Misskipting varðar miklu Þorvaldur Gylfason skrifar 3. júní 2010 07:00 Suður-Kórea og Taíland eru meðal þeirra þrettán landa, þar sem tekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur. Kórea, eins og landið er kallað í daglegu tali, hefur náð enn lengra en Taíland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Kóreu er nú kominn upp fyrir kaupmátt á mann á Íslandi, eða 28.000 dalir í Kóreu á móti 25.000 dölum hér heima samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans fyrir 2008. Bilið breikkar. Meiri tekjur, minna púlTekjur á hverja vinnustund eru eftir sem áður meiri á Íslandi en í Kóreu, því að þar vinna menn mun lengri vinnuviku en hér heima. Í Kóreu vinna menn að jafnaði 2300 stundir á ári á móti 1800 stundum á Íslandi. Vinnuvikan þar austur frá er með öðrum orðum tíu stundum lengri á heildina litið en hér heima. Árið 1950 unnu Íslendingar yfirleitt 2500 stundir á ári. Við höfum tekið út aukna velsæld í meiri tekjum og minni vinnu. Sama á einnig við um Kóreu, þar sem vinnustundum hefur fækkað úr 2700 árið 1980 niður í 2300 nú. Kóreumenn munu trúlega fikra sig áfram næstu ár líkt og við í átt að minni vinnu samfara meiri tekjum.Í höfuðborginni Seúl búa tíu milljónir manns, fimmtungur allra landsmanna. Höfuðborgin iðar af velsæld og fjöri og hefur á sér fágaðan, glaðlegan og menningarlegan heimsborgarblæ með fimm þúsund ára sögu í farangrinum. Landsbyggðin er hrjúfari. Landið er á stærð við Ísland. Jöfnuður í tekjuskiptingu er svipaður og í Frakklandi og Hollandi og mun jafnari en í Bandaríkjunum. Granninn í norðriVofa ofbeldis af hálfu Norður-Kóreu skyggir á daglegt líf í Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur með reglulegu millibili myrt suður-kóreska forustumenn og unnið önnur ofbeldisverk. Hún hefur látið grafa nokkur jarðgöng undir landamæri landanna til að undirbúa innrás, en Suður-Kóreumenn fundu göngin og bjóða ferðamönnum að skoða þau sér til skemmtunar. Nú síðast, það var í marz leið, sökk suður-kóreskt herskip í blíðskaparveðri með 46 manna áhöfn. Ríkisstjórn Suður-Kóreu skipaði rannsóknarnefnd með erlendum sérfræðingum til að kanna orsakir grandsins.Niðurstaða nefndarinnar er ótvíræð: norður-kóresk eldflaug sökkti skipinu. Norður-kóreskt skráningarnúmer fannst á broti í flakinu. Ríkisstjórnin í Norður-Kóreu þrætir, en enginn trúir henni frekar en heiðvirðri sérfræðinganefnd með valinkunna útlendinga innan borðs. Fólkið í Suður-Kóreu virðist taka málinu með jafnaðargeði. Það er ýmsu vant. Eldflaugum Norður-Kóreu er miðað á Seúl, sem liggur aðeins um 40 kílómetra frá landamærunum. Fjögurra kílómetra breitt vopnalaust belti aðskilur löndin, sem bæði hafa mikinn viðbúnað við landamærin.„Síðasta sundraða landið" kalla Kóreumenn land sitt. Suður-Kóreumönnum hlýtur þó sumum að hrjósa hugur við að þurfa að taka 24 milljónir norður-kóreskra þurfalinga upp á sína arma, verði af sameiningu landanna. Á móti kemur þjóðarstoltið, hugsjónin um alla Kóreu undir einu þaki. Fólkið fyrir norðan fer alls á mis. Það dregur fram lífið á matarsendingum í tonnatali að utan, einkum frá Kína. Efnahagur landsins er í niðurníðslu. Fólkið býr við nær algera einangrun frá umheiminum og veit því yfirleitt ekki hvernig Suður-Kórea lítur út eða heimurinn. Ríkisstjórnin nærist á ósannindum og ofbeldi. Réttar upplýsingar um lífið annars staðar myndu grafa undan henni líkt og gerðist í Austur-Evrópu. Sameining landanna á heilbrigðum forsendum myndi á endanum færa íbúum Norður-Kóreu svipuð lífskjör og í Suður-Kóreu líkt og gerzt hefur smám saman eftir sameiningu Þýzkalands. Stirðnað brosTaíland er önnur saga. Lífskjör fólksins í því löngum brosmilda landi hafa batnað hröðum skrefum, en þó ekki jafnhratt og í Kóreu. Munurinn á tekjum á mann í löndunum tveim var tæplega þrefaldur 1980 og er nú nær fimmfaldur. Fyrir fáeinum vikum logaði Taíland í mannskæðum óeirðum. Átökin hverfast um togstreitu milli fólksins í sveitunum og íbúa höfuðborgarinnar Bangkok. Tekjuskiptingin er mun ójafnari í Taílandi en í Kóreu. Óánægja sveitanna með sinn hlut kraumaði lengi undir yfirborðinu, áður en upp úr sauð. Kórea á ekki við þennan vanda að stríða, þar eð tekjuskiptingin þar veldur engri umtalsverðri úlfúð meðal fólksins eða togstreitu og spillir þá ekki heldur friðnum. Við þetta bætist, að spillingin í Kóreu hefur farið minnkandi og er nú mun minni en í Taílandi samkvæmt Transparency International.Sem minnir mig á, að Besti flokkurinn lofaði að hafa spillinguna í borgarstjórn Reykjavíkur uppi á borði. Ætli loforðið sé ekki örugglega afturvirkt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Suður-Kórea og Taíland eru meðal þeirra þrettán landa, þar sem tekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur. Kórea, eins og landið er kallað í daglegu tali, hefur náð enn lengra en Taíland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Kóreu er nú kominn upp fyrir kaupmátt á mann á Íslandi, eða 28.000 dalir í Kóreu á móti 25.000 dölum hér heima samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans fyrir 2008. Bilið breikkar. Meiri tekjur, minna púlTekjur á hverja vinnustund eru eftir sem áður meiri á Íslandi en í Kóreu, því að þar vinna menn mun lengri vinnuviku en hér heima. Í Kóreu vinna menn að jafnaði 2300 stundir á ári á móti 1800 stundum á Íslandi. Vinnuvikan þar austur frá er með öðrum orðum tíu stundum lengri á heildina litið en hér heima. Árið 1950 unnu Íslendingar yfirleitt 2500 stundir á ári. Við höfum tekið út aukna velsæld í meiri tekjum og minni vinnu. Sama á einnig við um Kóreu, þar sem vinnustundum hefur fækkað úr 2700 árið 1980 niður í 2300 nú. Kóreumenn munu trúlega fikra sig áfram næstu ár líkt og við í átt að minni vinnu samfara meiri tekjum.Í höfuðborginni Seúl búa tíu milljónir manns, fimmtungur allra landsmanna. Höfuðborgin iðar af velsæld og fjöri og hefur á sér fágaðan, glaðlegan og menningarlegan heimsborgarblæ með fimm þúsund ára sögu í farangrinum. Landsbyggðin er hrjúfari. Landið er á stærð við Ísland. Jöfnuður í tekjuskiptingu er svipaður og í Frakklandi og Hollandi og mun jafnari en í Bandaríkjunum. Granninn í norðriVofa ofbeldis af hálfu Norður-Kóreu skyggir á daglegt líf í Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur með reglulegu millibili myrt suður-kóreska forustumenn og unnið önnur ofbeldisverk. Hún hefur látið grafa nokkur jarðgöng undir landamæri landanna til að undirbúa innrás, en Suður-Kóreumenn fundu göngin og bjóða ferðamönnum að skoða þau sér til skemmtunar. Nú síðast, það var í marz leið, sökk suður-kóreskt herskip í blíðskaparveðri með 46 manna áhöfn. Ríkisstjórn Suður-Kóreu skipaði rannsóknarnefnd með erlendum sérfræðingum til að kanna orsakir grandsins.Niðurstaða nefndarinnar er ótvíræð: norður-kóresk eldflaug sökkti skipinu. Norður-kóreskt skráningarnúmer fannst á broti í flakinu. Ríkisstjórnin í Norður-Kóreu þrætir, en enginn trúir henni frekar en heiðvirðri sérfræðinganefnd með valinkunna útlendinga innan borðs. Fólkið í Suður-Kóreu virðist taka málinu með jafnaðargeði. Það er ýmsu vant. Eldflaugum Norður-Kóreu er miðað á Seúl, sem liggur aðeins um 40 kílómetra frá landamærunum. Fjögurra kílómetra breitt vopnalaust belti aðskilur löndin, sem bæði hafa mikinn viðbúnað við landamærin.„Síðasta sundraða landið" kalla Kóreumenn land sitt. Suður-Kóreumönnum hlýtur þó sumum að hrjósa hugur við að þurfa að taka 24 milljónir norður-kóreskra þurfalinga upp á sína arma, verði af sameiningu landanna. Á móti kemur þjóðarstoltið, hugsjónin um alla Kóreu undir einu þaki. Fólkið fyrir norðan fer alls á mis. Það dregur fram lífið á matarsendingum í tonnatali að utan, einkum frá Kína. Efnahagur landsins er í niðurníðslu. Fólkið býr við nær algera einangrun frá umheiminum og veit því yfirleitt ekki hvernig Suður-Kórea lítur út eða heimurinn. Ríkisstjórnin nærist á ósannindum og ofbeldi. Réttar upplýsingar um lífið annars staðar myndu grafa undan henni líkt og gerðist í Austur-Evrópu. Sameining landanna á heilbrigðum forsendum myndi á endanum færa íbúum Norður-Kóreu svipuð lífskjör og í Suður-Kóreu líkt og gerzt hefur smám saman eftir sameiningu Þýzkalands. Stirðnað brosTaíland er önnur saga. Lífskjör fólksins í því löngum brosmilda landi hafa batnað hröðum skrefum, en þó ekki jafnhratt og í Kóreu. Munurinn á tekjum á mann í löndunum tveim var tæplega þrefaldur 1980 og er nú nær fimmfaldur. Fyrir fáeinum vikum logaði Taíland í mannskæðum óeirðum. Átökin hverfast um togstreitu milli fólksins í sveitunum og íbúa höfuðborgarinnar Bangkok. Tekjuskiptingin er mun ójafnari í Taílandi en í Kóreu. Óánægja sveitanna með sinn hlut kraumaði lengi undir yfirborðinu, áður en upp úr sauð. Kórea á ekki við þennan vanda að stríða, þar eð tekjuskiptingin þar veldur engri umtalsverðri úlfúð meðal fólksins eða togstreitu og spillir þá ekki heldur friðnum. Við þetta bætist, að spillingin í Kóreu hefur farið minnkandi og er nú mun minni en í Taílandi samkvæmt Transparency International.Sem minnir mig á, að Besti flokkurinn lofaði að hafa spillinguna í borgarstjórn Reykjavíkur uppi á borði. Ætli loforðið sé ekki örugglega afturvirkt?
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun