Hugljúf Dísa og kvakandi froskar Elísabet Brekkan skrifar 27. október 2010 06:00 Álfrún Helga í hlutverki sínu í Dísu ljósálfi. Leikhús **** Dísa ljósálfur Höfundur og leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson. Helstu hlutverk: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Kári Viðarsson, Sólveig Arnarsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, María Þórðardóttir, Þórir Sæmundsson, Esther Thalia Casey. Danshöfundur: Helena Jónsdóttir. Tónlist: Gunnar Þórðarson Nýr íslenskur söngleikur í Austurbæjarbíói. Prúðbúin börn og afar og ömmur fjölmenntu á þessa tímamótasýningu með tónlist Gunnars Þórðarsonar og texta Páls Baldvins Baldvinssonar. Dísa var lítil en samt svo stór. Ég vil vera Dísa, sagði lítil skvísa að sýningunni lokinni. Samferðamaður minn fjögurrra ára var ekki í nokkrum vafa um hver var uppáhaldið hans og hver var aðalpersónan, auðvitað býflugan. Páll Baldvin Baldvinsson ræðst hér í að leikgera lítið kver, sem á sínum tíma var til á hverju heimili, um hina sígildu teiknimyndasögu Dísu ljósálf eftir Hollendinginn G.T. Rotmann. Dísa er sem kunnugt lítill ljósálfur og verður fyrir því að týna mömmu sinni í skóginum. Og í leit hennar að móðurinni fáum við að kynnast alls kyns verum bæði góðum og vondum. Dísa lendir í því að missa vængina og líklega hafa hinir fullorðnu mestan áhuga á að vita hvernig það er leyst hér. Stóru ljótu skærin voru hér hvergi nálæg en ljóti moldvörpukarlinn náði engu að síður að hræða smáfólkið þannig að grátur ómaði úr einu horni en viðkomandi var þó fljótur að jafna sig því margt bjart og skemmtilegt fylgdi svo á eftir. Hér hljómuðu í fyrsta sinn tónar og lög úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og voru mörg grípandi. Einkum þó söngur nornarinnar sem Ester Thalia Casey söng og lék af miklum styrk og tilfæringum. Búningur hennar í nornagervinu var skemmtilegur með hangandi pottum á krínolínupilsi einu ógurlegu, hins vegar hefði hún mátt vera örlítið ljósari yfirlitum í gervi móðurinnar í lokin. Hér var leikgleðin í fyrirrúmi og fullorðnir jafnt sem börn skemmtu sér konunglega. Sólveig Arnarsdóttir sem froskadrottningin átti salinn í hvert sinn sem hún birtist. Froskadrottningin var þó ekkert góð, hún var dyntótt. Samferðamaður minn sagði um kvöldið frá músakrökkum og einum rosalega vondum en langaði að vera býflugustrákurinn og hitta hann. Þessi rosalega vondi var Moldvörpukarlinn, mjög ógnandi með skelfilega ásjónu. Það var Þórir Sæmundsson sem ljáði hann lífi og naut þess að hræða krakka svo um munaði. Það sem höfundurinn og leikstjórinn Páll Baldvin gerði svo rétt í þessari sýningu var að endurvekja þá gömlu hefð, (sem því miður er dottin niður í hinum leikhúsunum) að persóna verksins hefur beint samband við salinn og spjallar við áhorfendur. Þetta er einfalt og þýðingarmikið. Steinn Ármann lék býfluguna og hefði í raun mátt sjást meira því hann verður persónulegur tengiliður milli salar og sviðs. Bráðskemmtilegur. Búningalistakonan María Ólafsdóttir býr hér til hvern gullmolann á fætur öðrum. Storkurinn með sinn stórkostlega fótabúnað vakti bæði undrun og aðdáun. Kári Viðarsson leikur froskastrákinn Jeremías sem verður vinur Dísu og kynnir hana fyrir sinni ógnvekjandi móður. Kári hefur sterka útgeislun og var samspil þeirra þriggja, Dísu, mömmunnar og hans mjög skemmtilegt. Hina litlu hugljúfu Dísu leikur Álfrún Helga Örnólfsdóttir og það er nú bara eins og að fletta upp á fyrstu blaðsíðunni í bókinni og sjá fyrir sér þessa litlu veru með tárin í augunum. Það hefði þó mátt lækka aðeins í tónlistinni þegar hún syngur einsöng. María Þórðardóttir er nokkuð skondin í hlutverki músamömmunnar en fellur svolítið í skuggann af óhugnanlega karlinum sem svartálfurinn, í moldvörpuatriðinu. Búningarnir voru heillandi, en hinn dökki bakgrunnur dró aðeins úr áhrifum einkum þá er nornin birtist sem var í mjög flottum svörtum búningi sem féll svolítið inn í bakgrunninn. Músabörn og froskakrakkar dansa og tekst Helenu Jónsdóttur danshöfundi að laða fram bæði leikgleði og eins þær hreyfingar, hljóð og tíst sem einkennir dýrin. Tónlistin er heillandi og það er mikill tregi í lítilli Dísu þegar hún syngur ein og er læst inni. Að týna mömmu er alveg hroðalegt og eitthvað sem allir krakkar skilja að er vont. Þess vegna hefði mátt gera aðeins meira úr endurfundum þeirra mæðgna og splæsa í lokalag. Að öðru leyti var sýningin hugljúf, áheyrileg og nokkuð trú gamla kverinu. Páli Baldvini tekst mjög vel að smíða söngleik úr sögunni og tónlist Gunnars Þórðarsonar er frábær og þegar farin að hljóma víða. Nú bíðum við eftir Rauðgrana og Álfinni álfakóngi. Niðurstaða: Sýning sem allir krakkar frá fjögurra ára ættu að sjá. Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús **** Dísa ljósálfur Höfundur og leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson. Helstu hlutverk: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Kári Viðarsson, Sólveig Arnarsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, María Þórðardóttir, Þórir Sæmundsson, Esther Thalia Casey. Danshöfundur: Helena Jónsdóttir. Tónlist: Gunnar Þórðarson Nýr íslenskur söngleikur í Austurbæjarbíói. Prúðbúin börn og afar og ömmur fjölmenntu á þessa tímamótasýningu með tónlist Gunnars Þórðarsonar og texta Páls Baldvins Baldvinssonar. Dísa var lítil en samt svo stór. Ég vil vera Dísa, sagði lítil skvísa að sýningunni lokinni. Samferðamaður minn fjögurrra ára var ekki í nokkrum vafa um hver var uppáhaldið hans og hver var aðalpersónan, auðvitað býflugan. Páll Baldvin Baldvinsson ræðst hér í að leikgera lítið kver, sem á sínum tíma var til á hverju heimili, um hina sígildu teiknimyndasögu Dísu ljósálf eftir Hollendinginn G.T. Rotmann. Dísa er sem kunnugt lítill ljósálfur og verður fyrir því að týna mömmu sinni í skóginum. Og í leit hennar að móðurinni fáum við að kynnast alls kyns verum bæði góðum og vondum. Dísa lendir í því að missa vængina og líklega hafa hinir fullorðnu mestan áhuga á að vita hvernig það er leyst hér. Stóru ljótu skærin voru hér hvergi nálæg en ljóti moldvörpukarlinn náði engu að síður að hræða smáfólkið þannig að grátur ómaði úr einu horni en viðkomandi var þó fljótur að jafna sig því margt bjart og skemmtilegt fylgdi svo á eftir. Hér hljómuðu í fyrsta sinn tónar og lög úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og voru mörg grípandi. Einkum þó söngur nornarinnar sem Ester Thalia Casey söng og lék af miklum styrk og tilfæringum. Búningur hennar í nornagervinu var skemmtilegur með hangandi pottum á krínolínupilsi einu ógurlegu, hins vegar hefði hún mátt vera örlítið ljósari yfirlitum í gervi móðurinnar í lokin. Hér var leikgleðin í fyrirrúmi og fullorðnir jafnt sem börn skemmtu sér konunglega. Sólveig Arnarsdóttir sem froskadrottningin átti salinn í hvert sinn sem hún birtist. Froskadrottningin var þó ekkert góð, hún var dyntótt. Samferðamaður minn sagði um kvöldið frá músakrökkum og einum rosalega vondum en langaði að vera býflugustrákurinn og hitta hann. Þessi rosalega vondi var Moldvörpukarlinn, mjög ógnandi með skelfilega ásjónu. Það var Þórir Sæmundsson sem ljáði hann lífi og naut þess að hræða krakka svo um munaði. Það sem höfundurinn og leikstjórinn Páll Baldvin gerði svo rétt í þessari sýningu var að endurvekja þá gömlu hefð, (sem því miður er dottin niður í hinum leikhúsunum) að persóna verksins hefur beint samband við salinn og spjallar við áhorfendur. Þetta er einfalt og þýðingarmikið. Steinn Ármann lék býfluguna og hefði í raun mátt sjást meira því hann verður persónulegur tengiliður milli salar og sviðs. Bráðskemmtilegur. Búningalistakonan María Ólafsdóttir býr hér til hvern gullmolann á fætur öðrum. Storkurinn með sinn stórkostlega fótabúnað vakti bæði undrun og aðdáun. Kári Viðarsson leikur froskastrákinn Jeremías sem verður vinur Dísu og kynnir hana fyrir sinni ógnvekjandi móður. Kári hefur sterka útgeislun og var samspil þeirra þriggja, Dísu, mömmunnar og hans mjög skemmtilegt. Hina litlu hugljúfu Dísu leikur Álfrún Helga Örnólfsdóttir og það er nú bara eins og að fletta upp á fyrstu blaðsíðunni í bókinni og sjá fyrir sér þessa litlu veru með tárin í augunum. Það hefði þó mátt lækka aðeins í tónlistinni þegar hún syngur einsöng. María Þórðardóttir er nokkuð skondin í hlutverki músamömmunnar en fellur svolítið í skuggann af óhugnanlega karlinum sem svartálfurinn, í moldvörpuatriðinu. Búningarnir voru heillandi, en hinn dökki bakgrunnur dró aðeins úr áhrifum einkum þá er nornin birtist sem var í mjög flottum svörtum búningi sem féll svolítið inn í bakgrunninn. Músabörn og froskakrakkar dansa og tekst Helenu Jónsdóttur danshöfundi að laða fram bæði leikgleði og eins þær hreyfingar, hljóð og tíst sem einkennir dýrin. Tónlistin er heillandi og það er mikill tregi í lítilli Dísu þegar hún syngur ein og er læst inni. Að týna mömmu er alveg hroðalegt og eitthvað sem allir krakkar skilja að er vont. Þess vegna hefði mátt gera aðeins meira úr endurfundum þeirra mæðgna og splæsa í lokalag. Að öðru leyti var sýningin hugljúf, áheyrileg og nokkuð trú gamla kverinu. Páli Baldvini tekst mjög vel að smíða söngleik úr sögunni og tónlist Gunnars Þórðarsonar er frábær og þegar farin að hljóma víða. Nú bíðum við eftir Rauðgrana og Álfinni álfakóngi. Niðurstaða: Sýning sem allir krakkar frá fjögurra ára ættu að sjá.
Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira