Taumhald á skepnum Jón Kaldal skrifar 28. ágúst 2009 11:04 Sú kenning hefur verið viðruð af og til undanfarna mánuði að í raun hafi ekkert verið að umgjörð viðskiptalífsins á Íslandi heldur hafi óvandaðir menn orðið þar of áhrifamiklir. Til þeirra megi rekja hrunið. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er meðal þeirra sem hafa verið á þessum slóðum eftir skellinn mikla. Hugmyndin um góða kapítalista og vonda kapítalista er þó alls ekki ný uppfinning. Það þurfti ekki kerfishrun til þess að kveikja vangaveltur um innræti þeirra sem sýsla með fé og önnur verðmæti. Fyrir um fjórum árum vék Matthías Johannessen til dæmis að þessum pælingum í merkilegri grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem viðfangsefnið var skynjun hans á samtímanum. Skáldið og ritstjórinn fyrrverandi sá ýmis merki um hnignun frá því sem áður var. Honum fannst meðal annars ekki mikið koma til nýju kapítalistanna sem voru komnir í aðalhlutverkin í viðskiptalífinu, einhverjir á kostnað þeirra gömlu, sem Matthías þekkti og vann fyrir suma. Þeir gömlu voru "gott auðvald" eins og hann orðaði það. Í reynd var þetta gamla auðvald þó hreint ekkert sérstakt. Innan við tveimur árum eftir að grein Matthíasar birtist var búið að dæma nokkur af helstu fyrirtækjum gamla auðvaldsins fyrir stórfellt svindl á almenningi um langt árabil. Þetta voru olíufélögin og Eimskipafélagið, en um brot síðarnefnda félagsins sagði Samkeppniseftirlitið að þau hefðu verið "alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samfélagslegu tjóni," Eftir atburði og fréttaflutning undanfarinna mánaða vitum við að nýju kapítalistarnir voru örugglega ekki framför frá þeim gömlu. Það þarf ekki að kafa djúpt í bollaleggingar Hannesar og Matthíasar til þess að átta sig á því að hugmyndin um góða og vonda kapítalista snýst fyrst og fremst um hvaða kapítalistar eru í mínu liði og hvaða kapítalistar eru í hinu liðinu. Sannleikurinn er sá að það er barnaskapur að gera ráð fyrir því að það séu til góðir kapítalistar. Þar með er alls ekki verið að segja að þeir séu allir vondir. En reynslan, og hún er dýru verði keypt, segir okkur að þjóðfélagið hefur ekki efni á því að gera ráð fyrir öðru í umgjörðinni með athafnalífinu, en að sumir svífist einskis til að græða sem allra mest, jafnvel fara út fyrir ramma laganna. Græðgin er góð er frægur frjálshyggjufrasi. Það er margt til í þessu. Það er drifkraftur í græðgi. Hún getur ýtt undir frumkvæði og verðmætasköpun. Einstaklingar eru til dæmis miklu líklegri til að kynna nýjar uppfinningar, sem þeir vilja græða á, heldur en hið opinbera. Vandinn er sá að græðgin getur gert menn að skepnum. Þetta gleymdist í því sem fjármálaráðherra Noregs hefur kallað frjálshyggjutilraun Íslendinga. Það vantaði girðingarnar og eftirlitið. Ef sá viðbúnaður hefði verið betri væri Ísland örugglega í allt annarri stöðu. Því skepnur er nýtilegar til margra hluta. Þar á meðal að draga vagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Sú kenning hefur verið viðruð af og til undanfarna mánuði að í raun hafi ekkert verið að umgjörð viðskiptalífsins á Íslandi heldur hafi óvandaðir menn orðið þar of áhrifamiklir. Til þeirra megi rekja hrunið. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er meðal þeirra sem hafa verið á þessum slóðum eftir skellinn mikla. Hugmyndin um góða kapítalista og vonda kapítalista er þó alls ekki ný uppfinning. Það þurfti ekki kerfishrun til þess að kveikja vangaveltur um innræti þeirra sem sýsla með fé og önnur verðmæti. Fyrir um fjórum árum vék Matthías Johannessen til dæmis að þessum pælingum í merkilegri grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem viðfangsefnið var skynjun hans á samtímanum. Skáldið og ritstjórinn fyrrverandi sá ýmis merki um hnignun frá því sem áður var. Honum fannst meðal annars ekki mikið koma til nýju kapítalistanna sem voru komnir í aðalhlutverkin í viðskiptalífinu, einhverjir á kostnað þeirra gömlu, sem Matthías þekkti og vann fyrir suma. Þeir gömlu voru "gott auðvald" eins og hann orðaði það. Í reynd var þetta gamla auðvald þó hreint ekkert sérstakt. Innan við tveimur árum eftir að grein Matthíasar birtist var búið að dæma nokkur af helstu fyrirtækjum gamla auðvaldsins fyrir stórfellt svindl á almenningi um langt árabil. Þetta voru olíufélögin og Eimskipafélagið, en um brot síðarnefnda félagsins sagði Samkeppniseftirlitið að þau hefðu verið "alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samfélagslegu tjóni," Eftir atburði og fréttaflutning undanfarinna mánaða vitum við að nýju kapítalistarnir voru örugglega ekki framför frá þeim gömlu. Það þarf ekki að kafa djúpt í bollaleggingar Hannesar og Matthíasar til þess að átta sig á því að hugmyndin um góða og vonda kapítalista snýst fyrst og fremst um hvaða kapítalistar eru í mínu liði og hvaða kapítalistar eru í hinu liðinu. Sannleikurinn er sá að það er barnaskapur að gera ráð fyrir því að það séu til góðir kapítalistar. Þar með er alls ekki verið að segja að þeir séu allir vondir. En reynslan, og hún er dýru verði keypt, segir okkur að þjóðfélagið hefur ekki efni á því að gera ráð fyrir öðru í umgjörðinni með athafnalífinu, en að sumir svífist einskis til að græða sem allra mest, jafnvel fara út fyrir ramma laganna. Græðgin er góð er frægur frjálshyggjufrasi. Það er margt til í þessu. Það er drifkraftur í græðgi. Hún getur ýtt undir frumkvæði og verðmætasköpun. Einstaklingar eru til dæmis miklu líklegri til að kynna nýjar uppfinningar, sem þeir vilja græða á, heldur en hið opinbera. Vandinn er sá að græðgin getur gert menn að skepnum. Þetta gleymdist í því sem fjármálaráðherra Noregs hefur kallað frjálshyggjutilraun Íslendinga. Það vantaði girðingarnar og eftirlitið. Ef sá viðbúnaður hefði verið betri væri Ísland örugglega í allt annarri stöðu. Því skepnur er nýtilegar til margra hluta. Þar á meðal að draga vagna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun