Þættir sem skipta máli Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 23. nóvember 2010 05:00 Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun