Svartur dagur í Bandaríkjunum 17. febrúar 2009 21:00 Mynd úr safni Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsvert verðfall varð á bandarískum hlutabréfamarkaði kvöld en fjárfestar hafa efasemdir um að björgunaraðgerðir stjórnvalda dugi til að spyrna fótum við kreppunni. Associated Press-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum í fjármálageiranum að dugi björgunaraðgerðirnar ekki til sé ljóst að tíminn einn muni að lokum binda endi á efnahagsþrengingarnar og verði því mjög erfitt að spá fyrir um hvenær efnahagslífið snúi til betri vegar. Litlu virðist hafa skipt, þótt Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi staðfest björgunarpakka ríkisstjórnarinnar, sem Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku. Björgunarpakkanum, sem hljóðar upp á 787 milljarða Bandaríkjadala, er ætlað að hleypa lífi í bandarísk efnahagslíf. Helstu áhyggjur manna vestanhafs snúa að bílarisunum General Motors og Chrysler sem bæði áttu að reiða fram endurskoðaða rekstraráætlun í dag. Í áætluninni átti að koma fram hvort fyrirtæki sjái fram á að greiða til baka þau neyðarlán sem hið opinbera hefur sett inn á reikninga fyrirtækjanna til að forða þeim frá þroti. Enn lá ekki fyrir í kvöld hvort rekstraráætlunin liggi á borði yfirvalda. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,79 prósent. Vísitalan endaði í 7552 stigum. Þá féll S&P 500-vísitalan um um 4,56 prósent og endaði hún í 789 stigum. Báðar vísitölurnar hafa ekki verið lægri síðan seint í nóvember í fyrra en þá höfðu þær fallið hratt í kjölfar gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers rétt rúmum tveimur mánuðum áður.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira