Hver stingur hausnum út? Þorsteinn Pálsson skrifar 13. mars 2010 06:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um icesave velta menn því helst fyrir sér hvenær Ögmundur Jónasson verður ráðherra að nýju. Hitt sýnist þó vera brýnna að finna þann flöt sem nota má til að leysa það viðfangsefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan gerði ekki. Spurningin er: Hvar liggur samningsflöturinn? Í raun er tiltölulega einfalt að finna það út. Þjóðaratkvæðagreiðslan setti í gildi lög um ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti í byrjun ágúst. Að þeirri niðurstöðu stóðu þingmenn stjórnarflokkanna og forsetinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin voru á móti. Bretar og Hollendingar féllust ekki á þessa niðurstöðu. Ríkisstjórnin samdi að nýju um lakari kost. Þingmenn stjórnarflokkanna samþykktu þá niðustöðu í desember gegn atkvæðum stjórnarandstöðunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist því um þennan mismun á ágúst- og desemberlögunum. Ríkisstjórnin taldi hann óverulegan. Stjórnarandstaðan og forsetinn sögðu að hann væri of mikill. Þjóðin var sammála því. Samningsflöturinn liggur þarna á milli. Málið er einfaldlega komið á það stig að einhver verður að stinga hausnum út um gluggann og kveða upp úr um flöt sem líklegt er að viðsemjendurnir geti líka fallist á. Sá sem gerir það hirðir heiðurinn eða skömmina af niðurstöðunni. Spurningin er bara þessi: Hver á að stinga hausnum út? Samstaða um hvað? Bretar og Hollendingar gerðu kröfu um aðild stjórnarandstöðunnar að samningunum. Fyrir vikið er sú óvanalega staða uppi að formaður Sjálfstæðisflokksins getur í stjórnarandstöðu tekið frumkvæðið og mælt fyrir um málamiðlun. Ríkisstjórnarflokkarnir gætu ekki annað en kyngt henni. Fáir yrðu til að andmæla. Að vísu er líklegt að Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin leggist á þá sveif. Tillaga þeirra um að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn bendir til þess. Þegar hér er komið sögu er óhjákvæmilegt að horfa á viðfangsefnið í stærra samhengi. Icesave er aðeins einn af fleiri lyklum sem þarf að snúa rétt til að ljúka upp dyrum að endurreisninni. Taka þarf tillit til þess að ríkisstjórnin er ekki tilbúin til samstarfs um það hvernig hinum lyklunum verður snúið.Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna áttu forystumenn hennar tveggja kosta völ. Annar var sá að færa sig nær miðjunni og leita breiðara samkomulags við Sjálfstæðisflokkinn um það hvernig öðrum helstu lyklum yrði snúið. Hinn var sá að leita sátta til vinstri við minnihlutann í þingflokki VG. Sá kostur var valinn. Hann kostar málefnalegar fórnir í þá veru.Þær felast í slaka í ríkisfjármálum, skrefi til baka í orkunýtingarmálum og viðurkenningu á stefnu VG í sjávarútvegsmálum. Hún snýst um að víkja þjóðhagslegri hagkvæmni til hliðar fyrir félagsleg úrræði. Samstaða um raunhæfa framtíðarlausn í peningamálum er fjarlægari svo og aðild að Evrópusambandinu. Með öðrum orðum: Sáttin innan VG er keypt mjög dýru verði á mælikvarða almannahagsmuna. Að þessu virtu er ljóst að vilji forystumanna stjórnarflokkanna til samstöðu lýtur ekki að lausn á vanda samfélagsins. Hann snýr einvörðungu að því að finna hjáleið um innri vanda VG. Ákall um samstöðu á þessum forsendum er meir í ætt við málfundaæfingu en alvöru stjórnmál. Lykillinn að sátt er á miðjunni VG hefur verið veiki hlekkurinn í stjórnarsamstarfinu vegna sundrungar. Sáttin sem Samfylkingin hefur gengið að mun snúa þessu við. Þegar upp verður staðið mun VG hafa styrkt stöðu sína verulega og vinstri armurinn náð málefnalegum undirtökum í stjórnarsamstarfinu. Að sama skapi er ljóst að Samfylkingin gefur málefnalega eftir og tapar trúverðugleika. Sérstaklega á það við í ríkisfjármálum og peningamálum og þar með Evrópumálum. Fjármálaráðherrann boðar að samkeppnisstöðu Íslands eigi að tryggja með launaskerðingum í gegnum reglubundnar gengislækkanir krónunnar. Hann fær nú sterkari stöðu með þetta viðhorf. Vonlaust er hins vegar að við náum sambærilegum lífskjörum á við hin velferðarhagkerfi Norðurlandanna ef þessari fátæktarstefnu VG í peningamálum verður ekki hrundið. Framsóknarflokkurinn virðist í vaxandi mæli hafa hallað sér að sjónarmiðum vinstri arms VG í peningamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar ekki mótað framtíðarstefnu í þessum efnum. Flest bendir til að núverandi ríkisstjórn muni sitja þangað til Sjálfstæðisflokkurinn tekur af skarið gegn fátæktarstefnu VG í peningamálum. Þá fyrst getur hann sett gaffal á Samfylkinguna og losað um þá pólitísku bóndabeygju sem þjóðin er í. Endurreisn efnahagslífsins snýst um málefnalegt samstarf á miðju stjórnmálanna um lykilatriði eins og ríkisfjármál og peningastefnu. Mannabreytingar í ríkisstjórn eru sjónhverfingar en ekki lausn á þeirri pólitísku kreppu sem landið er í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um icesave velta menn því helst fyrir sér hvenær Ögmundur Jónasson verður ráðherra að nýju. Hitt sýnist þó vera brýnna að finna þann flöt sem nota má til að leysa það viðfangsefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan gerði ekki. Spurningin er: Hvar liggur samningsflöturinn? Í raun er tiltölulega einfalt að finna það út. Þjóðaratkvæðagreiðslan setti í gildi lög um ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti í byrjun ágúst. Að þeirri niðurstöðu stóðu þingmenn stjórnarflokkanna og forsetinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin voru á móti. Bretar og Hollendingar féllust ekki á þessa niðurstöðu. Ríkisstjórnin samdi að nýju um lakari kost. Þingmenn stjórnarflokkanna samþykktu þá niðustöðu í desember gegn atkvæðum stjórnarandstöðunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan snerist því um þennan mismun á ágúst- og desemberlögunum. Ríkisstjórnin taldi hann óverulegan. Stjórnarandstaðan og forsetinn sögðu að hann væri of mikill. Þjóðin var sammála því. Samningsflöturinn liggur þarna á milli. Málið er einfaldlega komið á það stig að einhver verður að stinga hausnum út um gluggann og kveða upp úr um flöt sem líklegt er að viðsemjendurnir geti líka fallist á. Sá sem gerir það hirðir heiðurinn eða skömmina af niðurstöðunni. Spurningin er bara þessi: Hver á að stinga hausnum út? Samstaða um hvað? Bretar og Hollendingar gerðu kröfu um aðild stjórnarandstöðunnar að samningunum. Fyrir vikið er sú óvanalega staða uppi að formaður Sjálfstæðisflokksins getur í stjórnarandstöðu tekið frumkvæðið og mælt fyrir um málamiðlun. Ríkisstjórnarflokkarnir gætu ekki annað en kyngt henni. Fáir yrðu til að andmæla. Að vísu er líklegt að Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin leggist á þá sveif. Tillaga þeirra um að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn bendir til þess. Þegar hér er komið sögu er óhjákvæmilegt að horfa á viðfangsefnið í stærra samhengi. Icesave er aðeins einn af fleiri lyklum sem þarf að snúa rétt til að ljúka upp dyrum að endurreisninni. Taka þarf tillit til þess að ríkisstjórnin er ekki tilbúin til samstarfs um það hvernig hinum lyklunum verður snúið.Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna áttu forystumenn hennar tveggja kosta völ. Annar var sá að færa sig nær miðjunni og leita breiðara samkomulags við Sjálfstæðisflokkinn um það hvernig öðrum helstu lyklum yrði snúið. Hinn var sá að leita sátta til vinstri við minnihlutann í þingflokki VG. Sá kostur var valinn. Hann kostar málefnalegar fórnir í þá veru.Þær felast í slaka í ríkisfjármálum, skrefi til baka í orkunýtingarmálum og viðurkenningu á stefnu VG í sjávarútvegsmálum. Hún snýst um að víkja þjóðhagslegri hagkvæmni til hliðar fyrir félagsleg úrræði. Samstaða um raunhæfa framtíðarlausn í peningamálum er fjarlægari svo og aðild að Evrópusambandinu. Með öðrum orðum: Sáttin innan VG er keypt mjög dýru verði á mælikvarða almannahagsmuna. Að þessu virtu er ljóst að vilji forystumanna stjórnarflokkanna til samstöðu lýtur ekki að lausn á vanda samfélagsins. Hann snýr einvörðungu að því að finna hjáleið um innri vanda VG. Ákall um samstöðu á þessum forsendum er meir í ætt við málfundaæfingu en alvöru stjórnmál. Lykillinn að sátt er á miðjunni VG hefur verið veiki hlekkurinn í stjórnarsamstarfinu vegna sundrungar. Sáttin sem Samfylkingin hefur gengið að mun snúa þessu við. Þegar upp verður staðið mun VG hafa styrkt stöðu sína verulega og vinstri armurinn náð málefnalegum undirtökum í stjórnarsamstarfinu. Að sama skapi er ljóst að Samfylkingin gefur málefnalega eftir og tapar trúverðugleika. Sérstaklega á það við í ríkisfjármálum og peningamálum og þar með Evrópumálum. Fjármálaráðherrann boðar að samkeppnisstöðu Íslands eigi að tryggja með launaskerðingum í gegnum reglubundnar gengislækkanir krónunnar. Hann fær nú sterkari stöðu með þetta viðhorf. Vonlaust er hins vegar að við náum sambærilegum lífskjörum á við hin velferðarhagkerfi Norðurlandanna ef þessari fátæktarstefnu VG í peningamálum verður ekki hrundið. Framsóknarflokkurinn virðist í vaxandi mæli hafa hallað sér að sjónarmiðum vinstri arms VG í peningamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar ekki mótað framtíðarstefnu í þessum efnum. Flest bendir til að núverandi ríkisstjórn muni sitja þangað til Sjálfstæðisflokkurinn tekur af skarið gegn fátæktarstefnu VG í peningamálum. Þá fyrst getur hann sett gaffal á Samfylkinguna og losað um þá pólitísku bóndabeygju sem þjóðin er í. Endurreisn efnahagslífsins snýst um málefnalegt samstarf á miðju stjórnmálanna um lykilatriði eins og ríkisfjármál og peningastefnu. Mannabreytingar í ríkisstjórn eru sjónhverfingar en ekki lausn á þeirri pólitísku kreppu sem landið er í.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun