Í röngu liði? Þorvaldur Gylfason skrifar 6. ágúst 2009 06:00 Þetta var sumarið 1971. George Brown, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, var á Íslandi að halda fyrirlestur, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir það, að ég hitti hann heima hjá foreldrum mínum, var heima í leyfi, bjó í Manchester, þar sem Brown þekkti hverja þúfu líkt og í Liverpool, sem gefur mér tilefni til að gangast við villu í grein minni hér á þessum stað fyrir viku, þegar ég lýsti Brasilíu sem eina landi heimsins, þar sem alþjóðaflugvöllur heitir í höfuðið á tónskáldi, Tom Jobim. En þá gleymdi ég flugvellinum í Liverpool, sem hefur síðan 2002 heitið í höfuðið á John Lennon, og leiðréttist það hér með. Brown var vörubílstjórasonur og verklýðsforingi og sat á þingi fyrir Verkamannaflokkinn 1945-70. Hvílíkur sjór af sögum. Hann sagði mikil brögð að kvennafari og fylliríi í brezka þinginu, en hann hefði sjálfur aldrei stundað fyrr nefnt, harðgiftur maðurinn, konan hans hét Soffía, þau giftust 1937. Hann reyndi ekki að leyna heitum tilfinningum, sem helguðust aðallega af umhyggju fyrir fátæku fólki. Hann lýsti fyrir okkur slítandi átakafundum í verklýðsfélögunum og flokknum, sem tóku svo á hann, að hann varð að fá sér sjúss og annan sjúss og einn sjúss enn og fara síðan heim og spila Chopin of nóttina til að komast aftur í jafnvægi, sem leiðir mig að annarri yfirsjón í greininni minni fyrir viku: flugvöllurinn í Varsjá heitir í höfuðið á Frédéric Chopin, það leiðréttist hér með; ég hef aldrei komið til Póllands. Ég gleymi ekki orðum, sem Brown lét falla í fyrirlestrinum: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Helmingaskipti vörðuðu veginnFortakslaus lýðræðisboðskapur Browns á brýnt erindi við Íslendinga eins og sakir standa. Allir máttu vita, hvernig í pottinn var búið í bönkunum. Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir höfðu skipt atvinnulífinu á milli sín frá því fyrir stríð: þeir tóku umboðið fyrir Coca-Cola, framsókn tók einnig General Motors, og höfðu heiðarlegir menn utan flokkanna þó áður tryggt sér bæði þessi umboð, en þau voru höfð af þeim með svikabrögðum, sem nauðsyn ber til að fjalla um á prenti innan tíðar. Það kostaði ekki mikið að sætta hina flokkana við þetta fyrirkomulag; fulltrúar þeirra fengu að sitja til dæmis í bankaráðum. Bankastjórar lánuðu vinveittum fyrirtækjum og einstaklingum og hver öðrum við vildarkjörum, og um þetta var ekki skrifaður stafur nema helzt í Þjóðviljann. Lýsingarnar á ástandinu lifðu í munnmælum, sem Morgunblaðið og Tíminn kölluðu kommúnistaáróður og róg.Þetta var arfleifð gömlu bankanna handa nýjum eigendum eftir einkavæðingu. Þess vegna var helmingaskiptaflokkunum svo mjög í mun að selja bankana í hendur manna í „talsambandi" við flokkana eins og því var lýst úr návígi. Nú voru nýir tímar, ódýrt erlent lánsfé flæddi inn í landið, og eigendum og stjórnendum bankanna og vinum þeirra á vettvangi stjórnmálanna héldu engin bönd. Hverjir skyldu hafa tekið að sér að kveða niður ítrekuð varnaðarorð um glannalegar lántökur bankanna? Viðskiptaráð greiddi morð fjár fyrir tvær hvítþvottarskýrslur um bankana, og ráðherrar hjálpuðu til við þvottabrettin allar götur fram að hruni. Almenningur horfir agndofa á hneykslin hrannast upp, þar á meðal skýrar vísbendingar um refsiverða háttsemi og tilraunir til yfirhylmingar. Bankamennirnir syngja hver um annan með því að leka lánabókum bankanna og öðrum óþægilegum leyndarmálum í fjölmiðla.Ríkisstjórnin hefur ekki hirt um að marka sér skýra stöðu við hlið fólksins í landinu gegn ábyrgðarmönnum hrunsins. Hún heldur áfram að hegða sér að ýmsu leyti eins og máttvana handbendi þeirra, sem lögðu bankana og efnahagslífið í rúst. Þessu ástandi getur fólkið í landinu ekki unað nema skamma hríð. Leikreglur lýðræðisinsRíkisstjórnin virðist lömuð af ótta. Við hvað? Hún gerir sér til dæmis enn að góðu mannskapinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi til forustu fyrir lögreglunni og til rannsóknar bankahrunsins eins og til að tryggja, að sem minnst kæmi út úr henni. Ríkisstjórnin hreyfir hvorki legg né lið, þótt landið sé nánast löggæzlulaust og glæpagengi láti greipar sópa um heimili fólks.Ef stjórnin teflir frá sér trausti fólksins, sýnist fullreynt, að stjórnmálastéttin er ófær um að leiða Ísland út úr ógöngunum, sem hún ásamt öðrum leiddi landið í. Þá reynir á leikreglur lýðræðisins. Þær eru ófrávíkjanlegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Þetta var sumarið 1971. George Brown, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, var á Íslandi að halda fyrirlestur, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir það, að ég hitti hann heima hjá foreldrum mínum, var heima í leyfi, bjó í Manchester, þar sem Brown þekkti hverja þúfu líkt og í Liverpool, sem gefur mér tilefni til að gangast við villu í grein minni hér á þessum stað fyrir viku, þegar ég lýsti Brasilíu sem eina landi heimsins, þar sem alþjóðaflugvöllur heitir í höfuðið á tónskáldi, Tom Jobim. En þá gleymdi ég flugvellinum í Liverpool, sem hefur síðan 2002 heitið í höfuðið á John Lennon, og leiðréttist það hér með. Brown var vörubílstjórasonur og verklýðsforingi og sat á þingi fyrir Verkamannaflokkinn 1945-70. Hvílíkur sjór af sögum. Hann sagði mikil brögð að kvennafari og fylliríi í brezka þinginu, en hann hefði sjálfur aldrei stundað fyrr nefnt, harðgiftur maðurinn, konan hans hét Soffía, þau giftust 1937. Hann reyndi ekki að leyna heitum tilfinningum, sem helguðust aðallega af umhyggju fyrir fátæku fólki. Hann lýsti fyrir okkur slítandi átakafundum í verklýðsfélögunum og flokknum, sem tóku svo á hann, að hann varð að fá sér sjúss og annan sjúss og einn sjúss enn og fara síðan heim og spila Chopin of nóttina til að komast aftur í jafnvægi, sem leiðir mig að annarri yfirsjón í greininni minni fyrir viku: flugvöllurinn í Varsjá heitir í höfuðið á Frédéric Chopin, það leiðréttist hér með; ég hef aldrei komið til Póllands. Ég gleymi ekki orðum, sem Brown lét falla í fyrirlestrinum: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Helmingaskipti vörðuðu veginnFortakslaus lýðræðisboðskapur Browns á brýnt erindi við Íslendinga eins og sakir standa. Allir máttu vita, hvernig í pottinn var búið í bönkunum. Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir höfðu skipt atvinnulífinu á milli sín frá því fyrir stríð: þeir tóku umboðið fyrir Coca-Cola, framsókn tók einnig General Motors, og höfðu heiðarlegir menn utan flokkanna þó áður tryggt sér bæði þessi umboð, en þau voru höfð af þeim með svikabrögðum, sem nauðsyn ber til að fjalla um á prenti innan tíðar. Það kostaði ekki mikið að sætta hina flokkana við þetta fyrirkomulag; fulltrúar þeirra fengu að sitja til dæmis í bankaráðum. Bankastjórar lánuðu vinveittum fyrirtækjum og einstaklingum og hver öðrum við vildarkjörum, og um þetta var ekki skrifaður stafur nema helzt í Þjóðviljann. Lýsingarnar á ástandinu lifðu í munnmælum, sem Morgunblaðið og Tíminn kölluðu kommúnistaáróður og róg.Þetta var arfleifð gömlu bankanna handa nýjum eigendum eftir einkavæðingu. Þess vegna var helmingaskiptaflokkunum svo mjög í mun að selja bankana í hendur manna í „talsambandi" við flokkana eins og því var lýst úr návígi. Nú voru nýir tímar, ódýrt erlent lánsfé flæddi inn í landið, og eigendum og stjórnendum bankanna og vinum þeirra á vettvangi stjórnmálanna héldu engin bönd. Hverjir skyldu hafa tekið að sér að kveða niður ítrekuð varnaðarorð um glannalegar lántökur bankanna? Viðskiptaráð greiddi morð fjár fyrir tvær hvítþvottarskýrslur um bankana, og ráðherrar hjálpuðu til við þvottabrettin allar götur fram að hruni. Almenningur horfir agndofa á hneykslin hrannast upp, þar á meðal skýrar vísbendingar um refsiverða háttsemi og tilraunir til yfirhylmingar. Bankamennirnir syngja hver um annan með því að leka lánabókum bankanna og öðrum óþægilegum leyndarmálum í fjölmiðla.Ríkisstjórnin hefur ekki hirt um að marka sér skýra stöðu við hlið fólksins í landinu gegn ábyrgðarmönnum hrunsins. Hún heldur áfram að hegða sér að ýmsu leyti eins og máttvana handbendi þeirra, sem lögðu bankana og efnahagslífið í rúst. Þessu ástandi getur fólkið í landinu ekki unað nema skamma hríð. Leikreglur lýðræðisinsRíkisstjórnin virðist lömuð af ótta. Við hvað? Hún gerir sér til dæmis enn að góðu mannskapinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn valdi til forustu fyrir lögreglunni og til rannsóknar bankahrunsins eins og til að tryggja, að sem minnst kæmi út úr henni. Ríkisstjórnin hreyfir hvorki legg né lið, þótt landið sé nánast löggæzlulaust og glæpagengi láti greipar sópa um heimili fólks.Ef stjórnin teflir frá sér trausti fólksins, sýnist fullreynt, að stjórnmálastéttin er ófær um að leiða Ísland út úr ógöngunum, sem hún ásamt öðrum leiddi landið í. Þá reynir á leikreglur lýðræðisins. Þær eru ófrávíkjanlegar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun