Kirkjugrið og níðingar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. ágúst 2010 06:30 Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunnar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stundum sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúarefnum. Vissulega kemur fyrir að maður fái á tilfinninguna við jarðarfarir að líkið sé hálfgerð boðflenna í prívatsamsæti prestsins og Guðs og margir þekkja þá tilfinningu að fá engan botn í stólræðuna en vita að hún á eftir að dragast áfram í hálftíma enn; við þekkjum ótal sögur af breyskum prestum, einkum frá fyrri tíð, hvort heldur delerandi í messum í ölæði eða sankandi að sér óhæfilegum auði. Fólk veit alveg að prestar eru menn og aðeins Guð er fullkominn. Og fólk umber sína breysku presta ef þeir þykja standa sig vel í öðrum greinum starfsins. Fólk ber virðingu fyrir starfinu - svona fyrirfram. Presturinn hefur svo að segja bréf upp á að vera góðmenni. Og hann hefur vald á Orðinu. Andköf vikunnar?Dómharka og refsigleði er áberandi um þessar mundir í opinberri umræðu, og menn í valdastöðum þurfa að gæta orða sinna eins og lögreglumaður mátti reyna á dögunum þegar hann fór yfir strikið í ummælum um fórnarlömb kynferðisbrota: hann hefði ef til vill komist upp með svona tal fyrir fimm eða tíu árum, en ekki lengur. Og nú er það kirkjan.Í fljótu bragði kann hneykslunaraldan vegna kirkjunnar að verka svolítið einkennilega á mann og ýmsir gætu freistast til að ranghvolfa augunum af þreytu á þessari sífelldu vandlætingu. Stundum finnst manni andlegt ástand í samfélaginu eins og Henging vikunnar - Andköf dagsins - Skotmark ágústmánaðar.En málið er ekki alveg svo einfalt að maður geti afgreitt það með þessum hætti. Hneykslisefnin eru raunveruleg. Eitt er vitaskuld sú hugmynd síra Geirs Waage að hér sé enn katólskur siður og fólk stundi skriftir - maður þarf eiginlega að skreppa í Reykholt til að vita hvort hann flytur messur sínar á latínu. Það segir sig vitaskuld sjálft að fólk verður að geta treyst sálusorgara sínum fyrir syndum sínum en hitt segir sig eiginlega líka sjálft að prestum ber að fara að landslögum og sumir glæpir eru svo óheyrilegir að þagnarskyldan víkur fyrir því heiti prestsins að standa ávallt með þeim sem minna mega sín: sá sem vinnur börnum miska hefur fyrirgert rétti sínum til trúnaðar. Fram í ljósiðÁ sínum tíma hrökklaðist Ólafur Skúlason úr embætti vegna ásakana um að hafa misnotað vald preststarfsins og leitað á konur sem höfðu komið á hans fund í leit að þeirri sálgæslu sem fólk heldur fyrirfram að það megi vænta hjá presti. Þótt Ólafur hafi verið knúinn til að segja af sér þá voru viðbrögð kirkjunnar engu að síður fálmkennd og virtust einkennast af hálfvelgju og löngun til að þegja um „svona hluti". Það áttu eftir að líða mörg ár uns kirkjan bað þær konur afsökunar sem fyrir þessu urðu, en þegar það gerðist var það í rauninni of seint og of veikt því að enn skelfilegri ásakanir á hendur biskupnum fyrrverandi voru þá þegar að koma fram án þess að kirkjan hefði einurð til að takast á við þær. Kirkjuráð virðist ekki hafa treyst sér til að taka á móti Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur fyrr en það var knúið til þess af fjölmiðlum. Og Karli Sigurbjörnssyni hefur ekki tekist að bregðast þannig við þessum upplýsingum að fólk sætti sig almennt við það.Þegar Karl vísar til hins æðsta dómstigs í málum fyrirrennara síns í embætti þá er það svar til þess fallið að drepa málinu á dreif því að hér er um að ræða raunverulegt samfélagsmein, hér þessa heims, sem hefur verið þaggað niður en þarf að tala um - samfélagsmein sem hefur grafið um sig innan kirkjunnar. Og þegar Karl segir að hver maður sé saklaus uns sekt sé sönnuð og viðkomandi sé nú látinn þá talar hann eins og verjandi í sakamáli en ekki eins og biskup þjóðarinnar. Með slíku tali dregur hann kjarkinn úr fórnarlömbum kynferðisofbeldis að fylgja fordæmi hinnar hugrökku konu, Guðrúnar Ebbu, að draga fram í ljósið gömul myrkraverk, en það er eina leiðin til að takast á við slíka glæpi: að sjá til þess að skíni á þá ljós heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunnar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stundum sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúarefnum. Vissulega kemur fyrir að maður fái á tilfinninguna við jarðarfarir að líkið sé hálfgerð boðflenna í prívatsamsæti prestsins og Guðs og margir þekkja þá tilfinningu að fá engan botn í stólræðuna en vita að hún á eftir að dragast áfram í hálftíma enn; við þekkjum ótal sögur af breyskum prestum, einkum frá fyrri tíð, hvort heldur delerandi í messum í ölæði eða sankandi að sér óhæfilegum auði. Fólk veit alveg að prestar eru menn og aðeins Guð er fullkominn. Og fólk umber sína breysku presta ef þeir þykja standa sig vel í öðrum greinum starfsins. Fólk ber virðingu fyrir starfinu - svona fyrirfram. Presturinn hefur svo að segja bréf upp á að vera góðmenni. Og hann hefur vald á Orðinu. Andköf vikunnar?Dómharka og refsigleði er áberandi um þessar mundir í opinberri umræðu, og menn í valdastöðum þurfa að gæta orða sinna eins og lögreglumaður mátti reyna á dögunum þegar hann fór yfir strikið í ummælum um fórnarlömb kynferðisbrota: hann hefði ef til vill komist upp með svona tal fyrir fimm eða tíu árum, en ekki lengur. Og nú er það kirkjan.Í fljótu bragði kann hneykslunaraldan vegna kirkjunnar að verka svolítið einkennilega á mann og ýmsir gætu freistast til að ranghvolfa augunum af þreytu á þessari sífelldu vandlætingu. Stundum finnst manni andlegt ástand í samfélaginu eins og Henging vikunnar - Andköf dagsins - Skotmark ágústmánaðar.En málið er ekki alveg svo einfalt að maður geti afgreitt það með þessum hætti. Hneykslisefnin eru raunveruleg. Eitt er vitaskuld sú hugmynd síra Geirs Waage að hér sé enn katólskur siður og fólk stundi skriftir - maður þarf eiginlega að skreppa í Reykholt til að vita hvort hann flytur messur sínar á latínu. Það segir sig vitaskuld sjálft að fólk verður að geta treyst sálusorgara sínum fyrir syndum sínum en hitt segir sig eiginlega líka sjálft að prestum ber að fara að landslögum og sumir glæpir eru svo óheyrilegir að þagnarskyldan víkur fyrir því heiti prestsins að standa ávallt með þeim sem minna mega sín: sá sem vinnur börnum miska hefur fyrirgert rétti sínum til trúnaðar. Fram í ljósiðÁ sínum tíma hrökklaðist Ólafur Skúlason úr embætti vegna ásakana um að hafa misnotað vald preststarfsins og leitað á konur sem höfðu komið á hans fund í leit að þeirri sálgæslu sem fólk heldur fyrirfram að það megi vænta hjá presti. Þótt Ólafur hafi verið knúinn til að segja af sér þá voru viðbrögð kirkjunnar engu að síður fálmkennd og virtust einkennast af hálfvelgju og löngun til að þegja um „svona hluti". Það áttu eftir að líða mörg ár uns kirkjan bað þær konur afsökunar sem fyrir þessu urðu, en þegar það gerðist var það í rauninni of seint og of veikt því að enn skelfilegri ásakanir á hendur biskupnum fyrrverandi voru þá þegar að koma fram án þess að kirkjan hefði einurð til að takast á við þær. Kirkjuráð virðist ekki hafa treyst sér til að taka á móti Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur fyrr en það var knúið til þess af fjölmiðlum. Og Karli Sigurbjörnssyni hefur ekki tekist að bregðast þannig við þessum upplýsingum að fólk sætti sig almennt við það.Þegar Karl vísar til hins æðsta dómstigs í málum fyrirrennara síns í embætti þá er það svar til þess fallið að drepa málinu á dreif því að hér er um að ræða raunverulegt samfélagsmein, hér þessa heims, sem hefur verið þaggað niður en þarf að tala um - samfélagsmein sem hefur grafið um sig innan kirkjunnar. Og þegar Karl segir að hver maður sé saklaus uns sekt sé sönnuð og viðkomandi sé nú látinn þá talar hann eins og verjandi í sakamáli en ekki eins og biskup þjóðarinnar. Með slíku tali dregur hann kjarkinn úr fórnarlömbum kynferðisofbeldis að fylgja fordæmi hinnar hugrökku konu, Guðrúnar Ebbu, að draga fram í ljósið gömul myrkraverk, en það er eina leiðin til að takast á við slíka glæpi: að sjá til þess að skíni á þá ljós heimsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun