Rífum plásturinn af Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 10. mars 2010 06:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var á mánudag haldinn í hundraðasta sinn. Ráðstefnur voru haldnar, málþing setin og vonandi nýttu einhver daginn til að hugleiða stöðu þessa málaflokks. Stöðu sem er fáránlega vond. Reglulega kemur í ljós hve ástandið er bágborið í þessum efnum og hve skammt á veg við erum komin. Það vekur mann til umhugsunar um hvort réttum meðulum sé beitt. umræðan um jafnréttismál er á pari við umræðu um Icesave hvað stöðnun varðar. Þó vissulega hafi þokast fram á veg í þessum málaflokki má finna rök og ummæli sem gætu eins hafa verið látin falla fyrir áratugum síðan. Og þau hænuskref sem stigin eru kosta ágjöf og ágreining. Allt sem heitir jákvæð mismunun er eitur í beinum sumra, þeir sem tala fyrir kynjakvótum eða hreinum kvennakvótum í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja eru sakaðir um að brjóta á mannréttindum karlanna sem ekki komast að. það er kannski ekki nema von að erfiðlega gangi að snúa kúgun sem viðgengist hefur í aldir við. Þó hefur vottur af bjartsýni á mannfólkið oft og tíðum kveikt neista bjartsýni sem því miður deyja allt of fljótt út. Það er einfaldlega fáránlegt að við þurfum að vera ræða um alla þessa kvóta, að við þurfum að grípa til sérstakra aðgerða til að fjölga konum í stjórnum og stjórnmálum, að það þurfi átak frá stjórnvöldum, reglugerðir frá stjórnvöldum, tilskipanir frá stjórnvöldum, til að reyna að koma jafn sjálfsögðum hlutum í verk og að jafnrétti ríki í reynd. Byltingarsinnaðir hljóta að velta því fyrir sér hvort róttækari aðgerða sé ekki þörf. Hvort ekki sé betra að ráðast með sleggju á aldagamlan kúgunarmúrinn en að að mylja hann smátt og smátt niður. Þarf ekki að mæta öfgunum sem ríkt hafa með öðrum öfgum? Vissulega myndast ástand misræmis en til lengri tíma litið skapast jafnvægi. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ekki eigi tímabundið, segjum í tuttugu, þrjátíu ár, að gefa konum sviðið. Banna körlum framboð og stjórnarsetur. Vissulega er það ósanngjarnt gagnvart þeim sem verða fyrir því, en þeir geta þó stoltir sagst hafa gefið sitt eftir til að skapa fegurri heim. Þeir hafi setið til hlés til þess að mæður þeirra, systur, eiginkonur og dætur nytu sama réttar og þeir sjálfir. Erum við ekki tilbúin til að leggja slíkt á okkur fyrir okkar nánustu? Að þessum tíma liðnum yrði allt frjálst á ný, engir kynjakvótar, engin átaksverkefni, engar tilskipanir. Plásturinn rifinn af og undin heil á eftir. Þar ríkir jafnréttið eitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Tengdar fréttir Krefjast meiri samhljóms í stjórninni Það hrikti í stoðum stjórnarsamstarfsins í aðdraganda og eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarliðar eru þó sammála um að stjórnin hafi staðið hvellinn af sér. Samstaða gagnvart Icesave sé meiri og klárist það verði nýju lífi hleypt í ríkisstjórnina með nýju fólki og málum. 10. mars 2010 05:00 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var á mánudag haldinn í hundraðasta sinn. Ráðstefnur voru haldnar, málþing setin og vonandi nýttu einhver daginn til að hugleiða stöðu þessa málaflokks. Stöðu sem er fáránlega vond. Reglulega kemur í ljós hve ástandið er bágborið í þessum efnum og hve skammt á veg við erum komin. Það vekur mann til umhugsunar um hvort réttum meðulum sé beitt. umræðan um jafnréttismál er á pari við umræðu um Icesave hvað stöðnun varðar. Þó vissulega hafi þokast fram á veg í þessum málaflokki má finna rök og ummæli sem gætu eins hafa verið látin falla fyrir áratugum síðan. Og þau hænuskref sem stigin eru kosta ágjöf og ágreining. Allt sem heitir jákvæð mismunun er eitur í beinum sumra, þeir sem tala fyrir kynjakvótum eða hreinum kvennakvótum í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja eru sakaðir um að brjóta á mannréttindum karlanna sem ekki komast að. það er kannski ekki nema von að erfiðlega gangi að snúa kúgun sem viðgengist hefur í aldir við. Þó hefur vottur af bjartsýni á mannfólkið oft og tíðum kveikt neista bjartsýni sem því miður deyja allt of fljótt út. Það er einfaldlega fáránlegt að við þurfum að vera ræða um alla þessa kvóta, að við þurfum að grípa til sérstakra aðgerða til að fjölga konum í stjórnum og stjórnmálum, að það þurfi átak frá stjórnvöldum, reglugerðir frá stjórnvöldum, tilskipanir frá stjórnvöldum, til að reyna að koma jafn sjálfsögðum hlutum í verk og að jafnrétti ríki í reynd. Byltingarsinnaðir hljóta að velta því fyrir sér hvort róttækari aðgerða sé ekki þörf. Hvort ekki sé betra að ráðast með sleggju á aldagamlan kúgunarmúrinn en að að mylja hann smátt og smátt niður. Þarf ekki að mæta öfgunum sem ríkt hafa með öðrum öfgum? Vissulega myndast ástand misræmis en til lengri tíma litið skapast jafnvægi. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ekki eigi tímabundið, segjum í tuttugu, þrjátíu ár, að gefa konum sviðið. Banna körlum framboð og stjórnarsetur. Vissulega er það ósanngjarnt gagnvart þeim sem verða fyrir því, en þeir geta þó stoltir sagst hafa gefið sitt eftir til að skapa fegurri heim. Þeir hafi setið til hlés til þess að mæður þeirra, systur, eiginkonur og dætur nytu sama réttar og þeir sjálfir. Erum við ekki tilbúin til að leggja slíkt á okkur fyrir okkar nánustu? Að þessum tíma liðnum yrði allt frjálst á ný, engir kynjakvótar, engin átaksverkefni, engar tilskipanir. Plásturinn rifinn af og undin heil á eftir. Þar ríkir jafnréttið eitt.
Krefjast meiri samhljóms í stjórninni Það hrikti í stoðum stjórnarsamstarfsins í aðdraganda og eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarliðar eru þó sammála um að stjórnin hafi staðið hvellinn af sér. Samstaða gagnvart Icesave sé meiri og klárist það verði nýju lífi hleypt í ríkisstjórnina með nýju fólki og málum. 10. mars 2010 05:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun