Kögunarhóll: Afneitunin Þorsteinn Pálsson skrifar 10. júlí 2010 06:00 Dómur Hæstaréttar um gengistryggingalánin hefur afhjúpað veikleika krónunnar og kostnaðinn við sveigjanlega mynt. Viðbrögðin sýna hins vegar tvíhyggju eða óraunsæi af sama toga og leiddi til hruns krónunnar og bankanna. Frá 1979 höfum við haft tvo gjaldmiðla: Óverðtryggða krónu og verðtryggða krónu. Verðtryggða krónan var innleidd fyrir þá sök að efnahagsstarfsemin gekk ekki með hinni. En fyrir því voru líka siðferðileg rök. Lán með neikvæðum vöxtum voru forréttindi sem þurfti að skammta. Þessi forréttindi kölluðu margir spillingu og vildu uppræta. Talið var réttlátt að þeir sem áttu aðgang að lánum greiddu þau til baka í sama verðgildi. Nafnvextir sem innifela áhættu vegna verð- eða gengisbreytinga eru eðlilega hærri en hinir sem gera ráð fyrir sérstökum greiðslum af þeim sökum. Það sýnist bæði rétt og sanngjarnt. Nú þrjátíu árum síðar er það sjónarmið ríkjandi að verðtrygging sé tákn hins mesta óréttlætis. Viðbrögðin við dómi Hæstaréttar endurspegla það viðhorf. Er þá réttlætið í því fólgið að taka upp gamla kerfið sem var lagt til hliðar vegna ranglætis og spillingar? Mikill meirihluti fólks fylgir þeim stjórnmálamönnum að málum sem vilja varðveita krónuna til frambúðar. Á sama tíma er það sjónarmið ráðandi að ósanngjarnt sé að almenningur og fyrirtæki beri þann auka kostnað sem því fylgir. Vissulega eigum við betra skilið. En hér verða menn að velja og hafna. Menn geta ekki bæði haldið krónunni og notið sömu kjara og nágrannarnir sem hafa öfluga gjaldmiðla. Kaupi menn krónuna verða menn að gera það með þeim göllum sem óhjákvæmilega fylgja viðskiptum með minnstu mynt í heimsbúskapnum. Annað er afneitun.Viðbrögðin Viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna benda til að lítill lærdómur hafi verið dreginn af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir að hruni krónunnar og bankanna. Vissulega er hægt að nota krónuna. Til þess þurfa vextir að vera hærri en í samkeppnislöndunum, verðtrygging er óhjákvæmileg og leggja þarf á gífurlega skatta til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. Atyglisvert er að málsvarar krónunnar úr röðum Heimssýnar eru algjörlega á móti þeim ráðstöfunum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda henni. Þetta hefur skýrt komið fram í umræðum um dóm Hæstaréttar og ber vott um sömu tvíhyggju og leiddi til hrunsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sýna vel veikleika hennar. Í ljós hefur komið að engin viðbragsðáætlun var unnin þótt langur tími sé liðinn frá því málaferlin hófust. Ríkisstjórnin og stofnanir hennar eru nú fyrst að hefja vinnu við að meta áhrifin. Fyrstu viðbrögð efnahagsráðherra voru þau að dómurinn hefði jákvæð áhrif á efnahagslífið. Stuttu síðar sagði hann að áhrifin væru bæði jákvæð og neikvæð. Að síðustu var fjármálastöðugleika landsins ógnað. Ef taka á mark á rannsóknarskýrslu Alþingis sýnist andvaraleysi ríkisstjórnarinnar í þessu máli falla undir vanræksluhugtakið eins og það er þar skilgreint. Ríkisstjórnin kaus að láta Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið senda leiðbeinandi tillögur um lausn málsins. Þær stofnanir vilja ekki birta lagalegan rökstuðning þeirra. Hætt er við að hér sé að hefjast ný endalaus saga eins og sú sem hófst fyrir ári um lausn á Icesave.Gagnrýnin Að réttu lagi átti ríkisstjórnin að tryggja fjármálastöðugleika í þessu tilviki með því að kveða á um ákveðin viðbrögð í lögum. Á þau hefði ugglaust reynt fyrir dómstólum. Aðeins með því móti var þó unnt að skapa þá festu sem nauðsynleg er þegar slíkan vanda ber að höndum. Ætla má að aðgerðarleysið megi fyrst og fremst rekja til þess pólitíska veikleika að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta á Alþingi. Það er trúlegri skýring en skilningsleysi. Hún leysir hins vegar ekki ríkisstjórnina undan pólitískri og lagalegri ábyrgð. Óraunsæið í dægurumræðunni birtist í því að ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að tryggja ekki lántakendum neikvæða vexti. Eigi hún að gera það í nafni réttlætisins þarf það "réttlæti" að ná til allra. Þegar upp er staðið yrði það bæði efnahagslegt óráð og siðferðilegt óréttlæti. Að réttu lagi á að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki undirbúið ábyrg og einörð viðbrögð til að tryggja fjármálalegan stöðugleika. Það eru hinir stóru almanna hagsmunir í málinu sem ríkisstjórnin hikar við að verja en vill þó sjá. Þegar fjármálalegum stöðugleika er ógnað merkir það nýja hættu á bankahruni. Ríkissjóður hefur ábyrgst allar bankainnistæður. Sú ábyrgð er nafnið tómt þótt enginn vilji segja það. Ríkissjóður hefur ekki tök á að standa við hana í nýju hruni. Hann getur heldur ekki endurfjármagnað bankana nema skera enn meira niður í velferðarkerfinu. Nýtt hrun krónunnar og bankanna mun kalla nýjar þrengingar yfir þjóðina. Hvaða réttlæti er í því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Dómur Hæstaréttar um gengistryggingalánin hefur afhjúpað veikleika krónunnar og kostnaðinn við sveigjanlega mynt. Viðbrögðin sýna hins vegar tvíhyggju eða óraunsæi af sama toga og leiddi til hruns krónunnar og bankanna. Frá 1979 höfum við haft tvo gjaldmiðla: Óverðtryggða krónu og verðtryggða krónu. Verðtryggða krónan var innleidd fyrir þá sök að efnahagsstarfsemin gekk ekki með hinni. En fyrir því voru líka siðferðileg rök. Lán með neikvæðum vöxtum voru forréttindi sem þurfti að skammta. Þessi forréttindi kölluðu margir spillingu og vildu uppræta. Talið var réttlátt að þeir sem áttu aðgang að lánum greiddu þau til baka í sama verðgildi. Nafnvextir sem innifela áhættu vegna verð- eða gengisbreytinga eru eðlilega hærri en hinir sem gera ráð fyrir sérstökum greiðslum af þeim sökum. Það sýnist bæði rétt og sanngjarnt. Nú þrjátíu árum síðar er það sjónarmið ríkjandi að verðtrygging sé tákn hins mesta óréttlætis. Viðbrögðin við dómi Hæstaréttar endurspegla það viðhorf. Er þá réttlætið í því fólgið að taka upp gamla kerfið sem var lagt til hliðar vegna ranglætis og spillingar? Mikill meirihluti fólks fylgir þeim stjórnmálamönnum að málum sem vilja varðveita krónuna til frambúðar. Á sama tíma er það sjónarmið ráðandi að ósanngjarnt sé að almenningur og fyrirtæki beri þann auka kostnað sem því fylgir. Vissulega eigum við betra skilið. En hér verða menn að velja og hafna. Menn geta ekki bæði haldið krónunni og notið sömu kjara og nágrannarnir sem hafa öfluga gjaldmiðla. Kaupi menn krónuna verða menn að gera það með þeim göllum sem óhjákvæmilega fylgja viðskiptum með minnstu mynt í heimsbúskapnum. Annað er afneitun.Viðbrögðin Viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna benda til að lítill lærdómur hafi verið dreginn af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir að hruni krónunnar og bankanna. Vissulega er hægt að nota krónuna. Til þess þurfa vextir að vera hærri en í samkeppnislöndunum, verðtrygging er óhjákvæmileg og leggja þarf á gífurlega skatta til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. Atyglisvert er að málsvarar krónunnar úr röðum Heimssýnar eru algjörlega á móti þeim ráðstöfunum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda henni. Þetta hefur skýrt komið fram í umræðum um dóm Hæstaréttar og ber vott um sömu tvíhyggju og leiddi til hrunsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sýna vel veikleika hennar. Í ljós hefur komið að engin viðbragsðáætlun var unnin þótt langur tími sé liðinn frá því málaferlin hófust. Ríkisstjórnin og stofnanir hennar eru nú fyrst að hefja vinnu við að meta áhrifin. Fyrstu viðbrögð efnahagsráðherra voru þau að dómurinn hefði jákvæð áhrif á efnahagslífið. Stuttu síðar sagði hann að áhrifin væru bæði jákvæð og neikvæð. Að síðustu var fjármálastöðugleika landsins ógnað. Ef taka á mark á rannsóknarskýrslu Alþingis sýnist andvaraleysi ríkisstjórnarinnar í þessu máli falla undir vanræksluhugtakið eins og það er þar skilgreint. Ríkisstjórnin kaus að láta Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið senda leiðbeinandi tillögur um lausn málsins. Þær stofnanir vilja ekki birta lagalegan rökstuðning þeirra. Hætt er við að hér sé að hefjast ný endalaus saga eins og sú sem hófst fyrir ári um lausn á Icesave.Gagnrýnin Að réttu lagi átti ríkisstjórnin að tryggja fjármálastöðugleika í þessu tilviki með því að kveða á um ákveðin viðbrögð í lögum. Á þau hefði ugglaust reynt fyrir dómstólum. Aðeins með því móti var þó unnt að skapa þá festu sem nauðsynleg er þegar slíkan vanda ber að höndum. Ætla má að aðgerðarleysið megi fyrst og fremst rekja til þess pólitíska veikleika að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta á Alþingi. Það er trúlegri skýring en skilningsleysi. Hún leysir hins vegar ekki ríkisstjórnina undan pólitískri og lagalegri ábyrgð. Óraunsæið í dægurumræðunni birtist í því að ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að tryggja ekki lántakendum neikvæða vexti. Eigi hún að gera það í nafni réttlætisins þarf það "réttlæti" að ná til allra. Þegar upp er staðið yrði það bæði efnahagslegt óráð og siðferðilegt óréttlæti. Að réttu lagi á að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki undirbúið ábyrg og einörð viðbrögð til að tryggja fjármálalegan stöðugleika. Það eru hinir stóru almanna hagsmunir í málinu sem ríkisstjórnin hikar við að verja en vill þó sjá. Þegar fjármálalegum stöðugleika er ógnað merkir það nýja hættu á bankahruni. Ríkissjóður hefur ábyrgst allar bankainnistæður. Sú ábyrgð er nafnið tómt þótt enginn vilji segja það. Ríkissjóður hefur ekki tök á að standa við hana í nýju hruni. Hann getur heldur ekki endurfjármagnað bankana nema skera enn meira niður í velferðarkerfinu. Nýtt hrun krónunnar og bankanna mun kalla nýjar þrengingar yfir þjóðina. Hvaða réttlæti er í því?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun