Rannsaka frekar ef þarf 12. apríl 2010 04:00 Rannsóknarnefnd Alþingis tók til starfa í byrjun árs 2009. Nefndarmenn hafa oft rætt um hve starfið hafi verið erfitt og Tryggvi Gunnarsson sagði á blaðamannfundi í janúar að hann hefði oft verið gráti nær við vinnslu hennar.fréttablaðið/stefán Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. [email protected] Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsluna sem gerð er um bankahrunið þar sem rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heimildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar, draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að hún verði tekin til rækilegrar og yfirvegaðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins fái frekari rannsóknar við, verði það niðurstaðan. Skýrslan verður kynnt formönnum þingflokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að reyna að koma á kynningarfundi með formönnum stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009. Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn umræða verður um hana á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dagskrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lesturs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnubrögð varðandi umræðurnar einkennist af sýndarmennsku. [email protected]
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira