Landsbankinn notaði aflandsfélög til að fela slóðir 13. apríl 2010 10:29 Hér vaknar því sú spurning hvort eiginfjárhlutfall bankans hafi hækkað án raunverulegs eiginfjárframlags. Breyting á samþykktum félagsins til aukningar hlutafjárins var undirrituð 31. júlí 2007 af Björgólfi Guðmundssyni, Svöfu Grönfeldt og Þorgeiri Baldurssyni, bankaráðsmönnum í Landsbankanum. Landsbankinn kom hlutabréfum sem ætluð voru til að mæta skuldbindingum vegna kaupréttarsamninga starfsmanna fyrir í um átta aflandsfélögum og virðist það hafa verið gert í því skyni að komast hjá flöggunarskyldu.Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir að ekki verði annað séð en að öll félögin hafi í reynd lotið sömu stjórn. Þannig var t.d umboðum safnað frá stjórnum allra félaganna, sem voru í höndum lögmanna á aflandssvæðum, til að starfsmaður Landsbankans gæti farið með atkvæðarétt félaganna á aðalfundi bankans vorið 2007.Upplýsingar um þessi stjórnunarlegu yfirráð Landsbankans á félögunum komu ekki fram gagnvart fjárfestum, smærri hluthöfum og eftirlitsaðilum. Stjórnunarleg tengsl félaganna endurspeglast einnig í þeirri staðreynd að eitt félaganna, Proteus, lánaði öðru nýju systurfélagi, Kimball Associated, sem hafði ekkert eigið fé, hlutabréf sín sem tryggingu fyrir lánsfé hins nýja félags. Allt bendi til þess að reglum um flöggunarskyldu hafi ekki verið fylgt.Aflandsfélögin voru að fullu undir stjórn og fjárhagslegum yfirráðum Landsbankans og gaf bankinn út sjálfskuldarábyrgðir í sínu nafni til að ábyrgjast lán þeirra (t.d. Zimham Corp. og Empennage Inc.) hjá Kaupþingi og Glitni. Athygli vekur að Landsbankinn þurfti ekki að leggja fram sambærilega ábyrgð gagnvart Straumi en stærsti hluthafinn var hinn sami í báðum bönkum, Björgólfur Thor Björgólfsson.Um hugsanlegar ástæður að baki fyrirkomulagi þessara viðskipta kemur helst til greina að þar hafi ráðið markmið um: að stækka eiginfjárgrunn Landsbankans; að hækka verð á hlutabréfum í Landsbankanum með kaupþrýstingi sem myndaðist vegna bréfa er keypt voru á markaði; að komast hjá yfirtökuskyldu Samsonar eignarhaldsfélags vegna útgáfu kaupréttarsamninga; og komast hjá lækkun eiginfjárgrunns Landsbankans.Sem dæmi um aflandsfélögin má nefna Kargile Portfolio Inc. skráð á eyjunni Tortóla. Landsbankinn fjármagnaði sjálfur kaup félagsins á hlutabréfum alls 42,7 milljónir hluta í bankanum. Lánin voru tvö árið 2005. Fyrra lánið hljóðaði upp á rúmar 475 milljónir króna og var til tveggja ára. Lánið var á föstum 8,70% vöxtum. Síðara lánið hljóðaði upp á rúmar 50 milljónir króna og var það einnig til tveggja ára. Lánið var á föstum vöxtum sem miðuðust við 0,50% álag ofan á eins mánaðar REIBOR vexti.Tryggingar fyrir báðum lánunum voru hlutabréf í Landsbankanum, þau sömu og keypt voru. Lánin voru afgreidd á milli funda lánanefndar Landsbankans en upplýsingar um þau er að finna í fundargerðum lánanefndarinnar frá 2. febrúar og 18. maí 2005. Í desember 2006 var fjármögnun á bréfum til Kargile Portfolio Inc. komin yfir til Straums. Staða láns Straums til Kargile hinn 30. september 2008 var um 308 milljónir króna.Marcus Capital Ltd. var einnig skráð á eyjunni Tortóla. Félagið keypti 90 milljónir hluta að nafnvirði í Landsbankanum. Kaupin fjármagnaði Landsbankinn sjálfur en síðar Straumur-Burðarás. Upprunalega lánið hjá Landsbankanum var rúmur einn milljarður króna með lánstíma til tveggja ára. Það bar fasta vexti sem miðuðust við 0,5% álag ofan á eins mánaðar REIBOR.Trygging fyrir láninu voru hlutabréf í Landsbankanum, þau sömu og keypt voru. Lánið var afgreitt á milli funda lánanefndar Landsbankans en upplýsingar um það er að finna í fundargerð lánanefndarinnar frá 18. maí 2005. Færsla lánsins til Straums átti sér stað á árinu 2006. Hinn 30. september 2008 stóð lánið í tæplega 1,2 milljörðum króna.Empennage Inc. var skráð í Panama. Félagið fékk 2,5 milljarða króna lán hjá Kaupþingi í júlí 2006 með veði í 122,5 milljónum hluta í Landsbankanum. Lánið var á gjalddaga þann 30. júní 2007 en með heimild um framlengingu til 30. júní 2008. Lánið bar 10,95% fasta vexti. Staða láns Empennage 30. september 2008 var tæpir 7,9 milljarðar króna.Við frekari eftirgrennslan rannsóknarnefndar Alþingis á síðustu stigum rannsóknar sinnar kom í ljós að Landsbankinn gaf út nýtt hlutafé, alls 6,8 milljarða að markaðsvirði eða 172 milljónir að nafnvirði, í ágúst 2007 sem var 1,5% af útistandandi hlutum eftir hlutafjáraukningu.Alls voru þá útistandandi tæpir 1,2 milljarðar að nafnvirði í félaginu.Á sama tíma lánaði Kaupþing Landsbankanum fyrir þessari aukningu hlutafjár í bankanum í gegnum félagið Empennage sem keypti alls 115 milljónir að nafnverði.Hér vaknar því sú spurning hvort eiginfjárhlutfall bankans hafi hækkað án raunverulegs eiginfjárframlags. Breyting á samþykktum félagsins til aukningar hlutafjárins var undirrituð 31. júlí 2007 af Björgólfi Guðmundssyni, Svöfu Grönfeldt og Þorgeiri Baldurssyni, bankaráðsmönnum í Landsbankanum.Proteus Global Holding S.A. var skráð á eyjunni Tortóla. Proteus átti 207,9 milljónir hluta að nafnvirði í Landsbankanum sem voru fjármagnaðir af Straumi-Burðarás.Tæpir 1,4 milljarðar króna voru teknir að láni 29. september 2006 til 153 daga en með heimild til framlengingar lánstíma til 26. febrúar 2011. Lánið bar fasta 8,22% óverðtryggða ársvexti. Tryggingar fyrir láninu voru hlutabréf í Landsbankanum. Staða lánsins þann 30. september 2008 var tæplega 1,6 milljarðar króna Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Landsbankinn kom hlutabréfum sem ætluð voru til að mæta skuldbindingum vegna kaupréttarsamninga starfsmanna fyrir í um átta aflandsfélögum og virðist það hafa verið gert í því skyni að komast hjá flöggunarskyldu.Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir að ekki verði annað séð en að öll félögin hafi í reynd lotið sömu stjórn. Þannig var t.d umboðum safnað frá stjórnum allra félaganna, sem voru í höndum lögmanna á aflandssvæðum, til að starfsmaður Landsbankans gæti farið með atkvæðarétt félaganna á aðalfundi bankans vorið 2007.Upplýsingar um þessi stjórnunarlegu yfirráð Landsbankans á félögunum komu ekki fram gagnvart fjárfestum, smærri hluthöfum og eftirlitsaðilum. Stjórnunarleg tengsl félaganna endurspeglast einnig í þeirri staðreynd að eitt félaganna, Proteus, lánaði öðru nýju systurfélagi, Kimball Associated, sem hafði ekkert eigið fé, hlutabréf sín sem tryggingu fyrir lánsfé hins nýja félags. Allt bendi til þess að reglum um flöggunarskyldu hafi ekki verið fylgt.Aflandsfélögin voru að fullu undir stjórn og fjárhagslegum yfirráðum Landsbankans og gaf bankinn út sjálfskuldarábyrgðir í sínu nafni til að ábyrgjast lán þeirra (t.d. Zimham Corp. og Empennage Inc.) hjá Kaupþingi og Glitni. Athygli vekur að Landsbankinn þurfti ekki að leggja fram sambærilega ábyrgð gagnvart Straumi en stærsti hluthafinn var hinn sami í báðum bönkum, Björgólfur Thor Björgólfsson.Um hugsanlegar ástæður að baki fyrirkomulagi þessara viðskipta kemur helst til greina að þar hafi ráðið markmið um: að stækka eiginfjárgrunn Landsbankans; að hækka verð á hlutabréfum í Landsbankanum með kaupþrýstingi sem myndaðist vegna bréfa er keypt voru á markaði; að komast hjá yfirtökuskyldu Samsonar eignarhaldsfélags vegna útgáfu kaupréttarsamninga; og komast hjá lækkun eiginfjárgrunns Landsbankans.Sem dæmi um aflandsfélögin má nefna Kargile Portfolio Inc. skráð á eyjunni Tortóla. Landsbankinn fjármagnaði sjálfur kaup félagsins á hlutabréfum alls 42,7 milljónir hluta í bankanum. Lánin voru tvö árið 2005. Fyrra lánið hljóðaði upp á rúmar 475 milljónir króna og var til tveggja ára. Lánið var á föstum 8,70% vöxtum. Síðara lánið hljóðaði upp á rúmar 50 milljónir króna og var það einnig til tveggja ára. Lánið var á föstum vöxtum sem miðuðust við 0,50% álag ofan á eins mánaðar REIBOR vexti.Tryggingar fyrir báðum lánunum voru hlutabréf í Landsbankanum, þau sömu og keypt voru. Lánin voru afgreidd á milli funda lánanefndar Landsbankans en upplýsingar um þau er að finna í fundargerðum lánanefndarinnar frá 2. febrúar og 18. maí 2005. Í desember 2006 var fjármögnun á bréfum til Kargile Portfolio Inc. komin yfir til Straums. Staða láns Straums til Kargile hinn 30. september 2008 var um 308 milljónir króna.Marcus Capital Ltd. var einnig skráð á eyjunni Tortóla. Félagið keypti 90 milljónir hluta að nafnvirði í Landsbankanum. Kaupin fjármagnaði Landsbankinn sjálfur en síðar Straumur-Burðarás. Upprunalega lánið hjá Landsbankanum var rúmur einn milljarður króna með lánstíma til tveggja ára. Það bar fasta vexti sem miðuðust við 0,5% álag ofan á eins mánaðar REIBOR.Trygging fyrir láninu voru hlutabréf í Landsbankanum, þau sömu og keypt voru. Lánið var afgreitt á milli funda lánanefndar Landsbankans en upplýsingar um það er að finna í fundargerð lánanefndarinnar frá 18. maí 2005. Færsla lánsins til Straums átti sér stað á árinu 2006. Hinn 30. september 2008 stóð lánið í tæplega 1,2 milljörðum króna.Empennage Inc. var skráð í Panama. Félagið fékk 2,5 milljarða króna lán hjá Kaupþingi í júlí 2006 með veði í 122,5 milljónum hluta í Landsbankanum. Lánið var á gjalddaga þann 30. júní 2007 en með heimild um framlengingu til 30. júní 2008. Lánið bar 10,95% fasta vexti. Staða láns Empennage 30. september 2008 var tæpir 7,9 milljarðar króna.Við frekari eftirgrennslan rannsóknarnefndar Alþingis á síðustu stigum rannsóknar sinnar kom í ljós að Landsbankinn gaf út nýtt hlutafé, alls 6,8 milljarða að markaðsvirði eða 172 milljónir að nafnvirði, í ágúst 2007 sem var 1,5% af útistandandi hlutum eftir hlutafjáraukningu.Alls voru þá útistandandi tæpir 1,2 milljarðar að nafnvirði í félaginu.Á sama tíma lánaði Kaupþing Landsbankanum fyrir þessari aukningu hlutafjár í bankanum í gegnum félagið Empennage sem keypti alls 115 milljónir að nafnverði.Hér vaknar því sú spurning hvort eiginfjárhlutfall bankans hafi hækkað án raunverulegs eiginfjárframlags. Breyting á samþykktum félagsins til aukningar hlutafjárins var undirrituð 31. júlí 2007 af Björgólfi Guðmundssyni, Svöfu Grönfeldt og Þorgeiri Baldurssyni, bankaráðsmönnum í Landsbankanum.Proteus Global Holding S.A. var skráð á eyjunni Tortóla. Proteus átti 207,9 milljónir hluta að nafnvirði í Landsbankanum sem voru fjármagnaðir af Straumi-Burðarás.Tæpir 1,4 milljarðar króna voru teknir að láni 29. september 2006 til 153 daga en með heimild til framlengingar lánstíma til 26. febrúar 2011. Lánið bar fasta 8,22% óverðtryggða ársvexti. Tryggingar fyrir láninu voru hlutabréf í Landsbankanum. Staða lánsins þann 30. september 2008 var tæplega 1,6 milljarðar króna
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira