Undið ofan af fínheitunum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. ágúst 2010 06:00 Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur hefur lýst því yfir að skorið verði niður í rekstri fyrirtækisins. Áætlun um niðurskurð á að liggja fyrir áður en tilkynnt verður um gjaldskrárhækkanir sem stendur til að farið verði í með haustinu. Niðurskurðurinn fer fram í kjölfar úttektar á rekstri Orkuveitunnar sem ljúka á um miðjan þennan mánuð. Það er gott að nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst vinna hlutina í þessari röð og kannski er þetta dæmi um að nýir vendir geti í mörgum tilvikum sópað best. Í frétt blaðsins í dag orðar nýr stjórnarformaður Orkuveitunnar það svo pent að segja að honum virðist reksturinn „dálítið bólginn". Þetta hefur nú mörgum þótt í gegnum tíðina því það verður að segjast eins og er að ákveðinn stórkallabragur hefur einkennt starfsemi Orkuveitunnar um allnokkurt skeið. Vera kann að fækka megi starfsfólki Orkuveitunnar. Það er þó alltaf viðkvæmt að almannafyrirtæki fari í slíkar aðgerðir á tímum þegar atvinnuleysi er meira en við höfum þekkt í áratugi hér á landi. Meðallaun upp á 470 þúsund krónur benda hins vegar til að svigrúm sé til að lækka laun innan fyrirtækisins, það er að segja laun sumra, eins og gert hefur verið víða á hinum almenna vinnumarkaði. Meðallaun innan fyrirtækisins hafa enda hækkað verulega undanfarin fjögur ár þrátt fyrir að hafa lækkað eilítið milli áranna 2008 og 2009. Ljóst er að ekki hverfa allir erfiðleikar Orkuveitunnar með því að trimma niður reksturinn því vandi hennar er jú fyrst og fremst til kominn vegna mikilla skulda í erlendri mynt en eins og stjórnarformaðurinn bendir á þá verður ekki unnið á skuldabagga veitunnar nema hvort tveggja komi til, lækkun útgjalda og hækkun tekna. Það er gott til þess að vita að nú sé rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skoðaður með gagnrýnum augum. Ekki svo að skilja að það hafi aldrei verið gert áður því ýmsir, bæði borgarfulltrúar og jafnvel stjórnarmenn í Orkuveitunni, hafa orðið til að benda á hluti sem betur mættu fara í rekstrinum. Þrátt fyrir það virðist sem lengi hafi ríkt allt að því pólitísk sátt allra flokka í borgarstjórn um nokkuð flottræfilslegan rekstur þessa borgarfyrirtækis. Það er góðra gjalda vert að standa myndarlega að rekstri þess stóra orkufyrirtækis sem Orkuveita Reykjavíkur er. Framlag hennar til ýmissa verkefna, til dæmis menningartengdra, er umtalsvert og hefur skipt miklu máli. Að sautján fastráðna starfsmenn þurfi við almannatengsl og móttöku gesta í fyrirtækinu bendir þó til að einhver slagsíða sé komin á slíka starfsemi veitufyrirtækisins. Ekki má nefnilega missa sjónar á því að grundavallarverkefni Orkuveitu Reykjavíkur hlýtur að vera að sjá neytendum sem kaupa af henni vatn og orku fyrir þessum nauðþurftum á skynsamlegu verði miðað við það að við búum hér í gósenlandi þegar kemur að bæði heitu og köldu vatni og eigum að njóta þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur hefur lýst því yfir að skorið verði niður í rekstri fyrirtækisins. Áætlun um niðurskurð á að liggja fyrir áður en tilkynnt verður um gjaldskrárhækkanir sem stendur til að farið verði í með haustinu. Niðurskurðurinn fer fram í kjölfar úttektar á rekstri Orkuveitunnar sem ljúka á um miðjan þennan mánuð. Það er gott að nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst vinna hlutina í þessari röð og kannski er þetta dæmi um að nýir vendir geti í mörgum tilvikum sópað best. Í frétt blaðsins í dag orðar nýr stjórnarformaður Orkuveitunnar það svo pent að segja að honum virðist reksturinn „dálítið bólginn". Þetta hefur nú mörgum þótt í gegnum tíðina því það verður að segjast eins og er að ákveðinn stórkallabragur hefur einkennt starfsemi Orkuveitunnar um allnokkurt skeið. Vera kann að fækka megi starfsfólki Orkuveitunnar. Það er þó alltaf viðkvæmt að almannafyrirtæki fari í slíkar aðgerðir á tímum þegar atvinnuleysi er meira en við höfum þekkt í áratugi hér á landi. Meðallaun upp á 470 þúsund krónur benda hins vegar til að svigrúm sé til að lækka laun innan fyrirtækisins, það er að segja laun sumra, eins og gert hefur verið víða á hinum almenna vinnumarkaði. Meðallaun innan fyrirtækisins hafa enda hækkað verulega undanfarin fjögur ár þrátt fyrir að hafa lækkað eilítið milli áranna 2008 og 2009. Ljóst er að ekki hverfa allir erfiðleikar Orkuveitunnar með því að trimma niður reksturinn því vandi hennar er jú fyrst og fremst til kominn vegna mikilla skulda í erlendri mynt en eins og stjórnarformaðurinn bendir á þá verður ekki unnið á skuldabagga veitunnar nema hvort tveggja komi til, lækkun útgjalda og hækkun tekna. Það er gott til þess að vita að nú sé rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skoðaður með gagnrýnum augum. Ekki svo að skilja að það hafi aldrei verið gert áður því ýmsir, bæði borgarfulltrúar og jafnvel stjórnarmenn í Orkuveitunni, hafa orðið til að benda á hluti sem betur mættu fara í rekstrinum. Þrátt fyrir það virðist sem lengi hafi ríkt allt að því pólitísk sátt allra flokka í borgarstjórn um nokkuð flottræfilslegan rekstur þessa borgarfyrirtækis. Það er góðra gjalda vert að standa myndarlega að rekstri þess stóra orkufyrirtækis sem Orkuveita Reykjavíkur er. Framlag hennar til ýmissa verkefna, til dæmis menningartengdra, er umtalsvert og hefur skipt miklu máli. Að sautján fastráðna starfsmenn þurfi við almannatengsl og móttöku gesta í fyrirtækinu bendir þó til að einhver slagsíða sé komin á slíka starfsemi veitufyrirtækisins. Ekki má nefnilega missa sjónar á því að grundavallarverkefni Orkuveitu Reykjavíkur hlýtur að vera að sjá neytendum sem kaupa af henni vatn og orku fyrir þessum nauðþurftum á skynsamlegu verði miðað við það að við búum hér í gósenlandi þegar kemur að bæði heitu og köldu vatni og eigum að njóta þess.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun