Juventus og Manchester City gerðu jafntefli - Kolbeinn skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2010 21:03 Adam Johnson tryggði Manchester City jafntefli í kvöld. Mynd/AP Manchester City og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni en leikið var í Manchester. Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins. Juventus komst yfir í upphafi leiks á móti Manchester City og varði síðan stigið í seinni hálfleiknum eftir að City-liðið náði að jafna fyrir hálfleik. Það munaði þó engu að Ítalirnir stælu sigrinum í lokin þegar Alessandro Del Piero átti skot beint úr aukaspyrnu í slánna og niður á línuna. Vincenzo Iaquinta kom Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu eftir að hafa fengið boltinn út á kanti og skorað með skoti af löngu færi sem hafði viðkomu í Kolo Touré varnarmanni Manchester City. Adam Johnson jafnaði leikinn á 37. mínútu eftir að Yaya Touré las flott hlaup hans og sendi lúmska sendingu í gegnum vörnina. Alex Manninger var illa staðsettur og gat lítið gert við því þegar Johnson skoraði. Manchester City er á toppnum í A-riðli með 4 stig eins og pólska liðið Lech Poznan en Pólverjarnir fylgdu á eftir jafntefli á útivelli á móti Juventus með því að vinna 2-0 sigur á RB Salzburg í gær. Hvít-Rússarnir í BATE Borisov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4-1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin. Stuttgart er með fullt hús í H-riðli eftir útisigur á Rúriki Gíslasyni og félögum í danska liðinu OB. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 1-2 tapi en þýska liðið komst í 1-0 aðeins tveimur mínútum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn útaf. Zdravko Kuzmanovic skoraði markið fyrir Stuttgart, Andreas Johansson jafnaði fyrir OB sex mínútum síðar en Martin Harnik skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Það eru alls sjö lið með fullt hús eftir tvo fyrstu leikina. FC Porto og Besiktas eru með 6 stig í L-riðli, Paris Saint-Germain FC er með 6 stig í J-riðli, FC Zenit St. Petersburg er með fullt hús í G-riðli alveg eins og CSKA Moskva í F-riðli og Sporting Lissabon í C-riðli.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld: A-riðillLech Poznan-RB Salzburg 2-0 1-0 Manuel Arboleda (47.), 2-0 Slawomir Peszko (80.) Manchester City-Juventus 1-1 0-1 Vincenzo Iaquinta (11.), 1-1 Adam Johnson (37.) B-riðillRosenborg-Aris Saloniki 2-1 1-0 Morten Moldskred (37.), 1-1 Carlos Ruiz (43.), 2-1 Rade Prica /58.)Atlético Madrid-Bayer Leverkusen 1-1 0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Simão Sabrosa (51.) C-riðillGent-Lille 1-1Sporting Lisabon-Levski Sofia 5-0 1-0 Daniel Carriço (30.), 2-0 Maniche (43.), 3-0 Diogo Salomão (53.), 4-0 Hélder Postiga (61.), 5-0 Matías Fernández (79.)D-riðill PAOK-Dinamo Zagreb 1-0 Villarreal-Club Brugge 2-1 1-0 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Ryan Donk (45.), 2-1 Javier Gonzalo Rodriguez (56.)E-riðillBATE Borisov-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Vitaliy Rodionov (5.), 2-0 Artem Kontsevoj (49.), 3-0 Renan Bressan (77.), 4-0 Edgar Olekhnovich (83.). 4-1 Kolbeinn Sigþórsson (89.). Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ. Jóhann fór útaf á 68. mínútu.Sheriff Tiraspol-Dynamo Kiev 2-0F-riðill CSKA Moskva-Sparta Prag 3-0 Palermo-Lausanne 1-0 G-riðillHajduk Split-Anderlecht 1-0 1-0 Ante Vukusic (90.+5)Zenit-AEK 4-2 H-riðillOB-Stuttgart 1-2 0-1 Zdravko Kuzmanovic (72.), 1-1 Andreas Johansson (78.), 1-2 Martin Harnik (86.). Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturnar og fór útaf í stöðunni 0-0.Young Boys-Getafe 2-0I-riðillMetalist Kharkiv-PSV 0-2 0-1 Balazs Dzsudzsak (27.), 0-2 Marcus Berg (30.)Sampdoria-Debreceni Vasutas 1-0 1-0 Giampaolo Pazzini (18.)J-riðillBorussia Dortmund-Sevilla 0-1 0-1 Luca Cigarini (45.)PSG-Karpaty Lviv 2-0K-riðillSteaua Búkarest-Napoli 3-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 2-0 Cristian Tanase (12.), 3-0 Pantelis Kapetanos (16.), 3-1 Luigi Vitale (44.), 3-2 Marek Hamsík (73.), 3-3 Edison Cavani (90.+8)Utrecht-Liverpool 0-0L-riðill CSKA Sofia-FC Porto 0-1 0-1 Falcao (16.)Rapid Vín-Besiktas 1-2 Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Manchester City og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni en leikið var í Manchester. Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins. Juventus komst yfir í upphafi leiks á móti Manchester City og varði síðan stigið í seinni hálfleiknum eftir að City-liðið náði að jafna fyrir hálfleik. Það munaði þó engu að Ítalirnir stælu sigrinum í lokin þegar Alessandro Del Piero átti skot beint úr aukaspyrnu í slánna og niður á línuna. Vincenzo Iaquinta kom Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu eftir að hafa fengið boltinn út á kanti og skorað með skoti af löngu færi sem hafði viðkomu í Kolo Touré varnarmanni Manchester City. Adam Johnson jafnaði leikinn á 37. mínútu eftir að Yaya Touré las flott hlaup hans og sendi lúmska sendingu í gegnum vörnina. Alex Manninger var illa staðsettur og gat lítið gert við því þegar Johnson skoraði. Manchester City er á toppnum í A-riðli með 4 stig eins og pólska liðið Lech Poznan en Pólverjarnir fylgdu á eftir jafntefli á útivelli á móti Juventus með því að vinna 2-0 sigur á RB Salzburg í gær. Hvít-Rússarnir í BATE Borisov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4-1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin. Stuttgart er með fullt hús í H-riðli eftir útisigur á Rúriki Gíslasyni og félögum í danska liðinu OB. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 1-2 tapi en þýska liðið komst í 1-0 aðeins tveimur mínútum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn útaf. Zdravko Kuzmanovic skoraði markið fyrir Stuttgart, Andreas Johansson jafnaði fyrir OB sex mínútum síðar en Martin Harnik skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Það eru alls sjö lið með fullt hús eftir tvo fyrstu leikina. FC Porto og Besiktas eru með 6 stig í L-riðli, Paris Saint-Germain FC er með 6 stig í J-riðli, FC Zenit St. Petersburg er með fullt hús í G-riðli alveg eins og CSKA Moskva í F-riðli og Sporting Lissabon í C-riðli.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld: A-riðillLech Poznan-RB Salzburg 2-0 1-0 Manuel Arboleda (47.), 2-0 Slawomir Peszko (80.) Manchester City-Juventus 1-1 0-1 Vincenzo Iaquinta (11.), 1-1 Adam Johnson (37.) B-riðillRosenborg-Aris Saloniki 2-1 1-0 Morten Moldskred (37.), 1-1 Carlos Ruiz (43.), 2-1 Rade Prica /58.)Atlético Madrid-Bayer Leverkusen 1-1 0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Simão Sabrosa (51.) C-riðillGent-Lille 1-1Sporting Lisabon-Levski Sofia 5-0 1-0 Daniel Carriço (30.), 2-0 Maniche (43.), 3-0 Diogo Salomão (53.), 4-0 Hélder Postiga (61.), 5-0 Matías Fernández (79.)D-riðill PAOK-Dinamo Zagreb 1-0 Villarreal-Club Brugge 2-1 1-0 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Ryan Donk (45.), 2-1 Javier Gonzalo Rodriguez (56.)E-riðillBATE Borisov-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Vitaliy Rodionov (5.), 2-0 Artem Kontsevoj (49.), 3-0 Renan Bressan (77.), 4-0 Edgar Olekhnovich (83.). 4-1 Kolbeinn Sigþórsson (89.). Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ. Jóhann fór útaf á 68. mínútu.Sheriff Tiraspol-Dynamo Kiev 2-0F-riðill CSKA Moskva-Sparta Prag 3-0 Palermo-Lausanne 1-0 G-riðillHajduk Split-Anderlecht 1-0 1-0 Ante Vukusic (90.+5)Zenit-AEK 4-2 H-riðillOB-Stuttgart 1-2 0-1 Zdravko Kuzmanovic (72.), 1-1 Andreas Johansson (78.), 1-2 Martin Harnik (86.). Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturnar og fór útaf í stöðunni 0-0.Young Boys-Getafe 2-0I-riðillMetalist Kharkiv-PSV 0-2 0-1 Balazs Dzsudzsak (27.), 0-2 Marcus Berg (30.)Sampdoria-Debreceni Vasutas 1-0 1-0 Giampaolo Pazzini (18.)J-riðillBorussia Dortmund-Sevilla 0-1 0-1 Luca Cigarini (45.)PSG-Karpaty Lviv 2-0K-riðillSteaua Búkarest-Napoli 3-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 2-0 Cristian Tanase (12.), 3-0 Pantelis Kapetanos (16.), 3-1 Luigi Vitale (44.), 3-2 Marek Hamsík (73.), 3-3 Edison Cavani (90.+8)Utrecht-Liverpool 0-0L-riðill CSKA Sofia-FC Porto 0-1 0-1 Falcao (16.)Rapid Vín-Besiktas 1-2
Evrópudeild UEFA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira