Að kjósa hrunið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. mars 2009 06:00 Kannanir segja okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú um það bil 30% fylgi landsmanna, og virðist ýmist stærsti flokkurinn eða sá næst stærsti. Þetta er vissulega við neðri mörk fylgis þessa flokks sem yfirleitt hefur verið nær fjörutíu prósentunum, en eins og háttar er maður samt hálf hvumsa yfir öllu þessu fylgi. Jafnvel þótt það sé dyggð að bera virðingu fyrir skoðunum annars fólks og rétt að muna að allir hafa sínar ástæður fyrir því hvernig þeir kjósa að verja atkvæði sínu þá verður ekki hjá því komist að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og veru sjálfur hrunflokkurinn. Eins og málið lítur út þá er hver sá sem kýs að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt í raun og veru að greiða hruninu atkvæði sitt. Hver sá sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er þar með að segja: Ég tel að rétt hafi verið að málum staðið hér á landi í uppbyggingu efnhagslífsins fram að hruninu. Og sá sem setur x við D í komandi kosningum segir þar með: Ég tel að rétt hafi verið brugðist við í hruninu. Með því að velja Sjálfstæðisflokkinn velur maður jafnframt Davíð Oddsson sem - tja - biskup? Árna Matthiesen… hvað skyldi hann langa í? Sem útvarpsstjóra? Geir Haarde velur maður sem seðlabankastjóra. Björn Bjarnason sem hæstaréttardómara. Maður velur Baldur Guðlaugsson sem komandi yfirmann Fjármálaeftirlitsins… Maður velur mennina sem gerðu Jón Steinar að hæstaréttardómara. Og svo framvegis. Því þegar maður velur Sjálfstæðisflokkinn velur maður Flokkinn. Frændhygli hans, vinhygli og flokkshygli. Klíku-ræði hans, bekkjarbræðra-ræði og ætta-ræði. Fyrirlitningu hans á faglegum aðferðum við ákvarðanir og mannaráðningar. Geðþóttaákvarðanir sem eiga sér upphaf og endi og allar forsendur innan Flokksins. Í eðlilegu árferði fyndist manni þrjátíu prósenta fylgi þessa flokks ekki skrýtið. Sjálfstæðisflokkurinn er í mörgu tilliti okkar þjóðarflokkur eins og tíðkast í Afríku, varð til upp úr sjálfstæðisbaráttunni og var um árabil vettvangur fyrir ólík öfl samfélagsins sem þar tókust á en stóðu saman um sameiginlega hagsmuni: peninga og völd. Hann er sjálfur Kerfisflokkurinn, þar sem fólk hefur verið ráðið til starfa hjá ríkinu unnvörpum um árabil út frá tengslum sínum við hann. Áhrif hans smjúga um allt samfélagið. Hann er flokkur hins ríkjandi ástands. Viljum við ríkjandi ástand? Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn hefur fólki fundist sem það sé í einhverjum skilningi að kjósa líf sitt eins og það sé. Það sé að kjósa bílinn sinn og húsið, garðinn í kring, foreldra sína og börn, vini og eftirlætisstaði - það sé að kjósa götuna sína og landið sitt. Gott ef ekki Esjuna og sólskinið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið að sér að mynda umgjörðina um líf fólksins og hugmyndafræðina sem að baki því býr: þessa sérstöku íslensku blöndu af einstaklingshyggju og félagshyggju þar sem hver einstaklingur áskilur sér fullan rétt til að vera alveg eins og allir hinir. Og leggja hart að sér til að svo geti orðið. Það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn hefur verið fyrir drjúgum hluta landsmanna ekki ólíkt því að láta ferma sig. Bara nokkuð sem maður gerir án þess að hugsa frekar út í það - nokkuð sem allir hinir gera - nokkuð sem allir gera sem eru eins og maður sjálfur. Sjálfstæðisflokkurinn er hið trygga, vissan. En því miður: þetta er bara ekki þannig. Ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist hið ótrygga, hann er óvissan sjálf. Hann er glundroðinn. Hann er hið óábyrga afl í þjóðlífinu sem vill að við byrjum fjörið aftur. Þegar maður kýs Sjálfstæðisflokkinn er maður að kjósa kvótakerfið og óheft sukkið. Ættlausu götustrákarnir í Baugi og Kaupþingi eru Frankenstein-skrímsli sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi út í heiminn; niðurstaðan af stefnu hans, öfga-kapítalismanum. Forsenda útrásarinnar var það algjöra frjálsræði í viðskiptum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð talið grundvallaratriði í stefnu sinni, og varð til þess að hvorki Seðlabankinn í valdatíð Davíðs né Fjármálaeftirlitið beittu tækjum sínum til að hefta ofurvöxt íslensku bankanna. Og íslenskt oflæti. Íslenski draumurinn. Nýleg grein um íslenska drauminn í Vanity Fair er á margra vörum. Þar er að vísu ýmislegt vitlaust - eins og til dæmis að hneykslunarefni sé að íslensk skólabörn þekki ekki málara 19. aldar, eða klisjan um að við séum öll skyld og þekkjumst öll (hver er Stefan Alson?) eða að Björk og aðrar listir séu afurð kvótakerfisins. En margt annað er skarplegt og flott í listavel skrifaðri grein, og meginniðurstaðan eflaust rétt: hér hefur orðið gjaldþrot ríkjandi hugmyndafræði. Sá sem kýs Sjálfstæðisflokkinn greiðir atkvæði sitt hugmyndafræði sem heimurinn hlær að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Kannanir segja okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú um það bil 30% fylgi landsmanna, og virðist ýmist stærsti flokkurinn eða sá næst stærsti. Þetta er vissulega við neðri mörk fylgis þessa flokks sem yfirleitt hefur verið nær fjörutíu prósentunum, en eins og háttar er maður samt hálf hvumsa yfir öllu þessu fylgi. Jafnvel þótt það sé dyggð að bera virðingu fyrir skoðunum annars fólks og rétt að muna að allir hafa sínar ástæður fyrir því hvernig þeir kjósa að verja atkvæði sínu þá verður ekki hjá því komist að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og veru sjálfur hrunflokkurinn. Eins og málið lítur út þá er hver sá sem kýs að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt í raun og veru að greiða hruninu atkvæði sitt. Hver sá sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er þar með að segja: Ég tel að rétt hafi verið að málum staðið hér á landi í uppbyggingu efnhagslífsins fram að hruninu. Og sá sem setur x við D í komandi kosningum segir þar með: Ég tel að rétt hafi verið brugðist við í hruninu. Með því að velja Sjálfstæðisflokkinn velur maður jafnframt Davíð Oddsson sem - tja - biskup? Árna Matthiesen… hvað skyldi hann langa í? Sem útvarpsstjóra? Geir Haarde velur maður sem seðlabankastjóra. Björn Bjarnason sem hæstaréttardómara. Maður velur Baldur Guðlaugsson sem komandi yfirmann Fjármálaeftirlitsins… Maður velur mennina sem gerðu Jón Steinar að hæstaréttardómara. Og svo framvegis. Því þegar maður velur Sjálfstæðisflokkinn velur maður Flokkinn. Frændhygli hans, vinhygli og flokkshygli. Klíku-ræði hans, bekkjarbræðra-ræði og ætta-ræði. Fyrirlitningu hans á faglegum aðferðum við ákvarðanir og mannaráðningar. Geðþóttaákvarðanir sem eiga sér upphaf og endi og allar forsendur innan Flokksins. Í eðlilegu árferði fyndist manni þrjátíu prósenta fylgi þessa flokks ekki skrýtið. Sjálfstæðisflokkurinn er í mörgu tilliti okkar þjóðarflokkur eins og tíðkast í Afríku, varð til upp úr sjálfstæðisbaráttunni og var um árabil vettvangur fyrir ólík öfl samfélagsins sem þar tókust á en stóðu saman um sameiginlega hagsmuni: peninga og völd. Hann er sjálfur Kerfisflokkurinn, þar sem fólk hefur verið ráðið til starfa hjá ríkinu unnvörpum um árabil út frá tengslum sínum við hann. Áhrif hans smjúga um allt samfélagið. Hann er flokkur hins ríkjandi ástands. Viljum við ríkjandi ástand? Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn hefur fólki fundist sem það sé í einhverjum skilningi að kjósa líf sitt eins og það sé. Það sé að kjósa bílinn sinn og húsið, garðinn í kring, foreldra sína og börn, vini og eftirlætisstaði - það sé að kjósa götuna sína og landið sitt. Gott ef ekki Esjuna og sólskinið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið að sér að mynda umgjörðina um líf fólksins og hugmyndafræðina sem að baki því býr: þessa sérstöku íslensku blöndu af einstaklingshyggju og félagshyggju þar sem hver einstaklingur áskilur sér fullan rétt til að vera alveg eins og allir hinir. Og leggja hart að sér til að svo geti orðið. Það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn hefur verið fyrir drjúgum hluta landsmanna ekki ólíkt því að láta ferma sig. Bara nokkuð sem maður gerir án þess að hugsa frekar út í það - nokkuð sem allir hinir gera - nokkuð sem allir gera sem eru eins og maður sjálfur. Sjálfstæðisflokkurinn er hið trygga, vissan. En því miður: þetta er bara ekki þannig. Ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist hið ótrygga, hann er óvissan sjálf. Hann er glundroðinn. Hann er hið óábyrga afl í þjóðlífinu sem vill að við byrjum fjörið aftur. Þegar maður kýs Sjálfstæðisflokkinn er maður að kjósa kvótakerfið og óheft sukkið. Ættlausu götustrákarnir í Baugi og Kaupþingi eru Frankenstein-skrímsli sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi út í heiminn; niðurstaðan af stefnu hans, öfga-kapítalismanum. Forsenda útrásarinnar var það algjöra frjálsræði í viðskiptum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð talið grundvallaratriði í stefnu sinni, og varð til þess að hvorki Seðlabankinn í valdatíð Davíðs né Fjármálaeftirlitið beittu tækjum sínum til að hefta ofurvöxt íslensku bankanna. Og íslenskt oflæti. Íslenski draumurinn. Nýleg grein um íslenska drauminn í Vanity Fair er á margra vörum. Þar er að vísu ýmislegt vitlaust - eins og til dæmis að hneykslunarefni sé að íslensk skólabörn þekki ekki málara 19. aldar, eða klisjan um að við séum öll skyld og þekkjumst öll (hver er Stefan Alson?) eða að Björk og aðrar listir séu afurð kvótakerfisins. En margt annað er skarplegt og flott í listavel skrifaðri grein, og meginniðurstaðan eflaust rétt: hér hefur orðið gjaldþrot ríkjandi hugmyndafræði. Sá sem kýs Sjálfstæðisflokkinn greiðir atkvæði sitt hugmyndafræði sem heimurinn hlær að.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun