Páll Hreinsson: Leiður yfir seinkun skýrslunnar 25. janúar 2010 15:07 Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira