Ármann Kr. Ólafsson: Sammála og ósammála 19. maí 2010 09:28 Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.Steinunn segir að sér virðist sem frambjóðendur í Reykjavík hafi koðnað niður og talið að best væri að bregðast við lítilli eftirspurn almennings og háðsglósum Besta flokksins með því að láta lítið á sér kræla. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt lesið. Þótt umhverfið sé erfitt þá hafa flest framboð lagt í metnaðarfulla vinnu við stefnumál og eru að kynna þau.Ég veit að í Reykjavík er sjálfstæðisfólk að bera út stefnumál sín og banka upp á hjá fólki eins og í Kópavogi. Við erum stolt af því að kynna okkar stefnumál fyrir kjósendum. Hins vegar er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um stefnumál flokkanna. Ég sendi fréttatilkynningu um stefnumál sjálfstæðisfólks í Kópavogi á fjölmiðla. Hún fékk enga umfjöllun. Kastljós ríkissjónvarpsins er að gera þætti um sveitarstjórnarkosningarnar. Mér og oddvitum annarra lista hér í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins, voru úthlutaðar 30 sekúndur til að koma því að hvað væri efst á baugi í sveitarfélaginu. Er stjórnmálum og almenningi sýnd virðing með þessu? Er RÚV að rækja sitt hlutverk sem ríkissjónvarp?Hin greinin var eftir Elfi Logadóttur um fjármál Kópavogs og landakaup bæjarins sem hún segir að ekki hafi verið vandað til. Því er hægt að svara stuttlega. Bærinn varð að kaupa land undir lóðir. Þeim var úthlutað og fengu færri en vildu. Eftir hrun efnahagslífsins jukust skuldir að mestu vegna lóðaskila sem bjargaði fjárhag margra fjölskyldna en lóðirnar munu seljast aftur og skuldirnar lækka. Þær hafa þegar lækkað um tæpan milljarð frá áramótum og Samfylkingin metur fjárhag bæjarsjóðs það sterkan að undir merkjum "Kópavogsbrúar" vill hún að bærinn stofni fyrirtæki og taki lán til að hjálpa bönkunum að bjarga hálfkláruðu húsnæði sem er í eigu þeirra sjálfra. Þessi hugmynd gengur ekki upp. Bankarnir skiluðu í hagnað á síðasta ári fjórföldum skatttekjum bæjarsjóðs og þurfa enga hjálp. Það er ekki hlutverk bæjarins að stofna og reka fyrirtæki til útleigu fasteigna í samkeppni við einkaaðila.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar