Um 2.000.000 ferkílómetra áhrifasvæði 21. ágúst 2010 07:00 Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist greinin „Virkisturn í norðri?" í Morgunblaðinu eftir Ögmund Jónasson alþingismann sem valdið hefur töluverðu fjaðrafoki. Í greininni heldur Ögmundur því fram að ef Ísland „sameinist" Evrópusambandinu (ESB) stækki yfirráðasvæði sambandsins um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Áhrifasvæðið færi úr u.þ.b. 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómetra. Þetta er ekki alls kostar rétt hjá Ögmundi. Hér að neðan verður bent á að fullveldisréttindi Íslands eru takmörkuð á því svæði sem hann nefnir yfirráðasvæði og að slík réttindi á svokölluðu áhrifasvæði eru engin og ólíklegt að nokkur ásælist þau.YFIRRÁÐASVÆÐI Með yfirráðasvæði á Ögmundur væntanlega við landsvæði Íslands, innsævi, 12 sjómílna landhelgi, 200 sjómílna efnahagslögsögu og óstaðfest landgrunnsréttindi fyrir utan 200 sjómílur. Ef einungis er tekið mið af þeim hafsvæðum sem Ísland hefur einhvers konar yfirráð yfir á þessari stundu eru þau um 750.000 ferkílómetrar. Þau verða þó líklega meiri í framtíðinni ef landgrunnsnefnd SÞ samþykkir landgrunnskröfur Íslands. Rétt er að benda á að Ísland nýtur ekki fullveldisréttar í efnahagslögsögunni né á landgrunninu. Á þessu svæði nýtur Ísland takmarkaðra fullveldisréttinda. Í efnahagslögsögunni fara strandríki einkum með fullveldisréttindi yfir vernd, rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins og lögsögu að því er varðar gerð og afnot tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja, hafrannsóknir og verndun og varðveislu hafrýmisins. Þar hafa hins vegar erlendir aðilar m.a. rétt til siglinga og yfirflugs og til lagningar neðansjávarstrengja og -leiðslna og önnur alþjóðlega lögmæt not hafsins sem snerta þessi réttindi, t.d. þau not er tengjast starfrækslu skipa, loftfara og neðansjávarstrengja og -leiðslna. Þar að auki er strandríkjum ekki talið heimilt að koma í veg fyrir heræfingar erlendra ríkja á þessu svæði. Í landgrunninu fara strandríki með fullveldisréttindi að því er varðar rannsóknir og hagnýtingu náttúruauðlinda þess. Þær auðlindir teljast vera jarðefnaauðlindir og aðrar ólífrænar auðlindir hafsbotnsins og botnlaganna ásamt lífverum í flokki botnsetutegunda. Réttindi strandríkja yfir landgrunninu hafa ekki áhrif á réttarstöðu yfirlæga hafsins né loftrýmisins yfir hafinu. Víðátta landgrunnsins getur verið meiri en víðátta efnahagslösögunnar, þ.e. það getur náð út fyrir 200 sjómílur. Ljóst er af því sem segir hér að ofan að yfirráðaréttur íslenska ríkisins til stærsta hluta þeirra svæða sem Ögmundur kallar yfirráðasvæði er takmarkaður. Það skal þó ekki gert lítið úr mikilvægi fullveldisréttinda Íslands í efnahagslögsögunni og á landgrunninu, sbr. fiskveiðar Íslendinga og hugsanleg olíuvinnsla.ÁHRIFASVÆÐI Með áhrifasvæði virðist Ögmundur eiga fyrst og fremst við það svæði sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að sinna samkvæmt alþjóðasamningnum um leit og björgun á sjó frá árinu 1979. Svæðið sem Ísland er ábyrgt fyrir er í kringum 1.800.000 ferkílómetra og nær langt út fyrir efnahagslögsöguna, inn á alþjóðlegt hafsvæði og nær yfir stóran hluta efnahagslögsögu Grænlands, Færeyja og Noregs (Jan Mayen svæðið). Samningurinn gengur fyrst og fremst út á að skilgreina leitar- og björgunarsvæði. Slík svæði eru sett á laggirnar til að samræma aðgerðir frá skilgreindum leitar- og björgunarsamhæfingarstöðvum. Samningurinn skapar engin fullveldisréttindi til handa aðildarríkjum samningsins. Þar að auki er sérstaklega tekið fram í viðauka við samninginn að afmörkun slíkra svæða tengist ekki og skuli ekki hafa áhrif á afmörkun haf- eða landsvæða ríkja. Ólíklegt verður að teljast að ESB, eða yfirhöfuð einhver, ásælist slík leitar- og björgunarsvæði. Til að draga saman efni þessarar greinar þá fer Ögmundur ekki rétt með þegar hann segir að áhrifasvæði Íslands sé 2.000.000 ferkílómetra. Bent skal sérstaklega á að grein þessi hefur ekki fjallað um hvar, yfir hverjum og í hvaða málaflokkum ESB hefur lögsögu á hafsvæðum aðildarríkja sinna, slík umfjöllun myndi væntanlega veikja málflutning Ögmundar enn frekar. Að lokum verður spurt þeirrar spurningar hvort málsmetandi alþingismenn, sem margir taka mark á, þurfi ekki að vanda málflutning sinn betur áður en þeir tjá sig um flókin og mikilvæg málefni sem snerta framtíð Íslendinga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun