Að kaupa sér frið Þorvaldur Gylfason. skrifar 7. janúar 2010 06:00 Forseti Íslands telur, að ríkisstjórninni hafi ekki tekizt að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að staðfesta samkomulag stjórnarinnar við Breta og Hollendinga um lausn IceSave-deilunnar. Þennan skilning lagði hann til grundvallar, þegar hann ákvað að vísa IceSave-lögunum til þjóðaratkvæðis og sagði: „Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis." ForsaganLausn IceSave-deilunnar við Breta og Hollendinga er forsenda aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Norðurlanda við Ísland að kröfu Norðurlandanna. Þjóðin þarf á aðstoðinni að halda, því að án lánsfjárins, sem fylgir henni, gæti gengi krónunnar fallið enn meira en orðið er, auk þess sem hættan á greiðslufalli ríkissjóðs myndi þá aukast. Aðstoð AGS og Norðurlanda er einnig ætlað að tryggja, að Ísland geti sem fyrst endurheimt eðlilegan aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum.IceSave-skuldin, sem deilan snýst um, er til komin vegna þess, að ríkisstjórnir Bretlands og Hollands töldu brýnt að bæta 400.000 sparifjáreigendum tjónið, sem fall Landsbankans hefði ella valdið þeim. Bretar og Hollendingar kröfðust þess, að Íslendingar endurgreiddu þeim um helming bótafjárins. Ríkisstjórnin féllst á þessa lausn, og það gerði einnig Alþingi, fyrst með fyrirvörum, sem Bretar og Hollendingar höfnuðu, og síðan aftur eftir átta mánaða þóf með nýjum blæbrigðum, sem ríkisstjórnir landanna þriggja gátu unað við. Nú hefur forsetinn falið þjóðinni að greiða atkvæði um lögin til samþykktar eða synjunar.Verði lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, brestur mikilvæg forsenda AGS og Norðurlanda fyrir stuðningi við Ísland. Sú spurning vaknar, hvort Norðurlöndin dragi sig þá í hlé. Þá mun AGS eiga tveggja kosta völ: annaðhvort að hætta stuðningi við Ísland og skilja landið eftir á berangri eða mæla með hertu aðhaldi með enn harkalegri niðurskurði ríkisútgjalda og þyngri álögum á fólk og fyrirtæki en nú er gert ráð fyrir. Þetta stafar af því, að AGS hefur þegar teygt sig út á yztu nöf í lánveitingum til Íslands samkvæmt reglum sjóðsins. Dragi Norðurlöndin sig í hlé, myndast breitt fjárhagslegt bil, sem þarf að brúa. Vandséð er, að önnur lönd fáist til að fylla skarðið. Samhengi hlutannaHvers vegna skyldu Íslendingar kjósa slíkt yfir sig með því að fella IceSave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu? Því þarf hver kjósandi að svara fyrir sig. Andstaðan gegn samkomulaginu virðist sumpart stafa af óbeit á, að íslenzkum skattgreiðendum sé gert að axla óreiðuskuldir einkafyrirtækis, eins og það sé sjálfsagður hlutur, að brezkir og hollenzkir skattgreiðendur borgi heldur brúsann. Andstaðan virðist einnig stafa sumpart af óbeit á, að blásaklaus almenningur sé dreginn til ábyrgðar á IceSave-skuldunum, meðan bankamennirnir og aðrir, sem stofnuðu til skuldanna, hafa ekki enn þurft að sæta ábyrgð að lögum. Stöldrum við þetta.Hefði ríkisstjórninni ekki gengið betur að sannfæra fólkið í landinu um nauðsyn þess að standa undanbragðalaust í skilum við Breta og Hollendinga, hefði hún jafnframt gert allt, sem í hennar valdi stóð til að koma lögum hratt og örugglega yfir ábyrgðarmenn hrunsins? Hefði ríkistjórninni ekki gengið betur, hefðu málsvarar hennar talað skýrt og skorinort um nauðsyn þess, að bankamenn og aðrir, sem brutu lög, séu dregnir til ábyrgðar? Hefði henni ekki gengið betur, hefði hún strax í upphafi fallizt á að fela óháðum erlendum sérfræðingum rannsókn hrunsins, svo sem háværar kröfur voru uppi um? Hefði ríkisstjórnin gert það, sem henni bar að gera, hefði fótunum trúlega verið kippt undan andstöðunni við Icesave-samkomulagið. Ríkisstjórnin brást að þessu leyti og einnig stjórnarandstaðan nær öll. Hvers vegna?Vandinn er að verulegu leyti sá, að stjórnmálastéttin ber sjálf þunga ábyrgð á hruninu ásamt bankamönnum og öðrum. Nýjar upplýsingar Ríkisendurskoðunar um fjárframlög fyrri ára til stjórnmálastarfsemi bregða birtu á málið. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin þáðu fjallhá framlög frá einkaaðilum árin 2002-2006. Framlögin námu að jafnaði tæpum 6.000 krónum á hvert atkvæði greitt þessum flokkum í alþingiskosningunum 2007, og var Framsóknarflokkurinn sýnu harðdrægastur. Hér eru þó hvorki talin framlög til einstakra frambjóðenda né til ýmissa félaga innan Sjálfstæðisflokksins. Stærstu einstöku framlögin voru frá bönkunum. Þeir keyptu sér frið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Forseti Íslands telur, að ríkisstjórninni hafi ekki tekizt að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að staðfesta samkomulag stjórnarinnar við Breta og Hollendinga um lausn IceSave-deilunnar. Þennan skilning lagði hann til grundvallar, þegar hann ákvað að vísa IceSave-lögunum til þjóðaratkvæðis og sagði: „Skoðanakannanir benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis." ForsaganLausn IceSave-deilunnar við Breta og Hollendinga er forsenda aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Norðurlanda við Ísland að kröfu Norðurlandanna. Þjóðin þarf á aðstoðinni að halda, því að án lánsfjárins, sem fylgir henni, gæti gengi krónunnar fallið enn meira en orðið er, auk þess sem hættan á greiðslufalli ríkissjóðs myndi þá aukast. Aðstoð AGS og Norðurlanda er einnig ætlað að tryggja, að Ísland geti sem fyrst endurheimt eðlilegan aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum.IceSave-skuldin, sem deilan snýst um, er til komin vegna þess, að ríkisstjórnir Bretlands og Hollands töldu brýnt að bæta 400.000 sparifjáreigendum tjónið, sem fall Landsbankans hefði ella valdið þeim. Bretar og Hollendingar kröfðust þess, að Íslendingar endurgreiddu þeim um helming bótafjárins. Ríkisstjórnin féllst á þessa lausn, og það gerði einnig Alþingi, fyrst með fyrirvörum, sem Bretar og Hollendingar höfnuðu, og síðan aftur eftir átta mánaða þóf með nýjum blæbrigðum, sem ríkisstjórnir landanna þriggja gátu unað við. Nú hefur forsetinn falið þjóðinni að greiða atkvæði um lögin til samþykktar eða synjunar.Verði lögunum hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, brestur mikilvæg forsenda AGS og Norðurlanda fyrir stuðningi við Ísland. Sú spurning vaknar, hvort Norðurlöndin dragi sig þá í hlé. Þá mun AGS eiga tveggja kosta völ: annaðhvort að hætta stuðningi við Ísland og skilja landið eftir á berangri eða mæla með hertu aðhaldi með enn harkalegri niðurskurði ríkisútgjalda og þyngri álögum á fólk og fyrirtæki en nú er gert ráð fyrir. Þetta stafar af því, að AGS hefur þegar teygt sig út á yztu nöf í lánveitingum til Íslands samkvæmt reglum sjóðsins. Dragi Norðurlöndin sig í hlé, myndast breitt fjárhagslegt bil, sem þarf að brúa. Vandséð er, að önnur lönd fáist til að fylla skarðið. Samhengi hlutannaHvers vegna skyldu Íslendingar kjósa slíkt yfir sig með því að fella IceSave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu? Því þarf hver kjósandi að svara fyrir sig. Andstaðan gegn samkomulaginu virðist sumpart stafa af óbeit á, að íslenzkum skattgreiðendum sé gert að axla óreiðuskuldir einkafyrirtækis, eins og það sé sjálfsagður hlutur, að brezkir og hollenzkir skattgreiðendur borgi heldur brúsann. Andstaðan virðist einnig stafa sumpart af óbeit á, að blásaklaus almenningur sé dreginn til ábyrgðar á IceSave-skuldunum, meðan bankamennirnir og aðrir, sem stofnuðu til skuldanna, hafa ekki enn þurft að sæta ábyrgð að lögum. Stöldrum við þetta.Hefði ríkisstjórninni ekki gengið betur að sannfæra fólkið í landinu um nauðsyn þess að standa undanbragðalaust í skilum við Breta og Hollendinga, hefði hún jafnframt gert allt, sem í hennar valdi stóð til að koma lögum hratt og örugglega yfir ábyrgðarmenn hrunsins? Hefði ríkistjórninni ekki gengið betur, hefðu málsvarar hennar talað skýrt og skorinort um nauðsyn þess, að bankamenn og aðrir, sem brutu lög, séu dregnir til ábyrgðar? Hefði henni ekki gengið betur, hefði hún strax í upphafi fallizt á að fela óháðum erlendum sérfræðingum rannsókn hrunsins, svo sem háværar kröfur voru uppi um? Hefði ríkisstjórnin gert það, sem henni bar að gera, hefði fótunum trúlega verið kippt undan andstöðunni við Icesave-samkomulagið. Ríkisstjórnin brást að þessu leyti og einnig stjórnarandstaðan nær öll. Hvers vegna?Vandinn er að verulegu leyti sá, að stjórnmálastéttin ber sjálf þunga ábyrgð á hruninu ásamt bankamönnum og öðrum. Nýjar upplýsingar Ríkisendurskoðunar um fjárframlög fyrri ára til stjórnmálastarfsemi bregða birtu á málið. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin þáðu fjallhá framlög frá einkaaðilum árin 2002-2006. Framlögin námu að jafnaði tæpum 6.000 krónum á hvert atkvæði greitt þessum flokkum í alþingiskosningunum 2007, og var Framsóknarflokkurinn sýnu harðdrægastur. Hér eru þó hvorki talin framlög til einstakra frambjóðenda né til ýmissa félaga innan Sjálfstæðisflokksins. Stærstu einstöku framlögin voru frá bönkunum. Þeir keyptu sér frið.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun