Ólán í láni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 5. júlí 2010 06:00 Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardag voru fimm Rúmenar handteknir á dögunum á Seyðisfirði af árvökulli lögreglu vegna þess að þeir hugðust pranga inn á landsmenn ódýru glingri sem eðalmálmar væru. Þeir eru á tánum í löggunni gagnvart aðvífandi háska - frá Rúmeníu: fyrir nokkrum árum voru gerð upptæk málverk af grátandi börnum sem þóttu ekki standast listmat lögreglunnar til að prýða veggi íslenskra heimila. Þeir mega ekki einu sinni spila fyrir okkur á harmonikkur án þess að löggan sé mætt til að stugga við þeim, enda eru víst alls konar skalar og trillur í þessari músík þeirra sem eiga ekkert erindi við grandalausa þjóð við ysta haf. Og árlega gerir löggan upptækt glópagullið hjá þessum bragðvísu farandsölum frá Rúmeníu… „Ósýnilega höndin…“Gott til þess að vita að það sé passað upp á okkur fávísa og auðtrúa þjóð og þess gætt að við förum okkur ekki að voða í viðskiptum við óprúttna aðila.Bara að slík árvekni hefði verið til staðar þar sem hennar var þörf. Hvar voru laganna verðir þegar bankarnir buðu okkur gengistryggðu lánin meðan þeir voru að grafa undan krónunni í næsta herbergi? Hvar var lögreglan þegar bankarnir töldu okkur trú um að við hefðum efni á að kaupa íbúð þegar við höfðum það ekki - bíl, hús, pallbíl, byggja blokk, reisa hverfi, því að þeir hefðu fundið svo sniðuga hjáleið framhjá verðtryggingunni og framhjá íslensku krónunni fyrir okkur? Óhætt er að segja að eina ósýnilega höndin á svæðinu þegar þessi ósköp dundu yfir þjóðina hafi verið hinn langi armur laganna.Þessir fínu menn sem störfuðu samkvæmt páfabréfi frá Friedman og Hayek - hversu miklu skaðlegri voru þeir ekki þegar upp er staðið en glingursalar frá Rúmeníu? Hver var munurinn á glópagullinu sem bankarnir buðu okkur og því sem glingursalarnir hugðust fara með um sveitir landsins?Að vísu er hann ærinn. Glingrið kann að dofna með árunum og þar kemur að þú sérð í gegnum það rétt eins og þú uppgötvar að eftirlætisbangsinn þinn er bara klæði með tróði í. Og sú uppgötvun kann að reynast dálítið sár að djásnið reyndist gler eða pjátur eitt en það vakti þó sína ánægju og gaf eiganda sínum í þokkabót þann lærdóm að ekki er allt gull sem glóir.En hvað á að segja um glópagullið sem bankarnir prönguðu inn á grandalausan almúgann sem gert er að greiða með raunverulegum peningum - hundrað þúsund á mánuði í fimm ár í stað þeirra fimmtíu á mánuði í þrjú ár sem þér var talin trú um að greiðslan yrði? Hver refsar loddurunum sem sátu bak við skrifborð og skörtuðu öllum tiltækum vottorðum upp á áreiðanleika frá Fjármálaeftirliti og Seðlabanka? Hvar var vörður að verja okkur fyrir þeim sem töldu Íslendingum trú um að vísasti vegurinn til velgengni í lífinu væri lántaka - og því stórfenglegri sem lántakan væri, þeim mun meiri velgengnin og hamingjan?Því meira lán, því meira lán… Ætli Íslendingar séu ekki annars eina þjóðin í heiminum sem hefur sama orðið yfir gæfu og peningasölu? En lánin reyndust ólán. Það var ólán í láni.Er ekki óhætt að slá því föstu að árvekni yfirvalda í neytendavernd hér á landi gagnvart ómerkilegum pröngurum sé í öfugu hlutfalli við mikilvægið? ÓlánsmennEnn súpum við seyðið af einhverju ógurlegasta feigðarflani Íslandssögunnar: einkavæðingu bankanna. Munið heiðruðu lesendur í hvert sinn sem þið kinkið kolli yfir leiðara Morgunblaðsins eða Staksteinum: Maðurinn sem stóð fyrir einkavæðingunni og stjórnaði því hvernig hún fór fram heldur þar á penna til að þyrla upp moldviðri og koma aftur á glópagullöldinni.Á sex árum tókst prívatmönnum fyrir hans atbeina að koma á hausinn banka sem lifað hafði af heimskreppuna miklu, heimsstyrjaldirnar, hvarf síldarinnar, verðbólguárin, umsvif íslenskra athafnamanna, afskipti íslenskra stjórnmálamanna og nepótisma íslenska ættbálkasamfélagsins. Þeir voru ólánsmenn. Þeir gerðu Ísland að skuldugasta landi Evrópu og leiddu smán yfir landið. Þeir flæktu íslenskan almenning í skuldbindingar á sparifé algjörlega óviðkomandi fólks í Hollandi og Englandi. Þeir prönguðu inn á fólk fullkomlega óraunhæfum lánum og lögðu mörg líf í rúst. Þeir gerðu ekkert rétt og allt vitlaust.Þeim var sigað dýrvitlausum á okkur og enginn sem varði okkur fyrir þeim því að öll orka yfirvalda beindist að því að handsama pjátursala frá Rúmeníu. Og þannig er það greinilega enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardag voru fimm Rúmenar handteknir á dögunum á Seyðisfirði af árvökulli lögreglu vegna þess að þeir hugðust pranga inn á landsmenn ódýru glingri sem eðalmálmar væru. Þeir eru á tánum í löggunni gagnvart aðvífandi háska - frá Rúmeníu: fyrir nokkrum árum voru gerð upptæk málverk af grátandi börnum sem þóttu ekki standast listmat lögreglunnar til að prýða veggi íslenskra heimila. Þeir mega ekki einu sinni spila fyrir okkur á harmonikkur án þess að löggan sé mætt til að stugga við þeim, enda eru víst alls konar skalar og trillur í þessari músík þeirra sem eiga ekkert erindi við grandalausa þjóð við ysta haf. Og árlega gerir löggan upptækt glópagullið hjá þessum bragðvísu farandsölum frá Rúmeníu… „Ósýnilega höndin…“Gott til þess að vita að það sé passað upp á okkur fávísa og auðtrúa þjóð og þess gætt að við förum okkur ekki að voða í viðskiptum við óprúttna aðila.Bara að slík árvekni hefði verið til staðar þar sem hennar var þörf. Hvar voru laganna verðir þegar bankarnir buðu okkur gengistryggðu lánin meðan þeir voru að grafa undan krónunni í næsta herbergi? Hvar var lögreglan þegar bankarnir töldu okkur trú um að við hefðum efni á að kaupa íbúð þegar við höfðum það ekki - bíl, hús, pallbíl, byggja blokk, reisa hverfi, því að þeir hefðu fundið svo sniðuga hjáleið framhjá verðtryggingunni og framhjá íslensku krónunni fyrir okkur? Óhætt er að segja að eina ósýnilega höndin á svæðinu þegar þessi ósköp dundu yfir þjóðina hafi verið hinn langi armur laganna.Þessir fínu menn sem störfuðu samkvæmt páfabréfi frá Friedman og Hayek - hversu miklu skaðlegri voru þeir ekki þegar upp er staðið en glingursalar frá Rúmeníu? Hver var munurinn á glópagullinu sem bankarnir buðu okkur og því sem glingursalarnir hugðust fara með um sveitir landsins?Að vísu er hann ærinn. Glingrið kann að dofna með árunum og þar kemur að þú sérð í gegnum það rétt eins og þú uppgötvar að eftirlætisbangsinn þinn er bara klæði með tróði í. Og sú uppgötvun kann að reynast dálítið sár að djásnið reyndist gler eða pjátur eitt en það vakti þó sína ánægju og gaf eiganda sínum í þokkabót þann lærdóm að ekki er allt gull sem glóir.En hvað á að segja um glópagullið sem bankarnir prönguðu inn á grandalausan almúgann sem gert er að greiða með raunverulegum peningum - hundrað þúsund á mánuði í fimm ár í stað þeirra fimmtíu á mánuði í þrjú ár sem þér var talin trú um að greiðslan yrði? Hver refsar loddurunum sem sátu bak við skrifborð og skörtuðu öllum tiltækum vottorðum upp á áreiðanleika frá Fjármálaeftirliti og Seðlabanka? Hvar var vörður að verja okkur fyrir þeim sem töldu Íslendingum trú um að vísasti vegurinn til velgengni í lífinu væri lántaka - og því stórfenglegri sem lántakan væri, þeim mun meiri velgengnin og hamingjan?Því meira lán, því meira lán… Ætli Íslendingar séu ekki annars eina þjóðin í heiminum sem hefur sama orðið yfir gæfu og peningasölu? En lánin reyndust ólán. Það var ólán í láni.Er ekki óhætt að slá því föstu að árvekni yfirvalda í neytendavernd hér á landi gagnvart ómerkilegum pröngurum sé í öfugu hlutfalli við mikilvægið? ÓlánsmennEnn súpum við seyðið af einhverju ógurlegasta feigðarflani Íslandssögunnar: einkavæðingu bankanna. Munið heiðruðu lesendur í hvert sinn sem þið kinkið kolli yfir leiðara Morgunblaðsins eða Staksteinum: Maðurinn sem stóð fyrir einkavæðingunni og stjórnaði því hvernig hún fór fram heldur þar á penna til að þyrla upp moldviðri og koma aftur á glópagullöldinni.Á sex árum tókst prívatmönnum fyrir hans atbeina að koma á hausinn banka sem lifað hafði af heimskreppuna miklu, heimsstyrjaldirnar, hvarf síldarinnar, verðbólguárin, umsvif íslenskra athafnamanna, afskipti íslenskra stjórnmálamanna og nepótisma íslenska ættbálkasamfélagsins. Þeir voru ólánsmenn. Þeir gerðu Ísland að skuldugasta landi Evrópu og leiddu smán yfir landið. Þeir flæktu íslenskan almenning í skuldbindingar á sparifé algjörlega óviðkomandi fólks í Hollandi og Englandi. Þeir prönguðu inn á fólk fullkomlega óraunhæfum lánum og lögðu mörg líf í rúst. Þeir gerðu ekkert rétt og allt vitlaust.Þeim var sigað dýrvitlausum á okkur og enginn sem varði okkur fyrir þeim því að öll orka yfirvalda beindist að því að handsama pjátursala frá Rúmeníu. Og þannig er það greinilega enn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun