Neyðarlínan Guðmundur Andri Thorsson. skrifar 23. mars 2009 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni? Í fljótu bragði kemur fátt á óvart við upplýsingarnar um styrki til stjórnmálaflokkanna: snýst þetta ekki um einhvers konar hugsjónir? Verkalýðsfélög styðja Samfylkinguna en stórfyrirtækin styðja Sjálfstæðisflokk - Framsókn fær styrki frá bílaverkstæðum og verktökum. Íslandshreyfingin naut umhverfisáhuga stöndugra einstaklinga - VG og Frjálslyndir virðast einkum fá styrki frá stuðningsfólki. Sum fyrirtæki gefa á fjórflokks-garðann. Sum styrkja bara einn flokk. Einhvers konar hugsjónir - eða kannski öllu heldur hagsmunir? Þetta snýst þegar öllu er á botninn hvolft um þá stefnu sem viðkomandi stjórnmálaflokkur fylgir og hvernig hún samrýmist hagsmunum viðkomandi styrktaraðila. En þetta snýst jafnframt um aðgang að tilteknum gæðum sem stjórnmálamenn geta auðveldað - einkum á sveitastjórnarstigi. Í því ljósi hljótum við að skoða mikinn stuðning verktaka við Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Samfylkingin á vissulega sinn skerf en það var þó einkum í skjóli fyrrgreindra flokka sem blómstruðu hin alræmdu verktakastjórnmál - þegar verktökum var hreinlega afhent skipulagsvaldið á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu með þeim hroðalegu afleiðingum sem víða blasa við, og áhöld um hvort er verra: hálfbyggð eða fullbyggð húsin... Sjálfstæðisflokkur og Framsókn saman var banvæn blanda: Sjálfsókn. Baugur studdi Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að þessu verið flokkur þeirra sem aðhyllast algjört frjálsræði peningaaflanna, algjört stjórnleysi, enda segir trúarsetning þeirra að peningar leiti ávallt þangað sem þeir eru best komnir. Fjármagnið hafi alltaf rétt fyrir sér - það sé lögmál. Mammon er með öðrum orðum óskeikull - hann er Guð. Þessum hugmyndum deila Baugsmenn með Sjálfstæðismönnum, þetta eru allt mammonistar hvað sem líður persónulegri andúð. Samband forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Baugs á undanförnum tuttugu árum er og verður heillandi ráðgáta því það byggist á þversögn. Við sáum glitta í tilvistarvanda flokksins í niðurstöðu nefndar sem ætlað var að rýna gagnrýnið í stefnu flokksins og kvað upp úr með að stefnan hefði verið rétt en fólkið hefði brugðist (kunnuglegt fyrir gamlan samferðamann kommanna). Sjálfstæðismenn virtust ekki gera sér grein fyrir einföldum sannindum: þegar maður setur í gang trylltan kapítalisma þá fær maður tryllta kapítalista. Þeir töluðu (þegar þeir voru að rústa Sparisjóðunum) um fé án hirðis, rétt eins og Sparisjóðirnir hefðu verið í tómu tjóni fram að áhlaupi braskaranna undir þessu biblíulega herópi Péturs Blöndal. Hirðarnir fundust - svo sannarlega - og hirtu féð. Síðast heyrðum við í mammonistunum þegar Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands - sem er ein virkasta kirkjudeildin þeirra - hélt því fram að hér á landi yrði áralöng stöðnun ef hinar fráleitu arðgreiðslur úr HB Granda fengju ekki að vera vísir um það sem koma skyldi í íslensku efnahagslífi. Á Íslandi hafa svokallaðir fjárfestar í raun og veru stundað nokkurs konar fjárlos enda vandfundið í veröldinni óþolinmóðara fjármagn en íslenskra auðmanna: það var svo óþolinmótt að það var eiginlega ekki til... Samkvæmt þankagangi erkiklerksins hjá Viðskiptaráðinu er forsenda framfara hér á landi sú að þetta fjárlos fái áfram að hafa sinn gang. Í næstu kosningum verður meðal annars kosið um slík sjónarmið. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki bara verið flokkur mammonista og fjárleysa. Um allt kerfið eru menn sem komist hafa í sínar stöður fyrir tilverknað Flokksins, og hafa sumir fengið að breyta fyrirtækjunum í „opinbert hlutafélag" til að þurfa nú örugglega ekki að standa neinum fulltrúum almannahagsmuna reikningsskap sinnar ráðsmennsku - heldur bara Flokknum. Þessir smáfurstar Flokksins hafa sumir látið fyrirtækin „sín" styrkja Flokkinn enda eiga þeir nokkuð undir áframhaldandi völdum hans. Fyndnasta dæmið um þetta er vitaskuld Neyðarlínan, sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjúhundruð þúsund krónur. Ekki er að efa að fyrir komandi kosningar munu rukkarar Flokksins hringja á ný í Neyðarlínuna. Oft var þörf... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni? Í fljótu bragði kemur fátt á óvart við upplýsingarnar um styrki til stjórnmálaflokkanna: snýst þetta ekki um einhvers konar hugsjónir? Verkalýðsfélög styðja Samfylkinguna en stórfyrirtækin styðja Sjálfstæðisflokk - Framsókn fær styrki frá bílaverkstæðum og verktökum. Íslandshreyfingin naut umhverfisáhuga stöndugra einstaklinga - VG og Frjálslyndir virðast einkum fá styrki frá stuðningsfólki. Sum fyrirtæki gefa á fjórflokks-garðann. Sum styrkja bara einn flokk. Einhvers konar hugsjónir - eða kannski öllu heldur hagsmunir? Þetta snýst þegar öllu er á botninn hvolft um þá stefnu sem viðkomandi stjórnmálaflokkur fylgir og hvernig hún samrýmist hagsmunum viðkomandi styrktaraðila. En þetta snýst jafnframt um aðgang að tilteknum gæðum sem stjórnmálamenn geta auðveldað - einkum á sveitastjórnarstigi. Í því ljósi hljótum við að skoða mikinn stuðning verktaka við Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Samfylkingin á vissulega sinn skerf en það var þó einkum í skjóli fyrrgreindra flokka sem blómstruðu hin alræmdu verktakastjórnmál - þegar verktökum var hreinlega afhent skipulagsvaldið á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu með þeim hroðalegu afleiðingum sem víða blasa við, og áhöld um hvort er verra: hálfbyggð eða fullbyggð húsin... Sjálfstæðisflokkur og Framsókn saman var banvæn blanda: Sjálfsókn. Baugur studdi Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að þessu verið flokkur þeirra sem aðhyllast algjört frjálsræði peningaaflanna, algjört stjórnleysi, enda segir trúarsetning þeirra að peningar leiti ávallt þangað sem þeir eru best komnir. Fjármagnið hafi alltaf rétt fyrir sér - það sé lögmál. Mammon er með öðrum orðum óskeikull - hann er Guð. Þessum hugmyndum deila Baugsmenn með Sjálfstæðismönnum, þetta eru allt mammonistar hvað sem líður persónulegri andúð. Samband forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Baugs á undanförnum tuttugu árum er og verður heillandi ráðgáta því það byggist á þversögn. Við sáum glitta í tilvistarvanda flokksins í niðurstöðu nefndar sem ætlað var að rýna gagnrýnið í stefnu flokksins og kvað upp úr með að stefnan hefði verið rétt en fólkið hefði brugðist (kunnuglegt fyrir gamlan samferðamann kommanna). Sjálfstæðismenn virtust ekki gera sér grein fyrir einföldum sannindum: þegar maður setur í gang trylltan kapítalisma þá fær maður tryllta kapítalista. Þeir töluðu (þegar þeir voru að rústa Sparisjóðunum) um fé án hirðis, rétt eins og Sparisjóðirnir hefðu verið í tómu tjóni fram að áhlaupi braskaranna undir þessu biblíulega herópi Péturs Blöndal. Hirðarnir fundust - svo sannarlega - og hirtu féð. Síðast heyrðum við í mammonistunum þegar Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands - sem er ein virkasta kirkjudeildin þeirra - hélt því fram að hér á landi yrði áralöng stöðnun ef hinar fráleitu arðgreiðslur úr HB Granda fengju ekki að vera vísir um það sem koma skyldi í íslensku efnahagslífi. Á Íslandi hafa svokallaðir fjárfestar í raun og veru stundað nokkurs konar fjárlos enda vandfundið í veröldinni óþolinmóðara fjármagn en íslenskra auðmanna: það var svo óþolinmótt að það var eiginlega ekki til... Samkvæmt þankagangi erkiklerksins hjá Viðskiptaráðinu er forsenda framfara hér á landi sú að þetta fjárlos fái áfram að hafa sinn gang. Í næstu kosningum verður meðal annars kosið um slík sjónarmið. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki bara verið flokkur mammonista og fjárleysa. Um allt kerfið eru menn sem komist hafa í sínar stöður fyrir tilverknað Flokksins, og hafa sumir fengið að breyta fyrirtækjunum í „opinbert hlutafélag" til að þurfa nú örugglega ekki að standa neinum fulltrúum almannahagsmuna reikningsskap sinnar ráðsmennsku - heldur bara Flokknum. Þessir smáfurstar Flokksins hafa sumir látið fyrirtækin „sín" styrkja Flokkinn enda eiga þeir nokkuð undir áframhaldandi völdum hans. Fyndnasta dæmið um þetta er vitaskuld Neyðarlínan, sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjúhundruð þúsund krónur. Ekki er að efa að fyrir komandi kosningar munu rukkarar Flokksins hringja á ný í Neyðarlínuna. Oft var þörf...
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun