Þýfð lögfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 12. október 2009 06:00 Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Benediktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu innistæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórnvöld sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmálamenn og nokkrir íslenskir sérfræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármálastofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undirgengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármálastofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverfingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir einstakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lögleiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Benedikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samninga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun