Kæruleysið verður að uppræta 9. ágúst 2010 10:30 Þegar HIV-veiran og alnæmið varð fyrst þekkt meðal almennings undir miðjan níunda áratuginn greip um sig hræðsla, ekki síst meðal ungs fólks. Frá frjálsræðisbyltingunni í kynlífsmálum í kringum 1970 og fram að því að HIV-veiran varð þekkt hafði margt ungt fólk iðkað kynlíf sem fráleitt gat talist ábyrgt eftir að HIV-veiran varð þekkt. Áróður næstu ára á eftir beindist að því að fræða fólk, einkum ungt fólk, um það hvernig koma mætti í veg fyrir smit. Sú fræðsla skilaði árangri. Í það minnsta er flestum nú ljóst hvernig HIV smitast og sömuleiðis hvernig það smitast ekki. Þekkingarleysi er þannig ekki um að kenna að þeim fjölgar nú sem greinast HIV-smitaðir. Í ljós kom að veiran fór ekki alveg eins hratt og óttast hafði verið í upphafi. Auk þess varð hröð þróun í lyfjum sem gefin voru HIV-jákvæðum. Þetta hefur trúlega leitt til þess að óttinn við sjúkdóminn minnkaði en nú er svo komið að fjöldi HIV-greininga hefur ekki verið meiri síðan 1985. Sama þróun á sér stað í nágrannalöndum okkar. Svavar G. Jónsson, varaformaður HIV Ísland, hefur áhyggjur af vaxandi kæruleysi gagnvart sjúkdómnum. Í frétt í blaðinu í dag segir hann að sárlega vanti hér aukna fræðslu og umræðu um sjúkdóminn. Hann telur kæruleysið stafa af því að fólk þekki hversu öflug lyfin eru sem gefin eru HIV-smituðum en bendir á að þótt fólk lifi með þessum lyfjum þá sé HIV-smit háalvarlegt mál. „Þetta er ekki eins og að skera sig á fingri - það er engin lækning," segir hann og bendir á að lyfin séu svo dýr að fyrir árlegan lyfjakostnað eins einstaklings mætti reka forvarnastarf í heilt ár. Sérstök ástæða er til að gefa því gaum að þótt hommar hafi í upphafi verið sá hópur þar sem flest fórnarlömb sjúkdómsins var að finna þá er það löngu liðin tíð. Að tengja HIV sérstaklega við samkynhneigða karlmenn er þannig algerlega villandi. Það er því ánægjulegt til þess að vita að Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hyggst skoða hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sem stöðvaðar voru á sínum tíma. Kynmök eru eftir sem áður sú smitleið HIV sem algengust er þrátt fyrir að sprautufíklar séu vissulega stór áhættuhópur. Síðustu tíu ár eru flestir sem greinast HIV-smitaðir gagnkynhneigt fólk sem smitast við kynmök. Það er því ekki síst í þessum hópi sem auka þarf árveknina fyrir HIV-smithættunni. Þrátt fyrir að þekkingin á smitleiðunum og því hvernig koma má í veg fyrir smit sé áreiðanlega fyrir hendi þá þarf greinilega að auka umræðuna. Svo virðist sem við höfum sofnað á verðinum gagnvart HIV og séum að vakna upp við þann vonda draum að hættan á smiti er raunveruleg og hún er fyrir hendi hjá öllum sem ekki gæta að sér. Góðu fréttirnar eru þó þær að það er einfalt að verjast veirunni með því einu að lifa ábyrgu kynlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar HIV-veiran og alnæmið varð fyrst þekkt meðal almennings undir miðjan níunda áratuginn greip um sig hræðsla, ekki síst meðal ungs fólks. Frá frjálsræðisbyltingunni í kynlífsmálum í kringum 1970 og fram að því að HIV-veiran varð þekkt hafði margt ungt fólk iðkað kynlíf sem fráleitt gat talist ábyrgt eftir að HIV-veiran varð þekkt. Áróður næstu ára á eftir beindist að því að fræða fólk, einkum ungt fólk, um það hvernig koma mætti í veg fyrir smit. Sú fræðsla skilaði árangri. Í það minnsta er flestum nú ljóst hvernig HIV smitast og sömuleiðis hvernig það smitast ekki. Þekkingarleysi er þannig ekki um að kenna að þeim fjölgar nú sem greinast HIV-smitaðir. Í ljós kom að veiran fór ekki alveg eins hratt og óttast hafði verið í upphafi. Auk þess varð hröð þróun í lyfjum sem gefin voru HIV-jákvæðum. Þetta hefur trúlega leitt til þess að óttinn við sjúkdóminn minnkaði en nú er svo komið að fjöldi HIV-greininga hefur ekki verið meiri síðan 1985. Sama þróun á sér stað í nágrannalöndum okkar. Svavar G. Jónsson, varaformaður HIV Ísland, hefur áhyggjur af vaxandi kæruleysi gagnvart sjúkdómnum. Í frétt í blaðinu í dag segir hann að sárlega vanti hér aukna fræðslu og umræðu um sjúkdóminn. Hann telur kæruleysið stafa af því að fólk þekki hversu öflug lyfin eru sem gefin eru HIV-smituðum en bendir á að þótt fólk lifi með þessum lyfjum þá sé HIV-smit háalvarlegt mál. „Þetta er ekki eins og að skera sig á fingri - það er engin lækning," segir hann og bendir á að lyfin séu svo dýr að fyrir árlegan lyfjakostnað eins einstaklings mætti reka forvarnastarf í heilt ár. Sérstök ástæða er til að gefa því gaum að þótt hommar hafi í upphafi verið sá hópur þar sem flest fórnarlömb sjúkdómsins var að finna þá er það löngu liðin tíð. Að tengja HIV sérstaklega við samkynhneigða karlmenn er þannig algerlega villandi. Það er því ánægjulegt til þess að vita að Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hyggst skoða hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sem stöðvaðar voru á sínum tíma. Kynmök eru eftir sem áður sú smitleið HIV sem algengust er þrátt fyrir að sprautufíklar séu vissulega stór áhættuhópur. Síðustu tíu ár eru flestir sem greinast HIV-smitaðir gagnkynhneigt fólk sem smitast við kynmök. Það er því ekki síst í þessum hópi sem auka þarf árveknina fyrir HIV-smithættunni. Þrátt fyrir að þekkingin á smitleiðunum og því hvernig koma má í veg fyrir smit sé áreiðanlega fyrir hendi þá þarf greinilega að auka umræðuna. Svo virðist sem við höfum sofnað á verðinum gagnvart HIV og séum að vakna upp við þann vonda draum að hættan á smiti er raunveruleg og hún er fyrir hendi hjá öllum sem ekki gæta að sér. Góðu fréttirnar eru þó þær að það er einfalt að verjast veirunni með því einu að lifa ábyrgu kynlífi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun