Skrattamálarafélagið Pawel Bartoszek skrifar 20. nóvember 2009 06:00 Þrátt fyrir nafnið þá er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk í samnefndum samtökum deilir ekki. Innan raða fylkingarinnar hafa jaðar- og sérhagsmunahópar íslenskra stjórnmála sameinast, frjálshyggjumenn sem trúa á lágmarksríkið, þjóðernissinnar, gamlir Nató-andstæðingar, bændur og útvegsmenn. Þarna eru því sósíalistar sem hata Evrópusambandið fyrir hve kapítalískt það er og kapítalistar sem nýta hvert tækifæri til að líkja því við Sovétríkin; einstaka fólk sem vill fella niður tolla á landbúnaðarvörur og óttaslegnir framleiðendur þeirra. Fólk sem vill þjóðnýta kvótann og fólk sem á hann. Sameiginleg heimssýn þeirra allra er sannkölluð and-heimssýn: heimssýn um Evrópusamband án Íslands. Þetta er auðvitað hvorki sérstaklega óeðlilegt né gagnrýnivert. Ekki voru allir flugvallarandstæðingar sammála um af hverju flugvöllurinn ætti að fara og þá hvert. Nei-hópar eru í eðli sínu sundurleitar samkundur því mannskepnan er íhaldssöm og flestum dugar ein ástæða til að vera á móti breytingum en þurfa margar ástæður, helst góðar, ástæður til að verða þeim fylgjandi. Menn leitast því við að finna þessar ástæður og hamra á þeim: Mála skrattann á vegginn. Tökum til dæmis fyrir svokallað matvælaöryggi, sem heyrst hefur æ oftar í umræðunni. Telja menn virkilega að með aðild að Evrópusambandinu aukist líkur á hungursneyð? Auðvitað er það fráleitt. Matvælaöryggi er nefnilega bara annað orð yfir tolla og höft á innfluttan mat. Hvernig getur það annars verið að helsta ógnin við matvælaöryggið sé maturinn sjálfur? Matar- og hráefnisþörf Íslendinga verður nefnilega ekki mætt nema að millilandamarkaðir með þessar vörur séu opnir og frjálsir. Hvernig eigum við annars að rækta matvöru án áburðar, eldsneytis, dráttarvéla eða varahluta í þær? Það sem breytistMiðað við reynslu annarra þjóða þá mun eftir allt saman ekki svo margt breytast í lífi hins venjulega manns þegar Ísland gengur í Evrópusambandið. Það fáa sem mun það gerir mun hins vegar nær undantekningarlaust verða til hins betra. Í fyrsta lagi munu íslenskir tollverðir hætta að gramsa í farangri flugfarþega, telja vínflöskurnar og spyrjast fyrir um hvort fartölvan sé keypt á Íslandi eða ekki. Þá munu allir tollar og innflutningsbönn frá einum stærsta markaði heims falla niður og hægt verður loksins að kaupa erlendar kjöt- og mjólkurvörur í íslenskum matvöruverslunum. Val neytenda mun aukast og verð á þessum matvörum mun lækka. Reynslan erlendis frá sýnir þó að innlend framleiðsla nýtur alltaf ákveðins forskots, menn eru almennt tilbúnir að borga meira fyrir vöru sem þeir þekkja og treysta.Einhvern tímann á næsta áratug eftir inngöngu mun Ísland svo taka upp Evruna og þá mun hinu viðburðarríka ævintýri Íslands með smáa og viðkvæma mynt loksins ljúka. Minni gengisáhætta og lægri vextir, svo við minnumst nú ekki einu sinni á afnám hinna ömurlegu gjaldeyrishafta, yrðu Íslandi og Íslendingum mjög til hagsbóta. „Við getum gert þetta sjálf“Áhyggjur af því að útlendingar "ásælist íslenskar auðlindir", ótti við erlenda matvöru, andstaða við frjálst flæði verkafólks, andstaða við Schengen, torskiljanleg ódrepandi trú á íslensku krónuna og almenn tortryggni í garð erlendra "yfirráða" kristallast í hinni barnalegu en jafnframt stundum fallegu setningu: "Við getum gert þetta sjálf."Í sjálfu sér deili ég ekki á það að við Íslendingar getum gert heilmargt sjálfir. Við getum vissulega rekið okkar eigin gjaldmiðil, við getum framleitt okkar eigin matvörur, við gætum sagt upp EES-samningnum og samið okkar eigin lög um allt sem hann tekur á. Við gætum jafnvel stofnað eigin her. En þó svo að við getum gert ýmislegt þýðir það ekki endilega að við ættum að gera það. Sú hugmynd um að Ísland sjái sjálft um eigin varnir er til dæmis ekki raunsæ og tilraunin með rekstur eigin gjaldmiðils hefur ekki gengið sérlega vel.Almennt séð verður ekki séð að sú hugmyndafræði að við getum "gert þetta sjálf" sé alltaf sérstaklega raunsæ eða árangursrík. Og svo má deila um hvort hún sé sérlega falleg heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Þrátt fyrir nafnið þá er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk í samnefndum samtökum deilir ekki. Innan raða fylkingarinnar hafa jaðar- og sérhagsmunahópar íslenskra stjórnmála sameinast, frjálshyggjumenn sem trúa á lágmarksríkið, þjóðernissinnar, gamlir Nató-andstæðingar, bændur og útvegsmenn. Þarna eru því sósíalistar sem hata Evrópusambandið fyrir hve kapítalískt það er og kapítalistar sem nýta hvert tækifæri til að líkja því við Sovétríkin; einstaka fólk sem vill fella niður tolla á landbúnaðarvörur og óttaslegnir framleiðendur þeirra. Fólk sem vill þjóðnýta kvótann og fólk sem á hann. Sameiginleg heimssýn þeirra allra er sannkölluð and-heimssýn: heimssýn um Evrópusamband án Íslands. Þetta er auðvitað hvorki sérstaklega óeðlilegt né gagnrýnivert. Ekki voru allir flugvallarandstæðingar sammála um af hverju flugvöllurinn ætti að fara og þá hvert. Nei-hópar eru í eðli sínu sundurleitar samkundur því mannskepnan er íhaldssöm og flestum dugar ein ástæða til að vera á móti breytingum en þurfa margar ástæður, helst góðar, ástæður til að verða þeim fylgjandi. Menn leitast því við að finna þessar ástæður og hamra á þeim: Mála skrattann á vegginn. Tökum til dæmis fyrir svokallað matvælaöryggi, sem heyrst hefur æ oftar í umræðunni. Telja menn virkilega að með aðild að Evrópusambandinu aukist líkur á hungursneyð? Auðvitað er það fráleitt. Matvælaöryggi er nefnilega bara annað orð yfir tolla og höft á innfluttan mat. Hvernig getur það annars verið að helsta ógnin við matvælaöryggið sé maturinn sjálfur? Matar- og hráefnisþörf Íslendinga verður nefnilega ekki mætt nema að millilandamarkaðir með þessar vörur séu opnir og frjálsir. Hvernig eigum við annars að rækta matvöru án áburðar, eldsneytis, dráttarvéla eða varahluta í þær? Það sem breytistMiðað við reynslu annarra þjóða þá mun eftir allt saman ekki svo margt breytast í lífi hins venjulega manns þegar Ísland gengur í Evrópusambandið. Það fáa sem mun það gerir mun hins vegar nær undantekningarlaust verða til hins betra. Í fyrsta lagi munu íslenskir tollverðir hætta að gramsa í farangri flugfarþega, telja vínflöskurnar og spyrjast fyrir um hvort fartölvan sé keypt á Íslandi eða ekki. Þá munu allir tollar og innflutningsbönn frá einum stærsta markaði heims falla niður og hægt verður loksins að kaupa erlendar kjöt- og mjólkurvörur í íslenskum matvöruverslunum. Val neytenda mun aukast og verð á þessum matvörum mun lækka. Reynslan erlendis frá sýnir þó að innlend framleiðsla nýtur alltaf ákveðins forskots, menn eru almennt tilbúnir að borga meira fyrir vöru sem þeir þekkja og treysta.Einhvern tímann á næsta áratug eftir inngöngu mun Ísland svo taka upp Evruna og þá mun hinu viðburðarríka ævintýri Íslands með smáa og viðkvæma mynt loksins ljúka. Minni gengisáhætta og lægri vextir, svo við minnumst nú ekki einu sinni á afnám hinna ömurlegu gjaldeyrishafta, yrðu Íslandi og Íslendingum mjög til hagsbóta. „Við getum gert þetta sjálf“Áhyggjur af því að útlendingar "ásælist íslenskar auðlindir", ótti við erlenda matvöru, andstaða við frjálst flæði verkafólks, andstaða við Schengen, torskiljanleg ódrepandi trú á íslensku krónuna og almenn tortryggni í garð erlendra "yfirráða" kristallast í hinni barnalegu en jafnframt stundum fallegu setningu: "Við getum gert þetta sjálf."Í sjálfu sér deili ég ekki á það að við Íslendingar getum gert heilmargt sjálfir. Við getum vissulega rekið okkar eigin gjaldmiðil, við getum framleitt okkar eigin matvörur, við gætum sagt upp EES-samningnum og samið okkar eigin lög um allt sem hann tekur á. Við gætum jafnvel stofnað eigin her. En þó svo að við getum gert ýmislegt þýðir það ekki endilega að við ættum að gera það. Sú hugmynd um að Ísland sjái sjálft um eigin varnir er til dæmis ekki raunsæ og tilraunin með rekstur eigin gjaldmiðils hefur ekki gengið sérlega vel.Almennt séð verður ekki séð að sú hugmyndafræði að við getum "gert þetta sjálf" sé alltaf sérstaklega raunsæ eða árangursrík. Og svo má deila um hvort hún sé sérlega falleg heldur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun