Með puttann í rassvasann Þórir Garðarsson skrifar 14. nóvember 2010 00:01 Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun