Segir upplýsingum hafa verið haldið frá sér 15. september 2010 17:46 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í andsvari sínu til þingmannanefndarinnar sem vann úr rannsóknarskýrslu Alþingis, að upplýsingum hefði verið haldið frá sér. Í bréfi Ingibjargar segir orðrétt: „Skömmu áður en ég skilaði inn andmælum mínum til rannsóknarnefndar Alþingis varð mér kunnugt um að ýmis gögn höfðu verið kynnt og lögð fram í samstarfsnefnd forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem eðlilegt hefði verið að rötuðu með einhverjum hætti inn í ríkisstjórn og ég hefði verið upplýst um sem oddviti annars stjórnarflokksins, m.a. á fyrrnefndum upplýsingafundum með stjórn Seðlabankans. Mér varð það enn frekar ljóst að mikilvægum upplýsingum hafði verið haldið frá mér þegar ég las skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Meðal upplýsinga sem Ingibjörg segist ekki hafa vitað af var bréf frá Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þar sem hann hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskiptasamning. Þá vissi hún ekki að hann hefði boðið aðstoð til þess að hjálpa Íslendingum að minnka bankakerfið eins og fram kom í rannsóknarskýrslu Alþingis. Eftirfarandi upplýsingar var haldið frá Ingibjörgu að hennar sögn: Skjal Andrews Gracie frá 29. febrúar tekið saman fyrir Seðlabankann. (19. kafli, bls. 132-133) Minnisblað frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands frá 1. apríl: ,,Úrræði stjórnvalda gegn óróleika á fjármálamörkuðum" (19. kafli, bls. 150-152) Skjal frá Seðlabanka Íslands dags. 1. apríl ,,Mat á kostnaði vegna breyttra skilyrða á fjármálamarkaði". (19. kafli, bls. 152) Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 14. apríl, send Seðlabankanum og stimpluð sem algert trúnaðarmál. (19. kafli, bls. 161-162) Skjal sem lagt var fram í samráðshópnum 21. apríl: ,,Sviðsmynd fjármálaáfalls" (19. kafli, bls. 165-166) Vinnuskjal frá Seðlabanka Íslands dags. 7. júlí: ,,Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." (19. kafli, bls. 189-196) Í lok bréfsins, sem lesa má í heild hér fyrir neðan, skrifar Ingibjörg: „Þegar mál eru skoðuð í því ljósi verður heldur ankannalegt að telja að ég hafi haft einhverja þá vitneskju eða afl sem þurfti til að forða fjármálakerfinu frá falli."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira