Simmi: Hreindýralundir og jólaís 1. janúar 2010 00:01 „Í seinni tíð, þá eru mjög minnistæð jólin 2002, en elsti sonur okkar Bryndísar fæddist 18. desember það ár. Þau jól voru svo friðsæl og „bleik"." „Ég er giftur mesta jólabarni heims," svarar Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður, kallaður Simmi, aðspurður út í jólaundirbúning á hans heimili. „Bryndís er búin að vera að undirbúa jólin hægt og rólega frá því í október." „Þannig að sjálfur jólaundirbúningurinn á sér langan aðdraganda." Simmi og Jói (Jóhannes Ásbjörnsson) eru kynnar Wipeout Ísland og hafa það vandasama verk að lýsa gangi mála í þrautabrautinni. „Þetta er mjög gott fyrirkomulag því við náum að klára allt í tæka tíð og getum því notið jólastemningarinnar í botn í desember." „Konan mín á samt allan heiðurinn að undirbúningnum. Ég veiti hjálparhönd og elda jólamatinn," segir Simmi. Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Hátíðarskapið sjálft kemur alltaf á þorláksmessukvöld þegar maður er með skötubragðið í munnvikunum og jólatónlist í stofunni að skreyta jólatréð með strákunum." Simmi og Friðrika Hjördís Geirsdóttir. „Síðan berum við pakkana undir tréð og prufukeyrum lýsinguna. En hægt og bítandi þá er hátíðarskapið að skríða uppá bakið á manni frá 15 desember. Jólabaksturinn, piparkökurnar og rjómakakóið er stór þáttur í því." Eftirminnileg jól sem þú vilt deila með okkur? „Upplifun mín sem barn á jólum er ansi sterk og nær alltaf í gegn þegar maður hugsar til baka," svarar Simmi og segir: „Hægt og bítandi þá er hátíðarskapið að skríða uppá bakið á manni frá 15 desember. Jólabaksturinn, piparkökurnar og rjómakakóið er stór þáttur í því." „Ein jól eru sérstaklega eftirminnileg. Árið 1988, ég er ellefu ára og allir bræður mínir, fimm talsins, voru þá heima á Egilsstöðum með konum sínum og börnum. En þá voru fjórir þeirra giftir og ég föðurbróðir tíu barna," útskýrir Simmi og heldur áfram: „Þá vorum við átján manns undir sama þaki. Það þurfti að taka hlé á pakkaopnun sem var síðan kláruð á jóladag." „Við bræðurnir telfdum og spiluðum spil fram undir morgun samhliða því að hakka í okkur kökur og góðgæti. Þetta var eins og upphafsatriðið í Home Alone." „Hreindýralundir, jólasúpa og jólaísinn hennar Bryndísar verður á boðstólnum." „Í seinni tíð, þá eru mjög minnistæð jólin 2002, en elsti sonur okkar Bryndísar fæddist 18. desember það ár. Þau jól voru svo friðsæl og „bleik"." „Við vorum búin að öllu 1. desember og nutum þess bara að vera með Einari Karli og í matarboðum sem við komum ekkert nálægt." „Það var allt einhvernveginn svo yfirvegað og friðsælt," segir Simmi. „Síðan munum við öll leggjast upp í rúm með bók og smákökuskál og lesa okkur í svefn." Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá ykkur í ár? „Við verðum í fyrsta sinn bara fjölskyldan," svarar hann og segir: „Enda erum við orðin sex manns. Einar Karl er orðinn 7 ára, þannig að hann mun stýra lestrinum á pökkum í fyrsta sinn og ég held að þetta verði alveg frábært hjá okkur." „Hreindýralundir, jólasúpa og jólaísinn hennar Bryndísar verður á boðstólnum." „Það var allt einhvernveginn svo yfirvegað og friðsælt." „Skák og spil verða ekki langt undan og síðan munum við öll leggjast upp í rúm með bók og smákökuskál og lesa okkur í svefn," segir Simmi áður en kvatt er með jólakveð[email protected] Wipeout Jólafréttir Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Púslið sameinar fjölskylduna Jólin Serenukökur Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
„Ég er giftur mesta jólabarni heims," svarar Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður, kallaður Simmi, aðspurður út í jólaundirbúning á hans heimili. „Bryndís er búin að vera að undirbúa jólin hægt og rólega frá því í október." „Þannig að sjálfur jólaundirbúningurinn á sér langan aðdraganda." Simmi og Jói (Jóhannes Ásbjörnsson) eru kynnar Wipeout Ísland og hafa það vandasama verk að lýsa gangi mála í þrautabrautinni. „Þetta er mjög gott fyrirkomulag því við náum að klára allt í tæka tíð og getum því notið jólastemningarinnar í botn í desember." „Konan mín á samt allan heiðurinn að undirbúningnum. Ég veiti hjálparhönd og elda jólamatinn," segir Simmi. Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Hátíðarskapið sjálft kemur alltaf á þorláksmessukvöld þegar maður er með skötubragðið í munnvikunum og jólatónlist í stofunni að skreyta jólatréð með strákunum." Simmi og Friðrika Hjördís Geirsdóttir. „Síðan berum við pakkana undir tréð og prufukeyrum lýsinguna. En hægt og bítandi þá er hátíðarskapið að skríða uppá bakið á manni frá 15 desember. Jólabaksturinn, piparkökurnar og rjómakakóið er stór þáttur í því." Eftirminnileg jól sem þú vilt deila með okkur? „Upplifun mín sem barn á jólum er ansi sterk og nær alltaf í gegn þegar maður hugsar til baka," svarar Simmi og segir: „Hægt og bítandi þá er hátíðarskapið að skríða uppá bakið á manni frá 15 desember. Jólabaksturinn, piparkökurnar og rjómakakóið er stór þáttur í því." „Ein jól eru sérstaklega eftirminnileg. Árið 1988, ég er ellefu ára og allir bræður mínir, fimm talsins, voru þá heima á Egilsstöðum með konum sínum og börnum. En þá voru fjórir þeirra giftir og ég föðurbróðir tíu barna," útskýrir Simmi og heldur áfram: „Þá vorum við átján manns undir sama þaki. Það þurfti að taka hlé á pakkaopnun sem var síðan kláruð á jóladag." „Við bræðurnir telfdum og spiluðum spil fram undir morgun samhliða því að hakka í okkur kökur og góðgæti. Þetta var eins og upphafsatriðið í Home Alone." „Hreindýralundir, jólasúpa og jólaísinn hennar Bryndísar verður á boðstólnum." „Í seinni tíð, þá eru mjög minnistæð jólin 2002, en elsti sonur okkar Bryndísar fæddist 18. desember það ár. Þau jól voru svo friðsæl og „bleik"." „Við vorum búin að öllu 1. desember og nutum þess bara að vera með Einari Karli og í matarboðum sem við komum ekkert nálægt." „Það var allt einhvernveginn svo yfirvegað og friðsælt," segir Simmi. „Síðan munum við öll leggjast upp í rúm með bók og smákökuskál og lesa okkur í svefn." Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá ykkur í ár? „Við verðum í fyrsta sinn bara fjölskyldan," svarar hann og segir: „Enda erum við orðin sex manns. Einar Karl er orðinn 7 ára, þannig að hann mun stýra lestrinum á pökkum í fyrsta sinn og ég held að þetta verði alveg frábært hjá okkur." „Hreindýralundir, jólasúpa og jólaísinn hennar Bryndísar verður á boðstólnum." „Það var allt einhvernveginn svo yfirvegað og friðsælt." „Skák og spil verða ekki langt undan og síðan munum við öll leggjast upp í rúm með bók og smákökuskál og lesa okkur í svefn," segir Simmi áður en kvatt er með jólakveð[email protected] Wipeout
Jólafréttir Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Púslið sameinar fjölskylduna Jólin Serenukökur Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól Skín í rauðar skotthúfur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól