Ó, borg mín borg! Jón Gnarr skrifar 29. maí 2010 06:00 Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Ég hef labbað yfirbugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég fékk hjálp frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér. Síðustu ár hefur það verið atvinna mín að gleðja fólk með gamanleik en þrátt fyrir það hefur líf mitt ekki verið tómur fíflagangur. Ég hef alið upp fimm börn í þessari borg og þar af er eitt á leikskólaaldri í dag. Ég hef verið með langveikt barn. Ég hef verið atvinnulaus. Ég hef fylgt öldruðum foreldrum mínum í gegnum heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustuna. Ég hef jarðað föður minn og trillað mömmu minni um borgina í hjólastól. En þrátt fyrir erfiðleika hefur þessi borg alltaf séð vel um mig þegar ég hef sýnt áhuga og frumkvæði. Þá hef ég bjargað mér með útsjónarsemi og dugnaði. Borgin okkar er alltaf að stækka og breytast. Sem krakki fór ég með pabba mínum að tína svartbaksegg uppí Grafarvogi. Seinna bjó ég þar. Ég hef fylgst með nýjum hverfum verða að grónum hverfum. Ég elska þessa borg og vil endurgjalda henni allt það sem hún hefur gefið mér. Undanfarin ár finnst mér rangur hugsunarháttur hafa ráðið hér ríkjum. Mér hefur sárnað að horfa uppá það og afleiðingarnar. Mér finnst að ljótir og virðingarlausir hlutir hafi verið gerðir. Hagsmunir borgaranna hafa vikið fyrir hagsmunum einhverra annarra. Tækifæri hafa verið vannýtt. Þess vegna stofnaði ég Besta flokkinn og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki, virði og treysti. Það er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Reykjavík getur orðið fallegri og skemmtilegri borg sem hefur alltaf eitthvað nýtt og óvænt að bjóða uppá. Gott gengi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum getur markað nýtt upphaf í sögu borgarinnar.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun