Allir flokkarnir tapa fylgi 31. maí 2010 06:00 Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. [email protected] Kosningar 2010 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. [email protected]
Kosningar 2010 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira