Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. maí 2010 11:30 Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir lokuðu augunum gagnvart í starfsháttum bankanna og fyrirtækja á borð við FL-group - og þáðu laun fyrir. Í greininni nefndi ég að fram hefði komið að viðskiptahættir mannsins sem braskaði með bótasjóð Sjóvár hefðu verið kenndir gagnrýnislaust í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Þetta segir Snjólfur vera þvætting. Hann vill að ég taki þetta aftur og biðjist opinberlega afsökunar. Heimild mín fyrir þessari kennslu er frétt í DV þann 26. apríl síðastliðinn. Þar segir undir fyrirsögninni "Fræði Karls Wernerssonar voru kennd í Háskólanum" að ein spurning í prófi á námskeiðinu "Stjórnun og skipulagsheildir" árið 2008 hafi verið á þessa leið: "Stjórnarformaður Milestone Karl Wernersson hefur útvíkkað starfsemina og farið inn á ný athafnasvið og stuðlað að fjölbreytingu (fjölþættingu) í rekstri Milestone. Nefndu dæmi um annarsvegar tengda og hinsvegar ótengda fjölbreytingu (fjölþættingu) sem Milestone hefur farið í síðan það var stofnað?" Í framhaldinu dregur blaðamaðurinn, Ingi Vilhjálmsson, þá ályktun að nemendur hafi verið látnir kynna sér viðskipti Karls og læra af þeim, og þykir það til marks um þá lotningu sem hafi ríkt gagnvart útrásarvíkingum þegar sá dans dunaði. Ég reyni í minni grein að draga úr því að hér hafi verið um siðblindu eða heimsku einstakra kennara að ræða, heldur tengi tíðaranda og ríkjandi hugmyndafræði þess tíma en læt þess getið að eitthvað hljóti að vanta í nám þar sem slíkt sé "kennt með velþóknun". Þetta er partur af viðleitni minni til að leita rótanna að ófarnaði Íslendinga á síðustu árum til að reyna að læra af þeim: kannski var alveg út í hött að láta sér detta í hug að einhver svör kynni að vera að finna í viðskiptadeildum Háskólanna þar sem það fólk lærði unnvörpum, sem lék íslenskt efnahagslíf jafn grátt og raun ber vitni. Sé frétt DV úr lausu lofti gripin er að sjálfsögðu auðsótt mál að biðjast afsökunar á því að hafa haft Viðskiptadeild HÍ fyrir rangri sök. Eigi fréttin við rök að styðjast fellur grein Snjólfs um sjálfa sig. Undir lok greinar sinnar lætur Snjólfur á sér skilja að þau sem gagnrýni mest séu yfirleitt á svipuðum villigötum og hann segir mig vera; hann gerir m.ö.o. lítið úr þeim gagnrýnisröddum sem víða hljóma í samfélaginu um þessar mundir. Við skulum endilega gæta þess að garga ekki mikið hvert á annað en ég held hins vegar að við þurfum gagnrýni - heiðarlega, beitta, hófstillta og uppbyggilega gagnrýni. Meira að segja hákirkjur á borð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þurfa gagnrýni. Eða þarf kannski ekkert að endurskoða hjá endurskoðendunum? Ekkert sem vantað hefur í námið í viðskiptafræðinni?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun