SI lýgur með tölum 4. október 2010 06:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun