Flækjur í Flóanum Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar