Alvarlegur skortur á framtíðarsýn Jón Kaldal skrifar 9. apríl 2009 09:54 Sjálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könnun, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala. Var sú könnun gerð áður en tugmilljóna króna færslur FL Group og Landsbankans inn á reikninga í Valhöll komust í hámæli. Fastlega má gera ráð fyrir að þær æfingar verði Sjálfstæðisflokknum hvorki til álits- né fylgisauka. Eitt vinsælasta umræðuefnið á yfirstandandi fermingaveislutímabili hefur verið ræða Davíðs Oddsonar á landsfundinum fyrir tæpum tveimur vikum. Þar kenndi foringinn fyrrverandi öllum öðrum en sér sjálfum og flokki sínum um vonda stöðu landsins. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn fært þjóðinni nýtt umræðuefni fyrir þær fermingaveislur sem eftir eru, í sömu mund og uppistand Davíðs var orðið gamlar fréttir. Kosningaherráð flokksins hefur örugglega ekki reiknað með þessu á lokametrunum í baráttunni. Fortíðin ætlar sem sagt að reynast sjálfstæðismönnum fjötur um fót. Þeir losna ekki undan þeirri arfleið að nítján ára setu þeirra við stjórn landsins lauk með ósköpum í efnahagslífinu. Og ekki batnaði staðan eftir að kom í ljós að þeir þáðu þessa háu styrki frá tveimur af helstu þáverandi viðskiptablokkum landsins. Sérstaklega þegar haft er í huga að hrunið er ekki síst rakið til þess að stjórnvöld ákváðu að íþyngja viðskiptalífinu ekki um of með reglusetningum og eftirliti. En fortíðin er þó ekki eini vandinn sem Sjálfstæðisflokkurinn glímir við þessa dagana. Alvarlegur skortur á framtíðarsýn er ekki minna vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki vita hvað hann vill, aðeins hvað hann vill ekki. Aðild að Evrópusambandinu er þar efst á blaði. Liggur þó fyrir að meðal allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, er sú skoðun ríkjandi að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enda hafa ekki komið fram aðrar trúverðugar lausnir á jafnvægisleysi í efnahagsmálunum til lengri tíma. Eina undantekningin er LÍÚ. Þessi togstreita hlýtur að verða Sjálfstæðisflokknum erfið á næstu árum. Vissulega sýna kannanir að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn Evrópusambandsaðild þessa dagana. En út úr könnunum má líka lesa að yngra fólk er opnara fyrir Evrópu en það eldra. Í könnunum má einmitt sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir sitt harða kjarnafylgi til þessara eldri kjósenda, sem eru hvað andsnúnastir Evrópusambandsaðild. U-beygju Bjarna Benediktssonar í Evrópumálunum, í kjölfar formannskjörsins, má auðvitað rekja beint til þessarar stöðu. Ungi maðurinn, sem átti að vera fulltrúi nýja tímans, er því kominn í þá nöturlegu stöðu að vera í forystu fyrir flokk sem virðist þrá gamla tímann mest af öllu. Ekki er síður skrýtið hlutskipti þess fólks sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið en ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum framundan. Þetta eru um fjórtán þúsund manns samkvæmt nýjustu könnunum. Hollustan ristir furðulega djúpt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Sjálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könnun, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala. Var sú könnun gerð áður en tugmilljóna króna færslur FL Group og Landsbankans inn á reikninga í Valhöll komust í hámæli. Fastlega má gera ráð fyrir að þær æfingar verði Sjálfstæðisflokknum hvorki til álits- né fylgisauka. Eitt vinsælasta umræðuefnið á yfirstandandi fermingaveislutímabili hefur verið ræða Davíðs Oddsonar á landsfundinum fyrir tæpum tveimur vikum. Þar kenndi foringinn fyrrverandi öllum öðrum en sér sjálfum og flokki sínum um vonda stöðu landsins. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn fært þjóðinni nýtt umræðuefni fyrir þær fermingaveislur sem eftir eru, í sömu mund og uppistand Davíðs var orðið gamlar fréttir. Kosningaherráð flokksins hefur örugglega ekki reiknað með þessu á lokametrunum í baráttunni. Fortíðin ætlar sem sagt að reynast sjálfstæðismönnum fjötur um fót. Þeir losna ekki undan þeirri arfleið að nítján ára setu þeirra við stjórn landsins lauk með ósköpum í efnahagslífinu. Og ekki batnaði staðan eftir að kom í ljós að þeir þáðu þessa háu styrki frá tveimur af helstu þáverandi viðskiptablokkum landsins. Sérstaklega þegar haft er í huga að hrunið er ekki síst rakið til þess að stjórnvöld ákváðu að íþyngja viðskiptalífinu ekki um of með reglusetningum og eftirliti. En fortíðin er þó ekki eini vandinn sem Sjálfstæðisflokkurinn glímir við þessa dagana. Alvarlegur skortur á framtíðarsýn er ekki minna vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki vita hvað hann vill, aðeins hvað hann vill ekki. Aðild að Evrópusambandinu er þar efst á blaði. Liggur þó fyrir að meðal allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, er sú skoðun ríkjandi að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enda hafa ekki komið fram aðrar trúverðugar lausnir á jafnvægisleysi í efnahagsmálunum til lengri tíma. Eina undantekningin er LÍÚ. Þessi togstreita hlýtur að verða Sjálfstæðisflokknum erfið á næstu árum. Vissulega sýna kannanir að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn Evrópusambandsaðild þessa dagana. En út úr könnunum má líka lesa að yngra fólk er opnara fyrir Evrópu en það eldra. Í könnunum má einmitt sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir sitt harða kjarnafylgi til þessara eldri kjósenda, sem eru hvað andsnúnastir Evrópusambandsaðild. U-beygju Bjarna Benediktssonar í Evrópumálunum, í kjölfar formannskjörsins, má auðvitað rekja beint til þessarar stöðu. Ungi maðurinn, sem átti að vera fulltrúi nýja tímans, er því kominn í þá nöturlegu stöðu að vera í forystu fyrir flokk sem virðist þrá gamla tímann mest af öllu. Ekki er síður skrýtið hlutskipti þess fólks sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið en ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum framundan. Þetta eru um fjórtán þúsund manns samkvæmt nýjustu könnunum. Hollustan ristir furðulega djúpt.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun