Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi 2. mars 2010 12:01 Guðbjarni Traustason. Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. Guðbjarni sem afplánar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir aðild sína að Pólstjörnumálinu svokallaða átti að koma úr dagsleyfi á laugardagskvöld en skilað sér ekki og í kjölfarið var lýst eftir honum í fjölmiðlum. Í upphafi var það lögreglan á Selfossi sem fór með málið, sem nú er komið yfir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Flestar vísbendinganna benda til þess að Guðbjarni sé á höfuðborgarsvæðinu í felum. Lögregla telur nokkuð ljóst að Guðbjarni sé ekki farinn úr landi en óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi. Þá var því haldið fram á heimasíðu Frjálslynda flokksins að Guðbjarni væri farinn til Alicante á Spáni. Heimildarmaður heimasíðunnar sagðist hafa séð Guðbjarna á kaffihúsi þar sem hann hafi rætt um för sína til Spánar. Þó lögregla telji ekki líklegt að Guðbjarni sé farinn úr landi þá hefur hann áður sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér. Guðbjarni sigldi nefnilega skútu frá Noregi til Fáskrúðsfjarðar í september árið 2007. Einnig bárust fréttir af því ekki alls fyrir löngu að Guðbjarni væri í flugnámi á Litla Hrauni. Hvort þessi reynsla nýtist honum á flóttanum, skal þó ósagt.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18 Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Lýst eftir Pólstjörnufanga Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu. 28. febrúar 2010 13:54
Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2. mars 2010 08:18
Telja pólstjörnumanninn á leiðinni til Spánar Frjálslyndi flokkurinn telur að Guðbjarni Traustason, sem lögreglan hefur leitað síðan hann skilaði sér ekki aftur á Litla Hraun, þar sem hann afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl, sé á leiðinni til Alicante. 1. mars 2010 20:38