Dómur sögunnar Jón Kaldal skrifar 27. maí 2009 06:00 Í þessari viku hafa tveir menn gert að umtalsefni þátt einkavæðingar bankanna í hruni efnahagslífsins. Annar er innanbúðarmaður í íslensku efnahagslífi í áratugi, hinn erlendur sérfræðingur og gestur í landinu. Báðir komast að sömu niðurstöðu. Margt af því sem helst fór úrskeiðis í viðskiptalífinu tengist með beinum hætti einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma. Þetta eru ekki fyrstu mennirnir sem vilja líta aftur til einkavæðingar bankanna sem upphafið að endalokum bankakerfisins, og örugglega ekki þeir síðustu. Það er hins vegar full ástæða til að halda orðum þeirra rækilega til haga og draga af þeim mikilvægan lærdóm um það hvernig á ekki að standa að verki. Fyrrnefndi maðurinn er Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eimskip. Í nýrri bók gengur hann svo langt að fullyrða að „upphaf efnahagshruns þjóðarinnar" megi rekja til einkavæðingar bankanna. Í kjölfarið hafi orðið sú breyting í viðskiptaumhverfi landsins að lánastofnanir og eigendur þeirra urðu í mörgum tilvikum bæði stórir hluthafar og stórir lánveitendur í fyrirtækjum. Það hafi reynst banvæn blanda. Hinn síðarnefndi er Svíinn Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins. Hann komst svo að orði í viðtali að eftir einkavæðingu hafi bankarnir byrjað að kaupa fyrirtæki úti um allt, innanlands og utan. Sagðist hann ekki vita um nein sambærileg dæmi. Afleiðingin varð gríðarleg en innistæðulaus þensla í hagkerfinu. Nauðsynlegt er að færa til bókar að hvorugur gagnrýnir að bönkunum hafi verið komið úr eigu ríkisins. Málið snýst um hvernig að því verki var staðið og hvaða umgjörð var sköpuð í framhaldinu. Eða réttara sagt láðist að skapa með því að styrkja regluverk um fjármálastofnanir og eftirlit með þeim. Aðferðafræðin og sjónarmiðin að baki einkavæðingu gömlu ríkisbankanna eru því miður lýsandi fyrir það óheilbrigða viðskiptaumhverfi sem ríkti á Íslandi um árabil í skjóli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir voru fulltrúar þessara flokka í ráðherranefnd sem tók ráðin af framkvæmdanefnd um einkavæðingu og ákvað hverjir ættu að fá að eignast Búnaðarbankann og Landsbankann. Skyndilega var horfið frá skynsamlegum hugmyndum um að mikilvægt væri að eignarhaldi í bönkunum yrði dreift svo þeir yrðu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalífinu. Í staðinn voru handvaldir menn sem tengdust þessum flokkum. Í grein um Davíð Oddsson, í bókinni Forsætisráðherrar Íslands, færir Styrmir Gunnarsson rök fyrir því að ástæðan fyrir kúvendingu Davíðs frá dreifðu eignarhaldi hafi verið vilji hans til að skapa mótvægi við þá ógn sem hann sá þá stafa frá Íslandsbanka. Þetta er örugglega rétt mat hjá Styrmi. Þetta varð hins vegar til þess að allir stærstu bankar landsins urðu meira eða minna eins. Í þröngu eignarhaldi, áhættusæknir og hagsmunir þeirra fléttaðir rækilega saman við afkomu annarra stórra félaga í eigu sömu manna. Íslenskt hagkerfi hefði sjálfsagt þolað einn slíkan banka, en þrír kafsigldu það. Það verður ekki vikist undan dómi sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Í þessari viku hafa tveir menn gert að umtalsefni þátt einkavæðingar bankanna í hruni efnahagslífsins. Annar er innanbúðarmaður í íslensku efnahagslífi í áratugi, hinn erlendur sérfræðingur og gestur í landinu. Báðir komast að sömu niðurstöðu. Margt af því sem helst fór úrskeiðis í viðskiptalífinu tengist með beinum hætti einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma. Þetta eru ekki fyrstu mennirnir sem vilja líta aftur til einkavæðingar bankanna sem upphafið að endalokum bankakerfisins, og örugglega ekki þeir síðustu. Það er hins vegar full ástæða til að halda orðum þeirra rækilega til haga og draga af þeim mikilvægan lærdóm um það hvernig á ekki að standa að verki. Fyrrnefndi maðurinn er Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eimskip. Í nýrri bók gengur hann svo langt að fullyrða að „upphaf efnahagshruns þjóðarinnar" megi rekja til einkavæðingar bankanna. Í kjölfarið hafi orðið sú breyting í viðskiptaumhverfi landsins að lánastofnanir og eigendur þeirra urðu í mörgum tilvikum bæði stórir hluthafar og stórir lánveitendur í fyrirtækjum. Það hafi reynst banvæn blanda. Hinn síðarnefndi er Svíinn Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins. Hann komst svo að orði í viðtali að eftir einkavæðingu hafi bankarnir byrjað að kaupa fyrirtæki úti um allt, innanlands og utan. Sagðist hann ekki vita um nein sambærileg dæmi. Afleiðingin varð gríðarleg en innistæðulaus þensla í hagkerfinu. Nauðsynlegt er að færa til bókar að hvorugur gagnrýnir að bönkunum hafi verið komið úr eigu ríkisins. Málið snýst um hvernig að því verki var staðið og hvaða umgjörð var sköpuð í framhaldinu. Eða réttara sagt láðist að skapa með því að styrkja regluverk um fjármálastofnanir og eftirlit með þeim. Aðferðafræðin og sjónarmiðin að baki einkavæðingu gömlu ríkisbankanna eru því miður lýsandi fyrir það óheilbrigða viðskiptaumhverfi sem ríkti á Íslandi um árabil í skjóli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Valgerður Sverrisdóttir voru fulltrúar þessara flokka í ráðherranefnd sem tók ráðin af framkvæmdanefnd um einkavæðingu og ákvað hverjir ættu að fá að eignast Búnaðarbankann og Landsbankann. Skyndilega var horfið frá skynsamlegum hugmyndum um að mikilvægt væri að eignarhaldi í bönkunum yrði dreift svo þeir yrðu sem hlutlausastir gagnvart viðskiptalífinu. Í staðinn voru handvaldir menn sem tengdust þessum flokkum. Í grein um Davíð Oddsson, í bókinni Forsætisráðherrar Íslands, færir Styrmir Gunnarsson rök fyrir því að ástæðan fyrir kúvendingu Davíðs frá dreifðu eignarhaldi hafi verið vilji hans til að skapa mótvægi við þá ógn sem hann sá þá stafa frá Íslandsbanka. Þetta er örugglega rétt mat hjá Styrmi. Þetta varð hins vegar til þess að allir stærstu bankar landsins urðu meira eða minna eins. Í þröngu eignarhaldi, áhættusæknir og hagsmunir þeirra fléttaðir rækilega saman við afkomu annarra stórra félaga í eigu sömu manna. Íslenskt hagkerfi hefði sjálfsagt þolað einn slíkan banka, en þrír kafsigldu það. Það verður ekki vikist undan dómi sögunnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun