Eini kosturinn í stöðunni? 8. janúar 2010 06:15 Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeirri ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bretlandi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sameina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkjadeilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verkefnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru samkomulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóðarhag. Höfundur er alþingismaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun