Opnari staða Þorsteinn Pálsson skrifar 19. janúar 2009 06:00 Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki. Í þessu ljósi eru úrslit á þingi Framsóknarflokksins athyglisverð. þar var samþykkt með afgerandi hætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Á sama tíma var kjörinn nýr ungur formaður sem verið hefur fremur reikandi í rásinni í þeirri afstöðu. Niðurstaðan vekur efasemdir um sannfæringu flokkshjartans. Þrátt fyrir þetta og núverandi stærð Framsóknarflokksins verður að líta svo á að ákvarðanir þingsins í Evrópumálum og endurnýjun í forystu hafi opnað tiltölulega lokaða stöðu á taflborði stjórnmálanna. Hvernig úr því teflist er ekki rakið. Reynslan ein sker þar úr. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lokið endurmati á afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Dómsmálaráðherra hefur haft óumdeilda forystu fyrir þeim sem andvígir eru aðild. Af yfirlýsingum hans má ráða að hann er nokkuð viss um að þeir sem fylgja honum að málum ráði niðurstöðu komandi landsfundar. Að því gefnu að mat dómsmálaráðherra sé rétt blasa þrír ríkisstjórnarkostir við þegar kosið hefur verið að nýju síðar á þessu ári eða fyrri hluta þess næsta. Þeir kostir ráðast nokkuð af því hvort Samfylkingin breytir um stefnu og gerir aðildarumsókn að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku. Fari svo að Samfylkingin setji slíkt skilyrði er líklegast að kosið verði um hvort hún og Framsóknarflokkurinn fái meirihluta til stjórnarmyndunar eða VG og Sjálfstæðisflokkurinn. Eins og skoðanakannanir standa er líklegt að VG og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu betur. Hagnýti Framsóknarflokkurinn nýja málefnastöðu sína gætu slíkar kosningar eigi að síður orðið tvísýnar. Hinn kosturinn er að Samfylkingin setji aðildarumsókn ekki að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku og stjórnarmyndun að loknum næstu kosningum. Við þær aðstæður eru mestar líkur á að Samfylkingin og VG myndi næstu ríkisstjórn. Bakland Samfylkingarinnar horfir þangað. Það er því trúlegasta niðurstaðan. Evrópumálin fara þá væntanlega í nýjan biðleikjafarveg. Fari endurmat Sjálfstæðisflokksins á annan veg en dómsmálaráðherra reiknar með, þannig að forystan fái umboð til að sækja um aðild, opnast taflstaðan enn meir. Í kjölfar þess væri unnt að mynda nýja breiðfylkingarríkisstjórn með núverandi stjórnarflokkum, Framsóknarflokknum og hluta Frjálslynda flokksins. Hún hefði það meginhlutverk að setja umsóknarferlið af stað og ákveða brýnustu ráðstafanir til skemmri tíma. Kosningar færu eftir sem áður fram síðar í ár eða fyrir mitt næsta ár. Menn deila um hvort Evrópuumræðan á að hafa forgang fram yfir þær stóru og brýnu bráðaaðgerðir sem við blasa. Sannleikurinn er sá að stjórnmálin þurfa að gera hvort tveggja í senn að takast á við bráðavandann og leggja línur til lengri tíma. Þeir sem ekki geta glímt við tvö slík verkefni í einu hafa ekki ríkt erindi eins og aðstæður eru í íslenskum stjórnmálum. Vitaskuld geta ný framboð breytt þessari stöðumynd. Því fyrr sem kosningar verða er þó líklegt að áhrif þeirra verði minni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki. Í þessu ljósi eru úrslit á þingi Framsóknarflokksins athyglisverð. þar var samþykkt með afgerandi hætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Á sama tíma var kjörinn nýr ungur formaður sem verið hefur fremur reikandi í rásinni í þeirri afstöðu. Niðurstaðan vekur efasemdir um sannfæringu flokkshjartans. Þrátt fyrir þetta og núverandi stærð Framsóknarflokksins verður að líta svo á að ákvarðanir þingsins í Evrópumálum og endurnýjun í forystu hafi opnað tiltölulega lokaða stöðu á taflborði stjórnmálanna. Hvernig úr því teflist er ekki rakið. Reynslan ein sker þar úr. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lokið endurmati á afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Dómsmálaráðherra hefur haft óumdeilda forystu fyrir þeim sem andvígir eru aðild. Af yfirlýsingum hans má ráða að hann er nokkuð viss um að þeir sem fylgja honum að málum ráði niðurstöðu komandi landsfundar. Að því gefnu að mat dómsmálaráðherra sé rétt blasa þrír ríkisstjórnarkostir við þegar kosið hefur verið að nýju síðar á þessu ári eða fyrri hluta þess næsta. Þeir kostir ráðast nokkuð af því hvort Samfylkingin breytir um stefnu og gerir aðildarumsókn að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku. Fari svo að Samfylkingin setji slíkt skilyrði er líklegast að kosið verði um hvort hún og Framsóknarflokkurinn fái meirihluta til stjórnarmyndunar eða VG og Sjálfstæðisflokkurinn. Eins og skoðanakannanir standa er líklegt að VG og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu betur. Hagnýti Framsóknarflokkurinn nýja málefnastöðu sína gætu slíkar kosningar eigi að síður orðið tvísýnar. Hinn kosturinn er að Samfylkingin setji aðildarumsókn ekki að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku og stjórnarmyndun að loknum næstu kosningum. Við þær aðstæður eru mestar líkur á að Samfylkingin og VG myndi næstu ríkisstjórn. Bakland Samfylkingarinnar horfir þangað. Það er því trúlegasta niðurstaðan. Evrópumálin fara þá væntanlega í nýjan biðleikjafarveg. Fari endurmat Sjálfstæðisflokksins á annan veg en dómsmálaráðherra reiknar með, þannig að forystan fái umboð til að sækja um aðild, opnast taflstaðan enn meir. Í kjölfar þess væri unnt að mynda nýja breiðfylkingarríkisstjórn með núverandi stjórnarflokkum, Framsóknarflokknum og hluta Frjálslynda flokksins. Hún hefði það meginhlutverk að setja umsóknarferlið af stað og ákveða brýnustu ráðstafanir til skemmri tíma. Kosningar færu eftir sem áður fram síðar í ár eða fyrir mitt næsta ár. Menn deila um hvort Evrópuumræðan á að hafa forgang fram yfir þær stóru og brýnu bráðaaðgerðir sem við blasa. Sannleikurinn er sá að stjórnmálin þurfa að gera hvort tveggja í senn að takast á við bráðavandann og leggja línur til lengri tíma. Þeir sem ekki geta glímt við tvö slík verkefni í einu hafa ekki ríkt erindi eins og aðstæður eru í íslenskum stjórnmálum. Vitaskuld geta ný framboð breytt þessari stöðumynd. Því fyrr sem kosningar verða er þó líklegt að áhrif þeirra verði minni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun