Heimssögulegur fundur í Lissabon Össur Skarphéðinsson skrifar 23. nóvember 2010 06:00 Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Lissabon um helgina verður lengi minnst, ekki bara fyrir hina nýju grunnstefnu heldur einnig þeirrar sögulegu ákvörðunar Rússa að taka höndum saman við bandalagsþjóðirnar um margvíslegt samstarf að sameiginlegum hagsmunum. Medvedev, forseti Rússlands, vísaði sérstaklega til nýju grunnstefnunnar, þar sem segir skýrt, að Atlantshafsbandalagið sé ekki ógn við Rússland. Praktísk nálgun hans birtist vel í umræðum, þar sem hann sagði að torfærur yrðu á leiðinni, og einstakar þjóðir kynnu að móðgast hver við aðra enda ekki hægt að fjarlægja söguna. Þjóðirnar ættu þrátt fyrir það að halda saman á leiðarenda nýs og árangursríks samstarfs. Í umræðum leiðtoganna kom skýrt fram það viðhorf margra þjóða, að Rússar og bandalagsþjóðirnar eigi í höggi við sameiginlegar ógnir. Þar voru efst á baugi hermdarverk, sem í dag eru mesta ógnun við stöðugleika og frið í okkar heimshluta, sjórán, sem nú færast í vöxt, netógnir sem lamað geta fjarskipti og þarmeð viðbúnaðarkerfi þjóða, auk hamfara af náttúrlegum völdum, eða manna. Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka. Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnakerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland. Uppbygging og staðsetning kerfisins verður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun hagað með það í huga. Þetta kerfi er gerólíkt því sem Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseti lagði upp með, sem sést best á því að í stað þess að Rússar líti á það sem ógn við sig, vilji þeir vera með. Þjóðir eins og Norðmenn, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, auk Íslendinga sem hafa verið tregir í stuðningi við skotflaugavarnir, telja kerfið draga úr vægi kjarnavopna, og geta því ýtt undir hraðari afvopnun á því sviði. Einstakar þjóðir innan bandalagsins halda enn fram gildi kjarnavopnafælingar, en engum dylst þó að hin nýja grunnstefna markar þáttaskil að því leyti, að þar er sagt afdráttarlaust að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, og hefur slík yfirlýsing aldrei fyrr verið birt jafn afdráttarlaust í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Annað nýmæli felst einnig í sterkri áherslu á mannréttindi og alþjóðalög hvað varðar starfsemi bandalagsins.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun