Skoðanakannanir á óþekktu landsvæði 21. janúar 2009 05:45 Ríkisstjórnin naut stuðnings rétt um þriðjungs landsmanna í enda síðasta árs og hafði aldrei verið minni. Markaðurinn/vilhelm Upphafsstafur:Landsmenn hafa aldrei verið svartsýnni um horfur í efnahags- og atvinnumálum en á þessu ári og ber almenningur lítið traust til stjórnvalda og opinberra stofnana. Þá eru hlutfallslega fleiri landsmenn fylgjandi byggingu álvera hér á landi en áður en talið er að þau geti lyft efnahagslífinu til betri vegar. Þetta dökka yfirlit er sett saman úr niðurstöðum nokkurra markaðsrannsóknafyrirtækja. Þær lýsa ágætlega stöðunni hér á landi eftir fall krónunnar nær allt nýliðið ár og bankahrunið í byrjun október; hrun sem hefur haft gríðarlega afleiðingar í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf og sér ekki fyrir endann á. Viðhorf sem þessi eru önnur en fyrir tveimur til þremur árum þegar allt lék því sem næst í lyndi.Skoðanir sveiflast með efnahagslífinuÓlafur Þór Gylfason Framkvæmdastjóri MMR telur að skoðanakannanir gefi betur mynd af því hvernig fólk vilji að mál þróist fremur en að endurspegla hvað það ætli að gera. Niðurstöður kannana um fylgi við stjórnmálaflokkana styðji þá skoðun. Markaðurinn/AntonÍ ágúst fyrir þremur árum var Sjálfstæðisflokkurinn með 43 prósenta fylgi í skoðanakönnun Capacent. Samfylkingin var með um 25 prósenta fylgi og Vinstri grænir með fimmtung. Framsóknarflokkurinn lá við tíu prósenta fylgi og hefur aðeins lækkað síðan. Þá hafði þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar rétt rúman helming landsmanna á bak við sig, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent. Hagvöxtur á þessum tíma mældist um 2,7 prósent og atvinnuleysi tiplaði í kringum 1,2 prósentin. Verðbólga mældist 8,6 prósent í mánuðinum og hafði tvöfaldast frá áramótum. Ári síðar lá hún í rúmum þremur prósentunum og átti eftir að fara á það geysiflug sem enn stendur yfir. Rétt rúmlega fjörutíu prósent landsmanna voru fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu en einungis rétt rúm fjörutíu prósent voru hlynnt því að taka upp evru sem gjaldmiðil og kasta krónunni. Um þetta leyti var stuðningsmönnum evruupptöku reyndar að fjölga – hún naut stuðnings 42 prósenta landsmanna en hafði notið 37 prósenta stuðnings árið 2004. Stuðningurinn átti bara eftir að aukast. Annað umhverfi blasir nú við. Erlendir sérfræðingar í efnahagsmálum spá því að hagvöxtur verði neikvæður um allt að tíu prósent og Vinnumálastofnun sér á bilinu níu til tíu prósenta atvinnuleysi á vormánuðum í spilunum. Þá mældist 18,1 prósents verðbólga í desember á nýliðnu ári en það er rúmlega fimm sinnum meira en fyrir einu og hálfu ári síðan. Raunar reikna flestir sérfræðingar með að draga muni úr henni þegar á líður árið. En ljóst er að umhverfið hér á landi er gjörbreytt frá því sem áður var. Líkt og fram hefur komið nýtur ríkisstjórnin nú stuðnings minnihluta þjóðarinnar (36 prósent), sem þó er aukning frá lokum síðasta árs. Þá hefur stuðningur landsmanna við Sjálfstæðisflokkinn farið sömu leið og gömlu bankarnir en aðrir flokkar bætt við sig. Vinstri grænir langmest, en samkvæmt síðustu tölum Capacent var stjórnmálaflokkurinn sá stærsti á landinu með 29 prósenta fylgi í enda síðasta árs. Á sama tíma stóð Samfylkingin á svipuðu róli og fyrri ár. Stuðningur við Evrópusambandið og upptaka evru í stað krónu jókst nokkuð um svipað leyti og gengi krónu tók að lafa ískyggilega mikið á vordögum í fyrra eftir nokkuð jafnan vöxt frá 2005. Í kringum bankahrunið tók það svo flugið og hefur stuðningur við bæði aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda og upptöku evru aldrei verið meiri en nú – 65 prósent landsmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 68 prósent vilja kasta krónunni fyrir evruna, samkvæmt nýjustu könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í nóvember í fyrra. Stuðningur hefur ekki verið meiri frá því mælingar til viðhorfs landsmanna gagnvart evrunni voru fyrst gerðar í ágúst árið 2001. Spilling mælist á íslandiGuðbjörg Andrea Jónsdóttir Rannsóknarstjóri hjá Capacent segir líkur á að næstu niðurstöður um könnun á spillingu hér á landi muni gefa aðra mynd en síðustu ár. Lítil spilling hefur mælst hér á landi síðustu ár. Hugtakið var hins vegar endurskilgreint í kjölfar bankahrunsins. Markaðurinn/anton„Ég held að fólk hafi endurskilgreint hvað það er að vera spilltur,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent, um niðurstöður næstu könnunar fyrirtækisins. Capacent hefur mælt spillingu hér á landi í samstarfi við alþjóðlegu samtökin Transparency International um áraraðir. Samtökin berjast gegn spillingu og birta ár hvert lista yfir þau lönd þar sem spilling er greind eftir ákveðnum þáttum. Ísland hefur síðustu ár verið í efstu sætum í könnuninni yfir þau lönd sem þykja minnst spillt og viðhafa heiðarleika og gagnsæi í viðskiptum sínum. Síðasta könnun var gerð hér í nóvember á nýliðnu ári. „Ég held að næstu niðurstöður gefi svolítið aðra mynd en Íslendingar eiga að venjast,“ segir Guðbjörg og bendir á að umræðan um spillingu og náin tengsl einstaklinga hafi verið fólki ofarlega í huga eftir bankahrunið og valdi endurskilgreiningunni á hugtakinu sem skili sér í öðrum niðurstöðum en síðustu ár. Verið er að vinna úr þeim um þessar mundir. óþekkt svæðiÓlafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) segir einkennilega stöðu komna upp. Á árum áður hafi landsmenn umgengist skoðanakannanir með öðrum hætti en í dag og tekið þátt með það fyrir augum að svara eftir bestu vitund. „Nú er fólk meðvitað um tilgang rannsókna. Að vissu leyti svarar fólk á þá lund sem það vill að tiltekin mál þróist frekar en það sem það sjálft kýs,“ segir hann og bendir á niðurstöður kannana um fylgi stjórnmálaflokkanna upp á síðkastið. Af þeim megi greina að fylgismenn Sjálfstæðisflokksins þvingi flokkinn til að taka upp ákveðin málefni á sína könnu með hótun um að þeir ætli að kjósa Vinstri græna. Þrýstingur aukist frekar á flokkinn þegar stuðningurinn við vinstriöflin komi úr röðum þeirra sem sögðust áður hafa kosið hægriflokk. „Mögulega segjast mun fleiri ætla að kjósa vinstriflokkana en ætla að gera það. Með því móti gefa þeir til kynna hvaða stefnu stjórnmálin eigi að taka,“ segir hann og bendir á að viðlíka ályktanir megi draga af niðurstöðum kannana um neysluvenjur og fleira í þeim dúr. „Ég held að kannanir gefi betur mynd af því hvernig fólk vill að mál þróist en endilega að niðurstöðurnar endurspegli hvað það ætlar að gera,“ segir Ólafur. Hann segir umhverfið hér eftir bankahrunið og efnahagsþrengingarnar ókortlagðar. „Menn vita ekki hvernig þetta var áður. Traust á forseta, stjórnmálamenn og opinberar stofnanir hefur nær undantekningarlaust verið mikið. Nú er þetta undir þrjátíu prósentum og það er nokkuð sem við höfum ekki upplifað áður,“ segir hann en bætir við að ekki sé vitað hversu djúpt vantraustið risti. „Við sjáum reyndar af þeim mótmælum upp á síðkastið að það ristir nokkuð djúpt.“ Ólafur segir þetta áhugaverða tíma sem sé nauðsynlegt að skoða í þaula enda megi reikna með afar dýrmætum niðurstöðum um hegðun einstaklinga við einstakar aðstæður. Þá megi jafnframt nýta niðurstöðurnar til að meta árangurinn af ákvarðanatöku síðar meir. „Ef við mælum ekkert í dag þá gerum við það aldrei því þetta ástand mun – vonandi – aldrei koma aftur.“ Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Upphafsstafur:Landsmenn hafa aldrei verið svartsýnni um horfur í efnahags- og atvinnumálum en á þessu ári og ber almenningur lítið traust til stjórnvalda og opinberra stofnana. Þá eru hlutfallslega fleiri landsmenn fylgjandi byggingu álvera hér á landi en áður en talið er að þau geti lyft efnahagslífinu til betri vegar. Þetta dökka yfirlit er sett saman úr niðurstöðum nokkurra markaðsrannsóknafyrirtækja. Þær lýsa ágætlega stöðunni hér á landi eftir fall krónunnar nær allt nýliðið ár og bankahrunið í byrjun október; hrun sem hefur haft gríðarlega afleiðingar í för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf og sér ekki fyrir endann á. Viðhorf sem þessi eru önnur en fyrir tveimur til þremur árum þegar allt lék því sem næst í lyndi.Skoðanir sveiflast með efnahagslífinuÓlafur Þór Gylfason Framkvæmdastjóri MMR telur að skoðanakannanir gefi betur mynd af því hvernig fólk vilji að mál þróist fremur en að endurspegla hvað það ætli að gera. Niðurstöður kannana um fylgi við stjórnmálaflokkana styðji þá skoðun. Markaðurinn/AntonÍ ágúst fyrir þremur árum var Sjálfstæðisflokkurinn með 43 prósenta fylgi í skoðanakönnun Capacent. Samfylkingin var með um 25 prósenta fylgi og Vinstri grænir með fimmtung. Framsóknarflokkurinn lá við tíu prósenta fylgi og hefur aðeins lækkað síðan. Þá hafði þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar rétt rúman helming landsmanna á bak við sig, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent. Hagvöxtur á þessum tíma mældist um 2,7 prósent og atvinnuleysi tiplaði í kringum 1,2 prósentin. Verðbólga mældist 8,6 prósent í mánuðinum og hafði tvöfaldast frá áramótum. Ári síðar lá hún í rúmum þremur prósentunum og átti eftir að fara á það geysiflug sem enn stendur yfir. Rétt rúmlega fjörutíu prósent landsmanna voru fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu en einungis rétt rúm fjörutíu prósent voru hlynnt því að taka upp evru sem gjaldmiðil og kasta krónunni. Um þetta leyti var stuðningsmönnum evruupptöku reyndar að fjölga – hún naut stuðnings 42 prósenta landsmanna en hafði notið 37 prósenta stuðnings árið 2004. Stuðningurinn átti bara eftir að aukast. Annað umhverfi blasir nú við. Erlendir sérfræðingar í efnahagsmálum spá því að hagvöxtur verði neikvæður um allt að tíu prósent og Vinnumálastofnun sér á bilinu níu til tíu prósenta atvinnuleysi á vormánuðum í spilunum. Þá mældist 18,1 prósents verðbólga í desember á nýliðnu ári en það er rúmlega fimm sinnum meira en fyrir einu og hálfu ári síðan. Raunar reikna flestir sérfræðingar með að draga muni úr henni þegar á líður árið. En ljóst er að umhverfið hér á landi er gjörbreytt frá því sem áður var. Líkt og fram hefur komið nýtur ríkisstjórnin nú stuðnings minnihluta þjóðarinnar (36 prósent), sem þó er aukning frá lokum síðasta árs. Þá hefur stuðningur landsmanna við Sjálfstæðisflokkinn farið sömu leið og gömlu bankarnir en aðrir flokkar bætt við sig. Vinstri grænir langmest, en samkvæmt síðustu tölum Capacent var stjórnmálaflokkurinn sá stærsti á landinu með 29 prósenta fylgi í enda síðasta árs. Á sama tíma stóð Samfylkingin á svipuðu róli og fyrri ár. Stuðningur við Evrópusambandið og upptaka evru í stað krónu jókst nokkuð um svipað leyti og gengi krónu tók að lafa ískyggilega mikið á vordögum í fyrra eftir nokkuð jafnan vöxt frá 2005. Í kringum bankahrunið tók það svo flugið og hefur stuðningur við bæði aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda og upptöku evru aldrei verið meiri en nú – 65 prósent landsmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 68 prósent vilja kasta krónunni fyrir evruna, samkvæmt nýjustu könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í nóvember í fyrra. Stuðningur hefur ekki verið meiri frá því mælingar til viðhorfs landsmanna gagnvart evrunni voru fyrst gerðar í ágúst árið 2001. Spilling mælist á íslandiGuðbjörg Andrea Jónsdóttir Rannsóknarstjóri hjá Capacent segir líkur á að næstu niðurstöður um könnun á spillingu hér á landi muni gefa aðra mynd en síðustu ár. Lítil spilling hefur mælst hér á landi síðustu ár. Hugtakið var hins vegar endurskilgreint í kjölfar bankahrunsins. Markaðurinn/anton„Ég held að fólk hafi endurskilgreint hvað það er að vera spilltur,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent, um niðurstöður næstu könnunar fyrirtækisins. Capacent hefur mælt spillingu hér á landi í samstarfi við alþjóðlegu samtökin Transparency International um áraraðir. Samtökin berjast gegn spillingu og birta ár hvert lista yfir þau lönd þar sem spilling er greind eftir ákveðnum þáttum. Ísland hefur síðustu ár verið í efstu sætum í könnuninni yfir þau lönd sem þykja minnst spillt og viðhafa heiðarleika og gagnsæi í viðskiptum sínum. Síðasta könnun var gerð hér í nóvember á nýliðnu ári. „Ég held að næstu niðurstöður gefi svolítið aðra mynd en Íslendingar eiga að venjast,“ segir Guðbjörg og bendir á að umræðan um spillingu og náin tengsl einstaklinga hafi verið fólki ofarlega í huga eftir bankahrunið og valdi endurskilgreiningunni á hugtakinu sem skili sér í öðrum niðurstöðum en síðustu ár. Verið er að vinna úr þeim um þessar mundir. óþekkt svæðiÓlafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) segir einkennilega stöðu komna upp. Á árum áður hafi landsmenn umgengist skoðanakannanir með öðrum hætti en í dag og tekið þátt með það fyrir augum að svara eftir bestu vitund. „Nú er fólk meðvitað um tilgang rannsókna. Að vissu leyti svarar fólk á þá lund sem það vill að tiltekin mál þróist frekar en það sem það sjálft kýs,“ segir hann og bendir á niðurstöður kannana um fylgi stjórnmálaflokkanna upp á síðkastið. Af þeim megi greina að fylgismenn Sjálfstæðisflokksins þvingi flokkinn til að taka upp ákveðin málefni á sína könnu með hótun um að þeir ætli að kjósa Vinstri græna. Þrýstingur aukist frekar á flokkinn þegar stuðningurinn við vinstriöflin komi úr röðum þeirra sem sögðust áður hafa kosið hægriflokk. „Mögulega segjast mun fleiri ætla að kjósa vinstriflokkana en ætla að gera það. Með því móti gefa þeir til kynna hvaða stefnu stjórnmálin eigi að taka,“ segir hann og bendir á að viðlíka ályktanir megi draga af niðurstöðum kannana um neysluvenjur og fleira í þeim dúr. „Ég held að kannanir gefi betur mynd af því hvernig fólk vill að mál þróist en endilega að niðurstöðurnar endurspegli hvað það ætlar að gera,“ segir Ólafur. Hann segir umhverfið hér eftir bankahrunið og efnahagsþrengingarnar ókortlagðar. „Menn vita ekki hvernig þetta var áður. Traust á forseta, stjórnmálamenn og opinberar stofnanir hefur nær undantekningarlaust verið mikið. Nú er þetta undir þrjátíu prósentum og það er nokkuð sem við höfum ekki upplifað áður,“ segir hann en bætir við að ekki sé vitað hversu djúpt vantraustið risti. „Við sjáum reyndar af þeim mótmælum upp á síðkastið að það ristir nokkuð djúpt.“ Ólafur segir þetta áhugaverða tíma sem sé nauðsynlegt að skoða í þaula enda megi reikna með afar dýrmætum niðurstöðum um hegðun einstaklinga við einstakar aðstæður. Þá megi jafnframt nýta niðurstöðurnar til að meta árangurinn af ákvarðanatöku síðar meir. „Ef við mælum ekkert í dag þá gerum við það aldrei því þetta ástand mun – vonandi – aldrei koma aftur.“
Undir smásjánni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira