Af hverju þarf niðurskurð? Árni Páll Árnason skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun