Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál 30. apríl 2010 09:28 Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði. Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000. Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg. Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins. Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu. Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru. Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði. Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000. Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg. Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins. Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu. Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru. Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun