Umræða á villigötum Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 13. september 2010 06:00 Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun