Afneitun stjórnarformanns Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. ágúst 2010 06:00 Eftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi. Eftir hrun hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem kalla má persónur og leikendur í íslenska bankahruninu; stjórnmálamanna, forsvarsmanna eftirlitsstofnana og stjórnenda bankanna. Þar bendir hver á annan. Yfirleitt keppast menn við að afneita ábyrgð fyrir sína hönd og síns kerfis. Í besta falli viðurkenna menn að þeir hefðu (hugsanlega) getað gert einhverja hluti öðruvísi en það hafi þeir ekki séð fyrr en eftir á. Meginábyrgðin liggur þó alltaf hjá öðrum en þeim sjálfum. Viðtalið við Sigurð Einarsson, fyrrum stjórnarformann Kaupþings, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag, er ekki undantekning frá þessu. Afneitun er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann við lesturinn. Sigurður leggur allt kapp á að sýna fram á að eftirlitsstofnanir brugðust í aðdraganda hrunsins. Það var þeim að kenna að bankakerfið óx og varð íslenska hagkerfinu ofviða og það var líka eftirlitsstofnunum að kenna að útlán bankanna til tengdra aðila leiddu loks til þess að engin leið var að hætta öðruvísi en að allt hryndi. Vitanlega eru stjórnvöld þegar allt kemur til alls ábyrg fyrir því sem hægt er að gera innan ramma laga og reglna. Hitt liggur þó í augum uppi að ábyrgð þeirra sem athöfnuðu sig innan meingallaðs regluverks er ekki bara til staðar heldur veruleg. Það verður að gera þá kröfu til stjórnenda fjármálastofnana að ákvarðanir þeirra séu ábyrgar fyrir hönd hluthafa þrátt fyrir að landslög geri óábyrga ákvörðun ekki endilega ólöglega. Ætla verður að Sigurður og fleiri hafi áttað sig á því meðan darraðardansinn stóð að regluverkið hélt ekki og myndi að lokum leiða til falls bankanna. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um það hvort og þá í hversu miklu umfangi lög voru brotin innan bankanna í aðdraganda bankahrunsins. Skýrsla rannsóknarnefndar bendir til að svo hafi verið og embætti sérstaks saksóknara var sérstaklega til þess stofnað að leita svara við þessari spurningu og sækja til saka þá sem taldir eru hafa brotið af sér. Sigurður gagnrýnir skýrslu rannsóknarnefndarinnar fyrir að leggja áherslu á hlut bankakerfisins í hruninu fremur en eftirlitsstofnana og stjórnkerfis. Hann hafnar því einnig algerlega að lög hafi verið brotin í Kaupþingi. Það hlýtur að vekja þá spurningu hvort stjórnendur Kaupþings og annarra fallinna banka tóku virkilega allar ákvarðanir í þeirri trú að þær væru réttar fyrir framtíð bankans? Ef svo er þá hljóta þessir sömu menn að hafa verið verulega illa til þess fallnir að gegna þeim störfum sem þeir gegndu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Eftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi. Eftir hrun hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem kalla má persónur og leikendur í íslenska bankahruninu; stjórnmálamanna, forsvarsmanna eftirlitsstofnana og stjórnenda bankanna. Þar bendir hver á annan. Yfirleitt keppast menn við að afneita ábyrgð fyrir sína hönd og síns kerfis. Í besta falli viðurkenna menn að þeir hefðu (hugsanlega) getað gert einhverja hluti öðruvísi en það hafi þeir ekki séð fyrr en eftir á. Meginábyrgðin liggur þó alltaf hjá öðrum en þeim sjálfum. Viðtalið við Sigurð Einarsson, fyrrum stjórnarformann Kaupþings, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardag, er ekki undantekning frá þessu. Afneitun er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann við lesturinn. Sigurður leggur allt kapp á að sýna fram á að eftirlitsstofnanir brugðust í aðdraganda hrunsins. Það var þeim að kenna að bankakerfið óx og varð íslenska hagkerfinu ofviða og það var líka eftirlitsstofnunum að kenna að útlán bankanna til tengdra aðila leiddu loks til þess að engin leið var að hætta öðruvísi en að allt hryndi. Vitanlega eru stjórnvöld þegar allt kemur til alls ábyrg fyrir því sem hægt er að gera innan ramma laga og reglna. Hitt liggur þó í augum uppi að ábyrgð þeirra sem athöfnuðu sig innan meingallaðs regluverks er ekki bara til staðar heldur veruleg. Það verður að gera þá kröfu til stjórnenda fjármálastofnana að ákvarðanir þeirra séu ábyrgar fyrir hönd hluthafa þrátt fyrir að landslög geri óábyrga ákvörðun ekki endilega ólöglega. Ætla verður að Sigurður og fleiri hafi áttað sig á því meðan darraðardansinn stóð að regluverkið hélt ekki og myndi að lokum leiða til falls bankanna. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um það hvort og þá í hversu miklu umfangi lög voru brotin innan bankanna í aðdraganda bankahrunsins. Skýrsla rannsóknarnefndar bendir til að svo hafi verið og embætti sérstaks saksóknara var sérstaklega til þess stofnað að leita svara við þessari spurningu og sækja til saka þá sem taldir eru hafa brotið af sér. Sigurður gagnrýnir skýrslu rannsóknarnefndarinnar fyrir að leggja áherslu á hlut bankakerfisins í hruninu fremur en eftirlitsstofnana og stjórnkerfis. Hann hafnar því einnig algerlega að lög hafi verið brotin í Kaupþingi. Það hlýtur að vekja þá spurningu hvort stjórnendur Kaupþings og annarra fallinna banka tóku virkilega allar ákvarðanir í þeirri trú að þær væru réttar fyrir framtíð bankans? Ef svo er þá hljóta þessir sömu menn að hafa verið verulega illa til þess fallnir að gegna þeim störfum sem þeir gegndu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun