Predator (alien) Sighvatur Björgvinsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan sagðist borgarstjóranum í Reykjavík svo frá í sjónvarpinu, að hann væri „predator“ (ísl. rándýr) og „geimvera“ (e. alien). Þar sem undirritaður er ekki jafn vel heima um geimverur og Magnús Skarphéðinsson, formaður „Hins íslenska geimverufélags“ var tekið það ráð, að leita á náðir Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, sem er handhægur nauðleitandi margra. Þar var leitað upplýsinga um hvað vitað væri um „predator (alien)“ Hvernig er sú vera? Og ekki stóð á svarinu. Samkvæmt Wikipediu er vera sú afkvæmi tveggja bræðra (Johns og Jims). Verunni er þannig lýst, að hún sé stórvaxin, hugsandi tilfinningavera í mannsmynd sem ræður yfir háþróaðri tækni svo sem virku felugervi og orkuvopnabúnaði og getur ferðast milli stjarna. Í frekari umfjöllun er verunni m.a. þannig lýst, að hún skilji sig frá mannfólkinu með hærri vexti, efra skolti eins og á skordýri og löngum, hárlíkum lufsum (ekki minnst á háralit) úr höfði sem festar eru beint við sjálfa höfuðskelina. Þó svo veran hafi lifað af langdvalir á pólsvæðum (væntanlega í leit að hvítabjörnum fyrir fjölskyldugarða) þá uni hún sér þó til muna betur í heitari loftslagi. Blóð verunnar er sagt sjálflýsandi og grænt og sjón hennar byggist á innrauðri lýsingu og næmni fyrir hitageislun. Þá er sagt frá næringarvenjum verunnar og næringarháttum hennar svo lýst að reglulega annan hvern dag þurfi hún að heimsækja sláturhús til þess að geta nærst á sláturafurðum (blóðmör og lifrarpylsu?). Nú er það svo, að undirritaðan rak í rogastans því ekki kannast ég neitt við borgarstjórann okkar af þessari lýsingu – kannast í rauninni ekki við neinn, sem þessi lýsing á við enda hef ég aldrei umgengist geimverur. Svo heppilega vildi hins vegar til að ég rakst í leit minni hjá Wikipediu á tengil yfir á annan af fjölskyldunni Wiki – þ.e. upplýsingavefinn Wiktionary. Þar kom við fyrstu skoðun upp þessi setning: „1. (simile) to be completely at a loss“ (ísl. „að vera algerlega ruglaður“). Og Wiktionary gefur á þessu eftirfarandi útskýringu: „vera eins og álfur út úr hól (Icelandic)“ Nú er heima. Nú kannast ég við minn mann. Hann er hvorki geimvera né rándýr heldur alíslenskur. Að vísu ekki nákvæmlega eins og flestir hinir Íslendingarnir sem ber fyrir augu daglega – en íslenskur samt. Svona getur gerst ef leitað er að lýsingu á sjálfum sér og farið villur vegar í Wiki-fjölskyldunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun