Þetta er landið okkar líka 31. október 2009 06:00 Greinina, sem hér fer á eftir, skrifaði ég 1. maí 1995 til birtingar í Morgunblaðinu í tilefni af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir yfirlesarar réðu mér frá að birta greinina. Ég fór að ráðum þeirra. Þegar greinin var skrifuð, hafði ríkt stöðnun í efnahagslífinu frá 1987, en samningurinn um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafði verið samþykktur árið áður, 1994, með 33 atkvæðum af 63 á Alþingi. Í ljósi þess, sem síðan hefur gerzt, þykir mér rétt að birta greinina nú óbreytta og leggja hana í dóm lesandans fjórtán og hálfu ári eftir að hún var skrifuð._________ Andrew Lloyd Webber, höfundur Evítu, Cats og margra annarra vinsælla söngleikja, er sagður hafa komið til kunningja síns í öngum sínum og spurt hann: „Hvers vegna fellur öllum strax svona illa við mig?" Kunninginn svaraði að bragði: „Það sparar tíma." Nú er ný ríkisstjórn setzt að völdum á Íslandi. Hana skipa tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins. Þeir hafa setið að völdum ýmist á víxl eða báðir í einu síðastliðin 65 ár samfleytt, ef utanþingsstjórnin 1942-44 og tvær minnihlutastjórnir til bráðabirgða eru undan skildar. Þeir bera því höfuðábyrgð á þeirri efnahagshnignun, sem hefur átt sér stað hér heima undangengin ár. Þeir bera ábyrgð á því, að Ísland er nú komið í hóp fátækustu landa Evrópu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslum um kaupmátt þjóðartekna á vinnustund og stefnir neðar. Þetta er þeirra verk. Þeir bera einnig ábyrgð á því, að ofsóknin á Íslandsmið heldur áfram, þótt hættumerkin hrannist upp. Það er þeirra verk, að sjávarútvegurinn í heild - „undirstöðuatvinnuvegurinn", sem þeir þreytast aldrei á að nefna svo - er enn sem endranær á hvínandi kúpunni og ófær um að standa skil á skuldum sínum við banka og sjóði, enda hafa 50 milljarðar króna farið forgörðum í bankakerfinu síðan 1987. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Viðskiptaháskólanum í Bergen, kemst að þeirri niðurstöðu í ágætri grein í síðasta hefti Hagmála, að „[þ]ví miður bendi[r] flest til þess, að lífskjör á Íslandi fari smám saman versnandi og að Íslendingar dragist verulega aftur úr nágrannaþjóðunum efnahagslega." (bls. 38) Þessir sömu stjórnmálaflokkar hafa líka ráðið landbúnaðarstefnunni og dæmt hundruð bænda til hungurbúskapar, um leið og heimilin í landinu eru enn sem fyrr að sligast undan of miklum matarkostnaði. Þeir bera ábyrgð á löngu úreltu vinnumarkaðsskipulagi, sem ber meiri keim af sovézkri miðstjórn en markaðsbúskap og veldur því, að skólar landsins hafa t.a.m. staðið lokaðir langtímum saman með reglulegu millibili, svo að fjöldi æskufólks hefur orðið fyrir miklum skaða. Þeir bera ábyrgð á láglaunabaslinu, sem mikill og vaxandi fjöldi fólks verður að una við, um leið og stjórnmálastéttin, nómenklatúran, heldur áfram að hlaða forréttindum undir sjálfa sig.Meira af hinu samaForustumenn stjórnarflokkanna sýna engin merki þess enn, að þeir beri nokkurt skynbragð á þann skaða, sem flokkar þeirra eru búnir að valda. Þeir virðast þvert á móti staðráðnir í að bjóða þjóðinni meira af hinu sama, svo sem stefnuyfirlýsing stjórnarinnar ber með sér. Þeir ætla að ríghalda í rangláta kjördæmaskipan og í ríkisbanka- og sjóðakerfi, sem er bæði óhagkvæmt og spillt. (Þeir segjast að vísu ætla að „breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða", en þeir hafa engin áform um einkavæðingu þeirra, sem er aðalatriðið; á síðasta kjörtímabili gerðist ekkert í þessum málum hér heima, á meðan bankar í Austur-Evrópu voru einkavæddir í tugatali, þar á meðal allir bankar Tékklands.) Þeir ætla einnig að halda Íslandi utan Evrópusambandsins.Allt þetta gera þeir auðvitað í eiginhagsmunaskyni. Þeir vita það vel, að réttlát kjördæmaskipan, hagkvæmt og heilbrigt bankakerfi og aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu svipta þá völdum (og forréttindum), enda er umbótanna þörf einmitt til þess að dreifa valdi og vernda almenning þannig gagnvart yfirsjónum og afglöpum innlendra stjórnvalda. Þessi ríkisstjórn getur því miður ekki leitt til annars en áframhaldandi hnignunar efnahagslífsins smátt og smátt og ófarnaðar í þjóðfélaginu í heild.Því segi ég við lesendur Morgunblaðsins: Sparið þann tíma, sem í það færi að gefa þessari ríkisstjórn tækifæri til að sýna, hvað í henni býr. Það býr ekkert í henni. Það er auðséð strax í upphafi. Það er búið að reyna þessa flokka til þrautar. Þeir hafa brugðizt.Hættuleg efnahagsstefnaVandinn er sá, að báðir stjórnarflokkarnir fylgja efnahagsstefnu, sem er röng og hættuleg í veigamiklum atriðum og hefur reynzt þjóðinni dýrkeypt marga áratugi aftur í tímann. Þeir tóku við gjaldeyriseign, sem var jafnvirði 80-90% af þjóðarframleiðslunni við lýðveldisstofnunina 1944, eins og Jóhannes Nordal, fyrrum seðlabankastjóri, hefur rifjað upp í fróðlegri grein í Fjármálatíðindum, en þessi eign hefur smám saman snúizt upp í erlenda skuld, sem nemur nú 60-70% af þjóðarframleiðslunni. Þeir ætla samt bersýnilega að halda áfram sömu braut. Þeir ætla að halda áfram að hlaða undir sérhagsmunahópana og grafa um leið undan afkomu fólksins í landinu. Þeir ætla að reyna að koma sér undan því að gera almenningi grein fyrir fjárreiðum sínum, þótt þeim hafi af ærnu tilefni borizt opinber áskorun um það frá hópi háskólakennara fyrir hálfu öðru ári. Þeir ætla að halda áfram að troða óhæfum mönnum úr eigin röðum í ýmis mikilvægustu embætti landsins. Þess vegna meðal annars mega þeir ekki til þess hugsa að missa bankakerfið undan yfirráðum sínum. Þeim gæti hæglega átt eftir að takast að leggja efnahagslíf landsins í rúst.Nú leika menn sér auðvitað ekki að því að leggja efnahagslíf fullvalda ríkis í rúst. Forsprakkarnir þræta fyrir ófremdarástandið í lengstu lög, enda líður þeim vel í ljóma forréttindanna, sem þeir hafa skammtað sjálfum sér til að firra sig fátæktinni, sem þeir leggja á aðra með auknum þunga. Einmitt þannig fóru austur-evrópskir kommúnistar að, en þeir höfðu þó manndóm til að viðurkenna mistök sín á endanum og biðjast afsökunar.Gerbreytum landslaginuMálsvörn margra þeirra, sem hafa veitt stjórnarflokkunum brautargengi fyrr og nú, hefur jafnan verið sú, að betra lið sé ekki í boði. Það er því miður mikið til í því. Við því þarf að bregðast. Annars byrjar unga fólkið að flykkjast burt úr landinu í hrönnum eins og gerðist í Færeyjum. Þessa sjást nú þegar ýmis teikn, en þó ekki enn í brottflutningstölum Hagstofunnar, því að margir halda gjarnan lögheimili sínu á Íslandi enn um sinn, þótt þeir flytji búferlum til útlanda. Ef þessi þróun heldur áfram, geta margir Íslendingar á miðjum aldri átt einmanalega elli í vændum. Hví skyldi t.d. háskólakennari kjósa að eyða starfsævinni hér og láta síðan bjóða sér 70.000 kr. á mánuði í eftirlaunaumslagið, þegar starfsbræður hans í nálægum löndum eiga þrisvar sinnum hærri eftirlaun í vændum fyrir sama ævistarf? Svipuð dæmi er hægt að nefna um flestar aðrar starfsstéttir. Það hljóta allir réttsýnir menn að sjá, að við þetta er ekki búandi.Forustumenn stjórnmálaflokkanna skulu ekki gleyma því, að veður geta skipazt æði skjótt í lofti á starfsvettvangi þeirra. Þeir skulu ekki gleyma því, að stærsti stjórnmálaflokkur Kanada var nánast þurrkaður út af þingi í einni svipan fyrir fáeinum árum. Þeir skulu ekki heldur horfa fram hjá því, að stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu, sem hafði stjórnað landinu samfleytt í hálfa öld ásamt öðrum, var líka þurrkaður út í einum þingkosningum. Og úr því að hægt var að ryðja stærstu stjórnmálaflokkunum úr vegi í einu vetfangi úti í heimi, þá getur það varla verið mikið verk fyrir vaska menn að gerbreyta landslaginu í stjórnmálalífinu hér heima, þegar hætta steðjar að. Ég spyr: Ætlum við að láta þá halda áfram að skipuleggja fátækt á Íslandi og flæma börnin okkar burt? Er þetta ekki landið okkar líka?Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Greinina, sem hér fer á eftir, skrifaði ég 1. maí 1995 til birtingar í Morgunblaðinu í tilefni af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir yfirlesarar réðu mér frá að birta greinina. Ég fór að ráðum þeirra. Þegar greinin var skrifuð, hafði ríkt stöðnun í efnahagslífinu frá 1987, en samningurinn um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafði verið samþykktur árið áður, 1994, með 33 atkvæðum af 63 á Alþingi. Í ljósi þess, sem síðan hefur gerzt, þykir mér rétt að birta greinina nú óbreytta og leggja hana í dóm lesandans fjórtán og hálfu ári eftir að hún var skrifuð._________ Andrew Lloyd Webber, höfundur Evítu, Cats og margra annarra vinsælla söngleikja, er sagður hafa komið til kunningja síns í öngum sínum og spurt hann: „Hvers vegna fellur öllum strax svona illa við mig?" Kunninginn svaraði að bragði: „Það sparar tíma." Nú er ný ríkisstjórn setzt að völdum á Íslandi. Hana skipa tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins. Þeir hafa setið að völdum ýmist á víxl eða báðir í einu síðastliðin 65 ár samfleytt, ef utanþingsstjórnin 1942-44 og tvær minnihlutastjórnir til bráðabirgða eru undan skildar. Þeir bera því höfuðábyrgð á þeirri efnahagshnignun, sem hefur átt sér stað hér heima undangengin ár. Þeir bera ábyrgð á því, að Ísland er nú komið í hóp fátækustu landa Evrópu samkvæmt alþjóðlegum hagskýrslum um kaupmátt þjóðartekna á vinnustund og stefnir neðar. Þetta er þeirra verk. Þeir bera einnig ábyrgð á því, að ofsóknin á Íslandsmið heldur áfram, þótt hættumerkin hrannist upp. Það er þeirra verk, að sjávarútvegurinn í heild - „undirstöðuatvinnuvegurinn", sem þeir þreytast aldrei á að nefna svo - er enn sem endranær á hvínandi kúpunni og ófær um að standa skil á skuldum sínum við banka og sjóði, enda hafa 50 milljarðar króna farið forgörðum í bankakerfinu síðan 1987. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Viðskiptaháskólanum í Bergen, kemst að þeirri niðurstöðu í ágætri grein í síðasta hefti Hagmála, að „[þ]ví miður bendi[r] flest til þess, að lífskjör á Íslandi fari smám saman versnandi og að Íslendingar dragist verulega aftur úr nágrannaþjóðunum efnahagslega." (bls. 38) Þessir sömu stjórnmálaflokkar hafa líka ráðið landbúnaðarstefnunni og dæmt hundruð bænda til hungurbúskapar, um leið og heimilin í landinu eru enn sem fyrr að sligast undan of miklum matarkostnaði. Þeir bera ábyrgð á löngu úreltu vinnumarkaðsskipulagi, sem ber meiri keim af sovézkri miðstjórn en markaðsbúskap og veldur því, að skólar landsins hafa t.a.m. staðið lokaðir langtímum saman með reglulegu millibili, svo að fjöldi æskufólks hefur orðið fyrir miklum skaða. Þeir bera ábyrgð á láglaunabaslinu, sem mikill og vaxandi fjöldi fólks verður að una við, um leið og stjórnmálastéttin, nómenklatúran, heldur áfram að hlaða forréttindum undir sjálfa sig.Meira af hinu samaForustumenn stjórnarflokkanna sýna engin merki þess enn, að þeir beri nokkurt skynbragð á þann skaða, sem flokkar þeirra eru búnir að valda. Þeir virðast þvert á móti staðráðnir í að bjóða þjóðinni meira af hinu sama, svo sem stefnuyfirlýsing stjórnarinnar ber með sér. Þeir ætla að ríghalda í rangláta kjördæmaskipan og í ríkisbanka- og sjóðakerfi, sem er bæði óhagkvæmt og spillt. (Þeir segjast að vísu ætla að „breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða", en þeir hafa engin áform um einkavæðingu þeirra, sem er aðalatriðið; á síðasta kjörtímabili gerðist ekkert í þessum málum hér heima, á meðan bankar í Austur-Evrópu voru einkavæddir í tugatali, þar á meðal allir bankar Tékklands.) Þeir ætla einnig að halda Íslandi utan Evrópusambandsins.Allt þetta gera þeir auðvitað í eiginhagsmunaskyni. Þeir vita það vel, að réttlát kjördæmaskipan, hagkvæmt og heilbrigt bankakerfi og aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu svipta þá völdum (og forréttindum), enda er umbótanna þörf einmitt til þess að dreifa valdi og vernda almenning þannig gagnvart yfirsjónum og afglöpum innlendra stjórnvalda. Þessi ríkisstjórn getur því miður ekki leitt til annars en áframhaldandi hnignunar efnahagslífsins smátt og smátt og ófarnaðar í þjóðfélaginu í heild.Því segi ég við lesendur Morgunblaðsins: Sparið þann tíma, sem í það færi að gefa þessari ríkisstjórn tækifæri til að sýna, hvað í henni býr. Það býr ekkert í henni. Það er auðséð strax í upphafi. Það er búið að reyna þessa flokka til þrautar. Þeir hafa brugðizt.Hættuleg efnahagsstefnaVandinn er sá, að báðir stjórnarflokkarnir fylgja efnahagsstefnu, sem er röng og hættuleg í veigamiklum atriðum og hefur reynzt þjóðinni dýrkeypt marga áratugi aftur í tímann. Þeir tóku við gjaldeyriseign, sem var jafnvirði 80-90% af þjóðarframleiðslunni við lýðveldisstofnunina 1944, eins og Jóhannes Nordal, fyrrum seðlabankastjóri, hefur rifjað upp í fróðlegri grein í Fjármálatíðindum, en þessi eign hefur smám saman snúizt upp í erlenda skuld, sem nemur nú 60-70% af þjóðarframleiðslunni. Þeir ætla samt bersýnilega að halda áfram sömu braut. Þeir ætla að halda áfram að hlaða undir sérhagsmunahópana og grafa um leið undan afkomu fólksins í landinu. Þeir ætla að reyna að koma sér undan því að gera almenningi grein fyrir fjárreiðum sínum, þótt þeim hafi af ærnu tilefni borizt opinber áskorun um það frá hópi háskólakennara fyrir hálfu öðru ári. Þeir ætla að halda áfram að troða óhæfum mönnum úr eigin röðum í ýmis mikilvægustu embætti landsins. Þess vegna meðal annars mega þeir ekki til þess hugsa að missa bankakerfið undan yfirráðum sínum. Þeim gæti hæglega átt eftir að takast að leggja efnahagslíf landsins í rúst.Nú leika menn sér auðvitað ekki að því að leggja efnahagslíf fullvalda ríkis í rúst. Forsprakkarnir þræta fyrir ófremdarástandið í lengstu lög, enda líður þeim vel í ljóma forréttindanna, sem þeir hafa skammtað sjálfum sér til að firra sig fátæktinni, sem þeir leggja á aðra með auknum þunga. Einmitt þannig fóru austur-evrópskir kommúnistar að, en þeir höfðu þó manndóm til að viðurkenna mistök sín á endanum og biðjast afsökunar.Gerbreytum landslaginuMálsvörn margra þeirra, sem hafa veitt stjórnarflokkunum brautargengi fyrr og nú, hefur jafnan verið sú, að betra lið sé ekki í boði. Það er því miður mikið til í því. Við því þarf að bregðast. Annars byrjar unga fólkið að flykkjast burt úr landinu í hrönnum eins og gerðist í Færeyjum. Þessa sjást nú þegar ýmis teikn, en þó ekki enn í brottflutningstölum Hagstofunnar, því að margir halda gjarnan lögheimili sínu á Íslandi enn um sinn, þótt þeir flytji búferlum til útlanda. Ef þessi þróun heldur áfram, geta margir Íslendingar á miðjum aldri átt einmanalega elli í vændum. Hví skyldi t.d. háskólakennari kjósa að eyða starfsævinni hér og láta síðan bjóða sér 70.000 kr. á mánuði í eftirlaunaumslagið, þegar starfsbræður hans í nálægum löndum eiga þrisvar sinnum hærri eftirlaun í vændum fyrir sama ævistarf? Svipuð dæmi er hægt að nefna um flestar aðrar starfsstéttir. Það hljóta allir réttsýnir menn að sjá, að við þetta er ekki búandi.Forustumenn stjórnmálaflokkanna skulu ekki gleyma því, að veður geta skipazt æði skjótt í lofti á starfsvettvangi þeirra. Þeir skulu ekki gleyma því, að stærsti stjórnmálaflokkur Kanada var nánast þurrkaður út af þingi í einni svipan fyrir fáeinum árum. Þeir skulu ekki heldur horfa fram hjá því, að stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu, sem hafði stjórnað landinu samfleytt í hálfa öld ásamt öðrum, var líka þurrkaður út í einum þingkosningum. Og úr því að hægt var að ryðja stærstu stjórnmálaflokkunum úr vegi í einu vetfangi úti í heimi, þá getur það varla verið mikið verk fyrir vaska menn að gerbreyta landslaginu í stjórnmálalífinu hér heima, þegar hætta steðjar að. Ég spyr: Ætlum við að láta þá halda áfram að skipuleggja fátækt á Íslandi og flæma börnin okkar burt? Er þetta ekki landið okkar líka?Höfundur er prófessor.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun