaldmiðill, þannig að hann sveiflist til dæmis ekki í takt við verðþróun einnar vöru, líkt og olíuverð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun