Allir fimmtán í landsdómi þurfa að taka afstöðu til kröfu Sigríðar 29. desember 2010 12:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis og hefur það hlutverk að sækja Geir H. Haarde til saka fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu og meintra brota á lögum á ráðherraábyrgð vegna embættisfærslna í aðdraganda bankahrunsins. Sigríður fór fram á að það við Þjóðskjalasafnið, sem geymir gögn rannsóknarnefndar Alþingis, að fá afhentar skýrslutökur yfir Geir og tölvupósta sem hann sendi þegar hann var forsætisráðherra. Þjóðskjalasafnið synjaði beiðninni með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs, en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Sigríður segir að án gagnanna verði tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Ég tel mjög mikilvægt að fá í hendur þessar skýrslur sem ég hef óskað eftir, en ég hef líka óskað eftir mjög mörgum öðrum gögnum eða skjölum sem ég á vona á að fá afhent mjög fljótlega," segir Sigríður fréttastofu.Frumvarp hjá allsherjarnefnd Sigríður mun láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm, en í dómnum sitja fimmtán dómendur. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytinga á lögum um landsdóm m.a til að ná fram því réttarfarshagræði að ekki þurfi að kalla til alla dómendur til þess að taka afstöðu til kröfu um gagnaöflun og að nóg sé að þrír dómendur taki afstöðu til slíkra atriða. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið fer það til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Sigríður segir að án lagabreytingarinnar þurfi allir dómendur að taka afstöðu til kröfunnar. Landsdómur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis og hefur það hlutverk að sækja Geir H. Haarde til saka fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu og meintra brota á lögum á ráðherraábyrgð vegna embættisfærslna í aðdraganda bankahrunsins. Sigríður fór fram á að það við Þjóðskjalasafnið, sem geymir gögn rannsóknarnefndar Alþingis, að fá afhentar skýrslutökur yfir Geir og tölvupósta sem hann sendi þegar hann var forsætisráðherra. Þjóðskjalasafnið synjaði beiðninni með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs, en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Sigríður segir að án gagnanna verði tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Ég tel mjög mikilvægt að fá í hendur þessar skýrslur sem ég hef óskað eftir, en ég hef líka óskað eftir mjög mörgum öðrum gögnum eða skjölum sem ég á vona á að fá afhent mjög fljótlega," segir Sigríður fréttastofu.Frumvarp hjá allsherjarnefnd Sigríður mun láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm, en í dómnum sitja fimmtán dómendur. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytinga á lögum um landsdóm m.a til að ná fram því réttarfarshagræði að ekki þurfi að kalla til alla dómendur til þess að taka afstöðu til kröfu um gagnaöflun og að nóg sé að þrír dómendur taki afstöðu til slíkra atriða. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið fer það til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Sigríður segir að án lagabreytingarinnar þurfi allir dómendur að taka afstöðu til kröfunnar.
Landsdómur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira